Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2025 15:31 Glasner segist mögulega þurfa að taka skóna fram vegna miðvarðakrísu Palace. Sebastian Frej/Getty Images Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace á Englandi, virðist þreyttur á aðgerðaleysi félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Útlit er fyrir brotthvarf tveggja lykilmanna á meðan fáir sem engir hafa komið til liðsins, þrátt fyrir sögulega góðan árangur. Crystal Palace hefur alls eytt þremur milljónum punda á leikmannamarkaðnum í sumar. Þær greiddu félagið fyrir vinstri bakvörðinn Borna Sosa frá Ajax og þá kom varamarkvörðurinn Walter Benítez frítt frá PSV Eindhoven. Það þykir heldur klént þar sem útlit er fyrir að Palace muni spila umtalsvert fleiri leiki í ár en á síðustu leiktíð, vegna þátttöku í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Oliver Glasner stýrði liðinu til bikarmeistaratitils í sumar og þá vann liðið einnig Samfélagsskjöldinn í byrjun tímabils. Útlit er fyrir að tveir lykilleikmenn séu á förum. Sóknartengiliðurinn Eberechi Eze verði seldur til Arsenal og Liverpool einnig talið líklegt til að kaupa fyrirliðann og miðvörðinn Marc Guéhi. Meiðsli herja á varnarlínu liðsins og það getur ekki bætt leikmönnum við Evrópuhóp sinn fyrir síðari leik þess við norska liðið Fredrikstad í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Palace vann fyrri leik liðanna á Selhurst Park í gærkvöld 1-0. „Ef Marc fer og missir af síðari leiknum við Fredrikstad, erum við í vandræðum, sagði Glasner á blaðamannafundi í dag. Það er ljóst, því við getum ekki bætt öðrum leikmanni í Evrópuhópinn. Fyrir mér þarf hann að vera áfram. Við vorum með Jefferson Lerma í miðverði í gær og hann er miðjumaður. Við eigum enga miðverði sem stendur,“ „Ef Marc fer þá þarf ég líklega að reima aftur á mig skóna. Ég var miðvörður á sínum tíma, það gæti verið eini kosturinn í stöðunni,“ segir Glasner. Glasner hefur áhyggjur af stöðunni sem Palace hefur komið sér í með aðgerðaleysi á markaðnum hingað til í sumar. „Við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum á þessu að halda og þetta er framtíð Crystal Palace sem er í húfi. Það kemur ekki sérlega á óvart að Eze sé að fara, en við erum búnir að missa af tækifærinu til að finna mann í hans stað tímanlega. Það er okkur sjálfum að kenna og engum öðrum,“ segir Glasner. Crystal Palace mætir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 á sunnudag. Sá leikur og allir hinir í enska boltanum verða sýndir beint á Sýn Sport um helgina. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Crystal Palace hefur alls eytt þremur milljónum punda á leikmannamarkaðnum í sumar. Þær greiddu félagið fyrir vinstri bakvörðinn Borna Sosa frá Ajax og þá kom varamarkvörðurinn Walter Benítez frítt frá PSV Eindhoven. Það þykir heldur klént þar sem útlit er fyrir að Palace muni spila umtalsvert fleiri leiki í ár en á síðustu leiktíð, vegna þátttöku í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Oliver Glasner stýrði liðinu til bikarmeistaratitils í sumar og þá vann liðið einnig Samfélagsskjöldinn í byrjun tímabils. Útlit er fyrir að tveir lykilleikmenn séu á förum. Sóknartengiliðurinn Eberechi Eze verði seldur til Arsenal og Liverpool einnig talið líklegt til að kaupa fyrirliðann og miðvörðinn Marc Guéhi. Meiðsli herja á varnarlínu liðsins og það getur ekki bætt leikmönnum við Evrópuhóp sinn fyrir síðari leik þess við norska liðið Fredrikstad í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Palace vann fyrri leik liðanna á Selhurst Park í gærkvöld 1-0. „Ef Marc fer og missir af síðari leiknum við Fredrikstad, erum við í vandræðum, sagði Glasner á blaðamannafundi í dag. Það er ljóst, því við getum ekki bætt öðrum leikmanni í Evrópuhópinn. Fyrir mér þarf hann að vera áfram. Við vorum með Jefferson Lerma í miðverði í gær og hann er miðjumaður. Við eigum enga miðverði sem stendur,“ „Ef Marc fer þá þarf ég líklega að reima aftur á mig skóna. Ég var miðvörður á sínum tíma, það gæti verið eini kosturinn í stöðunni,“ segir Glasner. Glasner hefur áhyggjur af stöðunni sem Palace hefur komið sér í með aðgerðaleysi á markaðnum hingað til í sumar. „Við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum á þessu að halda og þetta er framtíð Crystal Palace sem er í húfi. Það kemur ekki sérlega á óvart að Eze sé að fara, en við erum búnir að missa af tækifærinu til að finna mann í hans stað tímanlega. Það er okkur sjálfum að kenna og engum öðrum,“ segir Glasner. Crystal Palace mætir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 á sunnudag. Sá leikur og allir hinir í enska boltanum verða sýndir beint á Sýn Sport um helgina.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira