Grípum boltann - við erum í dauðafæri! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. janúar 2020 08:00 Í aðdraganda nýrrar menntastefnu hafa m.a. komið út þrjár skýrslur, sem eru fullar af uppbyggilegum hugmyndum um hvernig við gerum menntakerfið okkar betra í þágu barna og ungmenna. Þetta er skýrslan Menntun til framtíðar, aðgerðir og viðbrögð í kjölfar fundaraðar um menntun fyrir alla og mótun menntastefnu til 2030, Skýrsla starfshóps um geðrækt í skólum og Menntun fyrir alla – horft fram á veginn. Allar varpa ljósi á þær aðgerðir og breytingar sem brýnt er að koma í framkvæmd með nýrri menntastefnu. Undirtónninn er skýr: Líðan og velferð er lykill að farsæld, andlegum jafnt sem félagslegum þroska. Lærdómssamfélag, aukin starfsþróun kennara, fjölbreyttari hópur fagfólks, sveigjanleiki í náms- og stundarskrám, snemmtæk íhlutun, fjarþjónusta í hinum dreifðu byggðum landsins og lengi má áfram telja þætti sem skipta máli til að tryggja framúrskarandi námsumhverfi barna og ungmenna. Ítrekað er dregið fram mikilvægi þess að faglegt og gott skólastarf byggi á faglegu samstarfi ólíkra aðila. Látum kerfin tala saman. Allir sem að menntakerfinu koma eru sammála um að samvinna á milli ríkis og sveitarfélaga sé ekki bara æskileg, heldur nauðsynleg, svo menntakerfið geti gert enn betur, hversu ólíkar sem þarfir einstaklinga í fjölbreyttu samfélagi nemenda eru. Samvinna, með sameiginlega ábyrgð á velferð barna og ungmenna, er lykillinn að betra menntakerfi. Þess vegna er lögð áhersla á að kerfin þrjú, sem samfélagið hvílir á, starfi saman, þ.e. mennta-, félags- og heilbrigðiskerfið. Og kominn tími til. En eru þetta nýjar fréttir? Nei, þær eru það sannarlega ekki fyrir starfsfólk allra þessara kerfa, sem hafa gert sér grein fyrir að samstarf er lykillinn að framþróun. Öflugri menntastefnu er ætlað að leggja áherslu á velferð, geðheilbrigði og styðjandi námsumhverfi til að tryggja hæfni til framtíðar fyrir alla. Menntun fyrir alla næst aðeins með samstilltu átaki. Sífellt fleiri átta sig á mikilvægi þessarar samvinnu. Lífið í skólanum er svo langt frá því að vera bara lestrartækni eða endurtekin hraðlestrarpróf. Lífið í skólanum er nefnilega lífið sjálft í svo ótal, ótal myndum með sínum erfiðleikum, gleðistundum, velgengni og mistökum. Lífið í skólanum er líf barna og ungmenna sem er samfélaginu okkar svo dýrmætt og því skiptir máli að allir sem koma að þessu skólalífi séu færir um að grípa boltann. Boltarnir eru mismunandi og til þess að ná þeim þarf alls konar fagfólk til að skapa dauðafærið. Dauðafærið til að ná í mark. Gera betur og efla menntakerfið okkar svo um munar. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýrrar menntastefnu hafa m.a. komið út þrjár skýrslur, sem eru fullar af uppbyggilegum hugmyndum um hvernig við gerum menntakerfið okkar betra í þágu barna og ungmenna. Þetta er skýrslan Menntun til framtíðar, aðgerðir og viðbrögð í kjölfar fundaraðar um menntun fyrir alla og mótun menntastefnu til 2030, Skýrsla starfshóps um geðrækt í skólum og Menntun fyrir alla – horft fram á veginn. Allar varpa ljósi á þær aðgerðir og breytingar sem brýnt er að koma í framkvæmd með nýrri menntastefnu. Undirtónninn er skýr: Líðan og velferð er lykill að farsæld, andlegum jafnt sem félagslegum þroska. Lærdómssamfélag, aukin starfsþróun kennara, fjölbreyttari hópur fagfólks, sveigjanleiki í náms- og stundarskrám, snemmtæk íhlutun, fjarþjónusta í hinum dreifðu byggðum landsins og lengi má áfram telja þætti sem skipta máli til að tryggja framúrskarandi námsumhverfi barna og ungmenna. Ítrekað er dregið fram mikilvægi þess að faglegt og gott skólastarf byggi á faglegu samstarfi ólíkra aðila. Látum kerfin tala saman. Allir sem að menntakerfinu koma eru sammála um að samvinna á milli ríkis og sveitarfélaga sé ekki bara æskileg, heldur nauðsynleg, svo menntakerfið geti gert enn betur, hversu ólíkar sem þarfir einstaklinga í fjölbreyttu samfélagi nemenda eru. Samvinna, með sameiginlega ábyrgð á velferð barna og ungmenna, er lykillinn að betra menntakerfi. Þess vegna er lögð áhersla á að kerfin þrjú, sem samfélagið hvílir á, starfi saman, þ.e. mennta-, félags- og heilbrigðiskerfið. Og kominn tími til. En eru þetta nýjar fréttir? Nei, þær eru það sannarlega ekki fyrir starfsfólk allra þessara kerfa, sem hafa gert sér grein fyrir að samstarf er lykillinn að framþróun. Öflugri menntastefnu er ætlað að leggja áherslu á velferð, geðheilbrigði og styðjandi námsumhverfi til að tryggja hæfni til framtíðar fyrir alla. Menntun fyrir alla næst aðeins með samstilltu átaki. Sífellt fleiri átta sig á mikilvægi þessarar samvinnu. Lífið í skólanum er svo langt frá því að vera bara lestrartækni eða endurtekin hraðlestrarpróf. Lífið í skólanum er nefnilega lífið sjálft í svo ótal, ótal myndum með sínum erfiðleikum, gleðistundum, velgengni og mistökum. Lífið í skólanum er líf barna og ungmenna sem er samfélaginu okkar svo dýrmætt og því skiptir máli að allir sem koma að þessu skólalífi séu færir um að grípa boltann. Boltarnir eru mismunandi og til þess að ná þeim þarf alls konar fagfólk til að skapa dauðafærið. Dauðafærið til að ná í mark. Gera betur og efla menntakerfið okkar svo um munar. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar