Slátrið og pungarnir Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 22. janúar 2020 11:00 Vísir sagði frá því á mánudag að KR-ingar og velunnarar hafi þjófstartað Þorranum með blóti þar sem gestir hafi hámað í sig slátrið og pungana. ÍR-ingar tóku Þorrann líka snemma og skemmtu Breiðhyltingar sér stórvel um helgina með sínu hefðbundna blóti. Með Þorranum sem hefst nú á bóndadag, koma enn fleiri þorrablót þar sem við komum saman og skemmtum okkur í góðra vina hópi. Í Reykjavík hefur myndast hefð fyrir því að íþróttafélögin standi fyrir þorrablótum, sem lið í fjáröflun sinni. Hvert og eitt félaganna vill leggja metnað í góðan matseðil og flott skemmtiatriði, til að allir geti nú átt hið besta blót. Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að matseðill þorrablóta varð fjölbreyttari en áður. Í bland við hinn hefðbundna þorramat; hangikjöt, sviðasultu, súrsað kjöt og hákarl er farið að bjóða upp á nauta- eða lambakjöt í bland. Jafnvel grænmetisrétti. Þorrablótsnefndir kappkosta við að bjóða upp á fjölbreytni og valkosti fyrir þá sem ekki eru spenntir fyrir þessum hefðbundnari þorramat til að allir geti nú farið sáttir heim. Þegar skemmtiatriði blótanna eru skoðuð virðast þau eftir að fara í gegnum viðlíka endurskoðun. Í mörg ár hafa borist kvartanir um því hve fáar konur eru bókaðar til að skemmta á þorrabótum. Skiptir þar engu hvort horft sé til veislustjóra, uppistandara eða tónlistarfólks. Algengt hefur verið að öll skemmtiatriði kvöldsins hafi verið karlar og heldur það áfram þetta árið, sé litið til dagskrár þorrablóta íþróttafélaga í Reykjavík. Fimm íþróttafélög Reykjavíkur hafa auglýst eða haldið þorrablótin sín í ár; ÍR, KR, Fjölnir, Víkingur og Fram. Á auglýsingum þessara íþróttafélaga koma fram 20 skemmtiatriði, ýmist einstaklingar eða hljómsveitir. Af þessum 20 skemmtiatriðum eru 14 karlmenn eða hljómsveitir skipaðar karlmönnum og sex konur. Fjölni tekst mjög vel að sýna hversu lítið mál það er að finna skemmtilegar konur og býður upp á fjórar af þessum sex á sínu blóti. Þar munu Margrét Eir, Sigga Beinteins, Regína Ósk og Ragga Gísla halda stuðinu uppi, ásamt þeim Ingó, Steinda Jr. og Auðunni Blöndal. Víkingur býður upp á jafnt kynjahlutfall með Sögu Garðars og Stuðlabandinu. Fram auglýsir eina konu og þrjá karla. Tvö af stærstu félögunum, fyrrnefnd KR og ÍR auglýstu sjö skemmtiatriði sem einkenndust svolítið af því að boðið hafi bara verið upp á slátur og punga, þar sem einungis karlar voru auglýstir. Kynjamisrétti hefur, því miður, birst í starfi íþróttafélaganna. Þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir tæpum tíu árum óskaði ég eftir ítarlegri úttekt á jafnréttismálum í íþróttafélögum í Reykjavík. Í þeirri vinnu kom fram að flestum íþróttafélögunum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda hefðu allir klausu um jafnrétti í stefnum sínum. Árið 2018 var í fréttum RÚV fjallað um rannsókn um umgjörð og aðbúnað fótboltaliða í efstu deild karla og kvenna. Niðurstöðurnar voru sláandi, enda birtist misréttið t.d. í aðgengi að þjálfurum, æfingatímum, búningaklefum, æfingasvæðum og útgjöldum í markaðssetningum. Svo er erfitt að ræða um þetta málefni án þess að minnast á alvarlegu brotin sem við lásum um í frásögnum íþróttakvenna í MeToo-byltingunni 2017. Umræðan um kynjamisréttið í íþróttastarfi hefur sem betur fer fengið aukið vægi, sérstaklega þegar kemur að starfi yngri flokka. Í samstarfssamningi Reykjavíkur og Íþróttabandalags Reykjavíkur kemur fram að íþróttafélögin bjóða eigi upp á sambærilega aðstöðu og þjálfun fyrir bæði kyn. Félögin skuli hafa virka jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun til að fylgja henni eftir. Þá verður haldin ráðstefna í Laugardalshöll á morgun, í tengslum við Reykjavík International Games, þar sem rætt verður um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum. En ef mönnum er alvara með að ná jafnrétti, verður það þá ekki að eiga alls staðar við? Það er greinilega auðvelt að detta í gamla gírinn, þar sem gleymt er að hugsa að fjölbreytni og því að bjóða ekki einvörðungu upp á slátur og súrsaða hrútspunga. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Jafnréttismál Reykjavík Þorrablót Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Vísir sagði frá því á mánudag að KR-ingar og velunnarar hafi þjófstartað Þorranum með blóti þar sem gestir hafi hámað í sig slátrið og pungana. ÍR-ingar tóku Þorrann líka snemma og skemmtu Breiðhyltingar sér stórvel um helgina með sínu hefðbundna blóti. Með Þorranum sem hefst nú á bóndadag, koma enn fleiri þorrablót þar sem við komum saman og skemmtum okkur í góðra vina hópi. Í Reykjavík hefur myndast hefð fyrir því að íþróttafélögin standi fyrir þorrablótum, sem lið í fjáröflun sinni. Hvert og eitt félaganna vill leggja metnað í góðan matseðil og flott skemmtiatriði, til að allir geti nú átt hið besta blót. Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að matseðill þorrablóta varð fjölbreyttari en áður. Í bland við hinn hefðbundna þorramat; hangikjöt, sviðasultu, súrsað kjöt og hákarl er farið að bjóða upp á nauta- eða lambakjöt í bland. Jafnvel grænmetisrétti. Þorrablótsnefndir kappkosta við að bjóða upp á fjölbreytni og valkosti fyrir þá sem ekki eru spenntir fyrir þessum hefðbundnari þorramat til að allir geti nú farið sáttir heim. Þegar skemmtiatriði blótanna eru skoðuð virðast þau eftir að fara í gegnum viðlíka endurskoðun. Í mörg ár hafa borist kvartanir um því hve fáar konur eru bókaðar til að skemmta á þorrabótum. Skiptir þar engu hvort horft sé til veislustjóra, uppistandara eða tónlistarfólks. Algengt hefur verið að öll skemmtiatriði kvöldsins hafi verið karlar og heldur það áfram þetta árið, sé litið til dagskrár þorrablóta íþróttafélaga í Reykjavík. Fimm íþróttafélög Reykjavíkur hafa auglýst eða haldið þorrablótin sín í ár; ÍR, KR, Fjölnir, Víkingur og Fram. Á auglýsingum þessara íþróttafélaga koma fram 20 skemmtiatriði, ýmist einstaklingar eða hljómsveitir. Af þessum 20 skemmtiatriðum eru 14 karlmenn eða hljómsveitir skipaðar karlmönnum og sex konur. Fjölni tekst mjög vel að sýna hversu lítið mál það er að finna skemmtilegar konur og býður upp á fjórar af þessum sex á sínu blóti. Þar munu Margrét Eir, Sigga Beinteins, Regína Ósk og Ragga Gísla halda stuðinu uppi, ásamt þeim Ingó, Steinda Jr. og Auðunni Blöndal. Víkingur býður upp á jafnt kynjahlutfall með Sögu Garðars og Stuðlabandinu. Fram auglýsir eina konu og þrjá karla. Tvö af stærstu félögunum, fyrrnefnd KR og ÍR auglýstu sjö skemmtiatriði sem einkenndust svolítið af því að boðið hafi bara verið upp á slátur og punga, þar sem einungis karlar voru auglýstir. Kynjamisrétti hefur, því miður, birst í starfi íþróttafélaganna. Þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir tæpum tíu árum óskaði ég eftir ítarlegri úttekt á jafnréttismálum í íþróttafélögum í Reykjavík. Í þeirri vinnu kom fram að flestum íþróttafélögunum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda hefðu allir klausu um jafnrétti í stefnum sínum. Árið 2018 var í fréttum RÚV fjallað um rannsókn um umgjörð og aðbúnað fótboltaliða í efstu deild karla og kvenna. Niðurstöðurnar voru sláandi, enda birtist misréttið t.d. í aðgengi að þjálfurum, æfingatímum, búningaklefum, æfingasvæðum og útgjöldum í markaðssetningum. Svo er erfitt að ræða um þetta málefni án þess að minnast á alvarlegu brotin sem við lásum um í frásögnum íþróttakvenna í MeToo-byltingunni 2017. Umræðan um kynjamisréttið í íþróttastarfi hefur sem betur fer fengið aukið vægi, sérstaklega þegar kemur að starfi yngri flokka. Í samstarfssamningi Reykjavíkur og Íþróttabandalags Reykjavíkur kemur fram að íþróttafélögin bjóða eigi upp á sambærilega aðstöðu og þjálfun fyrir bæði kyn. Félögin skuli hafa virka jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun til að fylgja henni eftir. Þá verður haldin ráðstefna í Laugardalshöll á morgun, í tengslum við Reykjavík International Games, þar sem rætt verður um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum. En ef mönnum er alvara með að ná jafnrétti, verður það þá ekki að eiga alls staðar við? Það er greinilega auðvelt að detta í gamla gírinn, þar sem gleymt er að hugsa að fjölbreytni og því að bjóða ekki einvörðungu upp á slátur og súrsaða hrútspunga. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráði Reykjavíkur.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun