Risavél Boeing hélt í sitt fyrsta flug Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 21:00 Frá Paine Field fyrr í kvöld. Getty Risavélin Boeing 777X, ný tegund bandaríska flugfélagsins, hélt í jómfrúarflug sitt frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í kvöld. Er um tilraunaflug að ræða sem áætlað er að standi í nokkrar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Paine Field flugvellinum, norður af Seattle klukkan 10:10 fyrir hádegi að staðartíma, eða 18:10 að íslenskum tíma. Lágskýjað var á svæðinu. Upphaflega átti vélin að taka á loft í gær þar sem um átta þúsund starfsmenn Boeing höfðu safnast saman á flugvellinum til að fylgjast með, en ákveðið var að fresta fluginu þá vegna slæms veðurs. Mun færri komu saman þegar vélin tók á loft í dag. Vænghafið 71,6 metrar Vélin nefnist 777-9X og er stærri gerðin af tveimur tegundum í línunni. Reiknað er með að hún lendi aftur á flugvallasvæði Boeing í Seattle síðar í kvöld. Vænghafið er rétt tæp Hallgrímskirkja.getty Í frétt Seattle Times kemur fram að vélin sé með stærstu vængi sem Boeing hefur hannað, en vænghafið er 71,6 metrar. Flugvélahreyflarnir, GE9X, eru þeir stærstu sem hafa verið smíðaðir. 777X-vélar Boeing voru kynntar á flugsýningu í Dúbaí árið 2013. Nokkuð hefur dregið úr eftirspurn eftir svo stórum farþegaþotum, auk þess að einhver flugfélög hafa leitað á náðir annarra flugvélaframleiðanda í kjölfar vandræða Boeing síðustu misserin. 777-9X verður stærsta farþegaþotan á markaðnum eftir að Airbus hætti að taka við nýjum pöntunum af A380, en vélarnar eiga að geta tekið 400 til 425 farþega og er drægi vélarinnar um 13.500 kílómetrar.Uppfært 22:42: Vélin lenti heilu og höldnu klukkan 22 að íslenskum tíma. Boeing 777x svífur um loftin.Getty Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira
Risavélin Boeing 777X, ný tegund bandaríska flugfélagsins, hélt í jómfrúarflug sitt frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í kvöld. Er um tilraunaflug að ræða sem áætlað er að standi í nokkrar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Paine Field flugvellinum, norður af Seattle klukkan 10:10 fyrir hádegi að staðartíma, eða 18:10 að íslenskum tíma. Lágskýjað var á svæðinu. Upphaflega átti vélin að taka á loft í gær þar sem um átta þúsund starfsmenn Boeing höfðu safnast saman á flugvellinum til að fylgjast með, en ákveðið var að fresta fluginu þá vegna slæms veðurs. Mun færri komu saman þegar vélin tók á loft í dag. Vænghafið 71,6 metrar Vélin nefnist 777-9X og er stærri gerðin af tveimur tegundum í línunni. Reiknað er með að hún lendi aftur á flugvallasvæði Boeing í Seattle síðar í kvöld. Vænghafið er rétt tæp Hallgrímskirkja.getty Í frétt Seattle Times kemur fram að vélin sé með stærstu vængi sem Boeing hefur hannað, en vænghafið er 71,6 metrar. Flugvélahreyflarnir, GE9X, eru þeir stærstu sem hafa verið smíðaðir. 777X-vélar Boeing voru kynntar á flugsýningu í Dúbaí árið 2013. Nokkuð hefur dregið úr eftirspurn eftir svo stórum farþegaþotum, auk þess að einhver flugfélög hafa leitað á náðir annarra flugvélaframleiðanda í kjölfar vandræða Boeing síðustu misserin. 777-9X verður stærsta farþegaþotan á markaðnum eftir að Airbus hætti að taka við nýjum pöntunum af A380, en vélarnar eiga að geta tekið 400 til 425 farþega og er drægi vélarinnar um 13.500 kílómetrar.Uppfært 22:42: Vélin lenti heilu og höldnu klukkan 22 að íslenskum tíma. Boeing 777x svífur um loftin.Getty
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira