Risavél Boeing hélt í sitt fyrsta flug Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 21:00 Frá Paine Field fyrr í kvöld. Getty Risavélin Boeing 777X, ný tegund bandaríska flugfélagsins, hélt í jómfrúarflug sitt frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í kvöld. Er um tilraunaflug að ræða sem áætlað er að standi í nokkrar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Paine Field flugvellinum, norður af Seattle klukkan 10:10 fyrir hádegi að staðartíma, eða 18:10 að íslenskum tíma. Lágskýjað var á svæðinu. Upphaflega átti vélin að taka á loft í gær þar sem um átta þúsund starfsmenn Boeing höfðu safnast saman á flugvellinum til að fylgjast með, en ákveðið var að fresta fluginu þá vegna slæms veðurs. Mun færri komu saman þegar vélin tók á loft í dag. Vænghafið 71,6 metrar Vélin nefnist 777-9X og er stærri gerðin af tveimur tegundum í línunni. Reiknað er með að hún lendi aftur á flugvallasvæði Boeing í Seattle síðar í kvöld. Vænghafið er rétt tæp Hallgrímskirkja.getty Í frétt Seattle Times kemur fram að vélin sé með stærstu vængi sem Boeing hefur hannað, en vænghafið er 71,6 metrar. Flugvélahreyflarnir, GE9X, eru þeir stærstu sem hafa verið smíðaðir. 777X-vélar Boeing voru kynntar á flugsýningu í Dúbaí árið 2013. Nokkuð hefur dregið úr eftirspurn eftir svo stórum farþegaþotum, auk þess að einhver flugfélög hafa leitað á náðir annarra flugvélaframleiðanda í kjölfar vandræða Boeing síðustu misserin. 777-9X verður stærsta farþegaþotan á markaðnum eftir að Airbus hætti að taka við nýjum pöntunum af A380, en vélarnar eiga að geta tekið 400 til 425 farþega og er drægi vélarinnar um 13.500 kílómetrar.Uppfært 22:42: Vélin lenti heilu og höldnu klukkan 22 að íslenskum tíma. Boeing 777x svífur um loftin.Getty Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Risavélin Boeing 777X, ný tegund bandaríska flugfélagsins, hélt í jómfrúarflug sitt frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í kvöld. Er um tilraunaflug að ræða sem áætlað er að standi í nokkrar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Paine Field flugvellinum, norður af Seattle klukkan 10:10 fyrir hádegi að staðartíma, eða 18:10 að íslenskum tíma. Lágskýjað var á svæðinu. Upphaflega átti vélin að taka á loft í gær þar sem um átta þúsund starfsmenn Boeing höfðu safnast saman á flugvellinum til að fylgjast með, en ákveðið var að fresta fluginu þá vegna slæms veðurs. Mun færri komu saman þegar vélin tók á loft í dag. Vænghafið 71,6 metrar Vélin nefnist 777-9X og er stærri gerðin af tveimur tegundum í línunni. Reiknað er með að hún lendi aftur á flugvallasvæði Boeing í Seattle síðar í kvöld. Vænghafið er rétt tæp Hallgrímskirkja.getty Í frétt Seattle Times kemur fram að vélin sé með stærstu vængi sem Boeing hefur hannað, en vænghafið er 71,6 metrar. Flugvélahreyflarnir, GE9X, eru þeir stærstu sem hafa verið smíðaðir. 777X-vélar Boeing voru kynntar á flugsýningu í Dúbaí árið 2013. Nokkuð hefur dregið úr eftirspurn eftir svo stórum farþegaþotum, auk þess að einhver flugfélög hafa leitað á náðir annarra flugvélaframleiðanda í kjölfar vandræða Boeing síðustu misserin. 777-9X verður stærsta farþegaþotan á markaðnum eftir að Airbus hætti að taka við nýjum pöntunum af A380, en vélarnar eiga að geta tekið 400 til 425 farþega og er drægi vélarinnar um 13.500 kílómetrar.Uppfært 22:42: Vélin lenti heilu og höldnu klukkan 22 að íslenskum tíma. Boeing 777x svífur um loftin.Getty
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent