Hugsanleg lausn á vanda sandsöfnunar við og í Landeyjarhöfn Jón Sveinsson skrifar 29. janúar 2020 13:30 Tillaga mín byggir á þeim forsendum að vandinn stafi tvíþætt af sandi og ösku sem berst með Markarfljóti niður til sjávar þar sem annarsvegar sjávarföll og hins vegar hegðun sjávar bera þessi efni inn í höfnina. Þar mun þá flóð vera aðalástæða vandans því það ber með sér sand og ösku inn að innstu kimum hafnarinnar Lausnin byggir á því að nýta sér sömu öfl til að beina sandinum og öskunni aftur út til sjávar. Að lokum hverju að flæði hefst útflæði sem í tilfelli Landeyjahafnar felur í sér nánast sömu krafta og innflæðið bar með sér en ástæða þess að sjórinn ekki ber með sér sandinn aftur út er einfaldlega sú að sandurinn og askan ná að setjast á þeim tíma sem líður milli flóðs og fjöru sem veldur því að útfallstraumurinn ekki nær að hreyfa við þeim setlögum sem myndast við sérhvert innflæði sjávar. Til þess að notast megi við útflæði sjávar þ.e.a.s. þegar fjarar út þarf þess vegna að koma hreyfingu á þau setlög sem safnast hafa upp í höfninni og til þess þarf að nota utanaðkomandi vatnsafl gegnum háþrýstislöngur sem settar eru upp á völdum stöðum og þeim beint í átt að mynni hafnarinnar. Með að beina háþrýstivatnsstraumi á setlögin þyrlast sá sandur og aska sem safnast hefur upp að nýju og berst með útfallinu aftur út úr höfninni og er það þá tvennt afgerandi hvernig tekst til. Annarsvegar hversu háan þrísting er hægt að skapa í hverri háþrýstislöngu fyrir sig eða saman í neti og svo hins vegar hversu langt út fyrir hafnarmynnið þarf að halda hreyfingu á þeim massa sands og ösku sem nægði til að austanstraumurinn taki við og beri sandinn/öskuna vestur með ströndinni. Vandi er að finna vatn fyrir utan höfnina sem gæti komið að notum nema í Markarfljót sem er bófinn í þessu drama og rennur þar hjá í skammri fjarlægð en eins og menn vita er vatnið gruggugt og því orkar það tvímælis hversu áhrifaríkt það væri að notast við en ég tel að það sé þó vel gerandi. T.d. væri mögulegt að byggja smá lón ofar í farveginum og þar leyfa gruggugu vatninu að setjast um stund áður en því er hleypt í hreinsikerfið í höfninni. Hæðarmunurinn sem mætti skapa nálgast 20 metra og gæfi það nægan þrýsting að því að ég tel til langtíma hreinsiáforma. Annarsvegar má mögulega finna vatn í bergvatnsá sem rennur vestan við veginn niður að höfninni en hún er vatnslítil og leggur og frýs að vetri þegar vatnsins er mest þörf. Einnig er mögulegt að dæla sjó i þessa aðgerð en ég tel það síður aðlaðandi sökum tæringar af völdum saltsins til lengri tíma auk þess að það hefur í för með sér kostnaði sem auðveldlega er hægt að komast undan fylgi maður þeirri lausn að nota vatn úr Markarfljóti. Aðferðafræðin byggir sem sagt á að nýta sér sjávarföllin til að beina sandinum og öskunni aftur út um hafnarmynnið og láta sjóinn síðan bera efnin burt. Erfitt er að einungis notast við sjó innan hafnarinnar til að nota í hreynsibúnaðinn því það myndi skapa bakflæði sem bæri sand og ösku aftur inn í höfnina jafnvel á meðan háþrýstislöngurnar eru í gangi og því væri best að ná í vatn utan hafnarinnar og með því auka þrýsting á útfallinu með betri hreinsun hverju sinni. Hreinsun hafnarinnar þarf að gera tvisvar sinnum daglega við útflæði og má þá vinna smátt og smátt að tæmingu hafnarinnar af sandi og ösku og hreinsa hana vel og síðan halda við því ástandi með notkun búnaðarins og tel ég að þá megi ætla að höfnin verði nothæf og aðgengileg hvern dag sem ekki sjávargangur hindrar aðgengi að höfninni. Stór áhrif á hversu vel þetta tekst er aðgengi að vatni utan hafnar eins og ég nefndi áður og á ég þá við að því meira vatn sem grípa má til í hvert sinn sem á hreinsun stendur því auðveldar er að sinna höfninni og hreinsiþörf hennar. Dæmi um þessa lausn má sjá víða þar sem sandur og aska hreinsast úr farvegi áa og skilur þyngri hluti eftir hreina eins og klöpp, steina og möl. Það er því okkar raun að reyna að endurskapa þátt árinnar innan hafnar og nýta okkur þann árangur sem áin sýnir í frjálsu flæði sínu. Það þarf varla að taka fram að árlegur kostnaður af notkun þessa kerfis er hverfandi miðað við þau útgjöld sem nú eru í gangi og sjálf fjárfestingin líka svo því engar breytinga þar að gera á mannvirkjum þeim sem höfnin er annað en sá tækjabúnaður sem bæta þarf við að frátöldu því lóni sem ég hef áður minnst á. Taka skal fram að hver háþrýstibúnaður sem settur er upp þarf að vera hreyfanlegur að hluta, tel é bæði til og frá og mega snúast um 70-90° að ég tel. Það mun þó betur vera á færi verkfræðinnar að ákveða slíkt sem og margt annað af því sem ég hef bent á. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Tillaga mín byggir á þeim forsendum að vandinn stafi tvíþætt af sandi og ösku sem berst með Markarfljóti niður til sjávar þar sem annarsvegar sjávarföll og hins vegar hegðun sjávar bera þessi efni inn í höfnina. Þar mun þá flóð vera aðalástæða vandans því það ber með sér sand og ösku inn að innstu kimum hafnarinnar Lausnin byggir á því að nýta sér sömu öfl til að beina sandinum og öskunni aftur út til sjávar. Að lokum hverju að flæði hefst útflæði sem í tilfelli Landeyjahafnar felur í sér nánast sömu krafta og innflæðið bar með sér en ástæða þess að sjórinn ekki ber með sér sandinn aftur út er einfaldlega sú að sandurinn og askan ná að setjast á þeim tíma sem líður milli flóðs og fjöru sem veldur því að útfallstraumurinn ekki nær að hreyfa við þeim setlögum sem myndast við sérhvert innflæði sjávar. Til þess að notast megi við útflæði sjávar þ.e.a.s. þegar fjarar út þarf þess vegna að koma hreyfingu á þau setlög sem safnast hafa upp í höfninni og til þess þarf að nota utanaðkomandi vatnsafl gegnum háþrýstislöngur sem settar eru upp á völdum stöðum og þeim beint í átt að mynni hafnarinnar. Með að beina háþrýstivatnsstraumi á setlögin þyrlast sá sandur og aska sem safnast hefur upp að nýju og berst með útfallinu aftur út úr höfninni og er það þá tvennt afgerandi hvernig tekst til. Annarsvegar hversu háan þrísting er hægt að skapa í hverri háþrýstislöngu fyrir sig eða saman í neti og svo hins vegar hversu langt út fyrir hafnarmynnið þarf að halda hreyfingu á þeim massa sands og ösku sem nægði til að austanstraumurinn taki við og beri sandinn/öskuna vestur með ströndinni. Vandi er að finna vatn fyrir utan höfnina sem gæti komið að notum nema í Markarfljót sem er bófinn í þessu drama og rennur þar hjá í skammri fjarlægð en eins og menn vita er vatnið gruggugt og því orkar það tvímælis hversu áhrifaríkt það væri að notast við en ég tel að það sé þó vel gerandi. T.d. væri mögulegt að byggja smá lón ofar í farveginum og þar leyfa gruggugu vatninu að setjast um stund áður en því er hleypt í hreinsikerfið í höfninni. Hæðarmunurinn sem mætti skapa nálgast 20 metra og gæfi það nægan þrýsting að því að ég tel til langtíma hreinsiáforma. Annarsvegar má mögulega finna vatn í bergvatnsá sem rennur vestan við veginn niður að höfninni en hún er vatnslítil og leggur og frýs að vetri þegar vatnsins er mest þörf. Einnig er mögulegt að dæla sjó i þessa aðgerð en ég tel það síður aðlaðandi sökum tæringar af völdum saltsins til lengri tíma auk þess að það hefur í för með sér kostnaði sem auðveldlega er hægt að komast undan fylgi maður þeirri lausn að nota vatn úr Markarfljóti. Aðferðafræðin byggir sem sagt á að nýta sér sjávarföllin til að beina sandinum og öskunni aftur út um hafnarmynnið og láta sjóinn síðan bera efnin burt. Erfitt er að einungis notast við sjó innan hafnarinnar til að nota í hreynsibúnaðinn því það myndi skapa bakflæði sem bæri sand og ösku aftur inn í höfnina jafnvel á meðan háþrýstislöngurnar eru í gangi og því væri best að ná í vatn utan hafnarinnar og með því auka þrýsting á útfallinu með betri hreinsun hverju sinni. Hreinsun hafnarinnar þarf að gera tvisvar sinnum daglega við útflæði og má þá vinna smátt og smátt að tæmingu hafnarinnar af sandi og ösku og hreinsa hana vel og síðan halda við því ástandi með notkun búnaðarins og tel ég að þá megi ætla að höfnin verði nothæf og aðgengileg hvern dag sem ekki sjávargangur hindrar aðgengi að höfninni. Stór áhrif á hversu vel þetta tekst er aðgengi að vatni utan hafnar eins og ég nefndi áður og á ég þá við að því meira vatn sem grípa má til í hvert sinn sem á hreinsun stendur því auðveldar er að sinna höfninni og hreinsiþörf hennar. Dæmi um þessa lausn má sjá víða þar sem sandur og aska hreinsast úr farvegi áa og skilur þyngri hluti eftir hreina eins og klöpp, steina og möl. Það er því okkar raun að reyna að endurskapa þátt árinnar innan hafnar og nýta okkur þann árangur sem áin sýnir í frjálsu flæði sínu. Það þarf varla að taka fram að árlegur kostnaður af notkun þessa kerfis er hverfandi miðað við þau útgjöld sem nú eru í gangi og sjálf fjárfestingin líka svo því engar breytinga þar að gera á mannvirkjum þeim sem höfnin er annað en sá tækjabúnaður sem bæta þarf við að frátöldu því lóni sem ég hef áður minnst á. Taka skal fram að hver háþrýstibúnaður sem settur er upp þarf að vera hreyfanlegur að hluta, tel é bæði til og frá og mega snúast um 70-90° að ég tel. Það mun þó betur vera á færi verkfræðinnar að ákveða slíkt sem og margt annað af því sem ég hef bent á. Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun