Höfuðlaust lík reyndist af morðingja á flótta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2020 15:00 Teikning af Joseph Henry Loveless. Vísir/AP Höfuðlaust lík sem fannst í afskekktum helli í Idaho-ríki í Bandaríkjunum fyrir 40 árum hefur nú verið staðfest sem líkamsleifar útlaga sem myrti eiginkonu sína og sást síðast þegar hann flúði úr fangelsi árið 1916. Lögreglustjórinn í Clarsk-sýslu í Idaho, Bart May, sagði að málið væri til rannsóknar þar sem ekki lægi fyrir hver hefði orðið manninum, sem hét Joseph Henry Loveless, að bana. Lögreglan hafi hins vegar gert einum afkomenda Loveless viðvart um að líkið væri af honum, en sá er 87 ára gamalt barnabarn hans. Þetta dularfulla mál hófst allt saman árið 1979, þegar fjölskylda á veiðum við Buffaló-helli fann líkamsleifar sem vafðar höfðu verið í striga og grafnar í jörðina. Fátt meira kom í ljós í málinu uns árið 1991, þegar ung stúlka í hellakönnunarleiðangri fann afskorna hönd. Í kjölfarið var sett af stað rannsókn, þar sem fleiri hlutar af manninum fundust. Vísindamenn gátu í kjölfarið gert sér nokkurn veginn grein fyrir útliti mannsins, genum og aldri þegar hann lést. Ekki var unnt að segja til um dánarorsök hans, en talið var að lík hans hefði verið skorið í sundur með beittum verkfærum. Á síðasta ári báðu yfirvöld svo John Doe-samtökin um hjálp, en þau sérhæfa sig í genagreiningu líka sem ekki hafa verið borin kennsl á. Eftir að samtökin stigu inn í rannsóknin var unnt að þrengja mögulegan hóp niður og binda við eina fjölskyldu. Eftir frekari rannsóknir þykir ljóst að maðurinn sem um ræðir sé, eins og áður sagði, Joseph Henry Loveless. Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira
Höfuðlaust lík sem fannst í afskekktum helli í Idaho-ríki í Bandaríkjunum fyrir 40 árum hefur nú verið staðfest sem líkamsleifar útlaga sem myrti eiginkonu sína og sást síðast þegar hann flúði úr fangelsi árið 1916. Lögreglustjórinn í Clarsk-sýslu í Idaho, Bart May, sagði að málið væri til rannsóknar þar sem ekki lægi fyrir hver hefði orðið manninum, sem hét Joseph Henry Loveless, að bana. Lögreglan hafi hins vegar gert einum afkomenda Loveless viðvart um að líkið væri af honum, en sá er 87 ára gamalt barnabarn hans. Þetta dularfulla mál hófst allt saman árið 1979, þegar fjölskylda á veiðum við Buffaló-helli fann líkamsleifar sem vafðar höfðu verið í striga og grafnar í jörðina. Fátt meira kom í ljós í málinu uns árið 1991, þegar ung stúlka í hellakönnunarleiðangri fann afskorna hönd. Í kjölfarið var sett af stað rannsókn, þar sem fleiri hlutar af manninum fundust. Vísindamenn gátu í kjölfarið gert sér nokkurn veginn grein fyrir útliti mannsins, genum og aldri þegar hann lést. Ekki var unnt að segja til um dánarorsök hans, en talið var að lík hans hefði verið skorið í sundur með beittum verkfærum. Á síðasta ári báðu yfirvöld svo John Doe-samtökin um hjálp, en þau sérhæfa sig í genagreiningu líka sem ekki hafa verið borin kennsl á. Eftir að samtökin stigu inn í rannsóknin var unnt að þrengja mögulegan hóp niður og binda við eina fjölskyldu. Eftir frekari rannsóknir þykir ljóst að maðurinn sem um ræðir sé, eins og áður sagði, Joseph Henry Loveless.
Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira