Hægagangur á rússneska hagkerfinu Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2025 18:41 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Grigory Sysoyev, Sputnik Stór fyrirtæki í Rússlandi eru að draga saman seglin þar sem dregið hefur úr umsvifum stríðshagkerfisins svo kallaða. Á sama tíma hefur neysla dregist saman í Rússlandi og einnig útflutningur. Ekki er þó verið að segja upp fólki heldur fækka vinnustundum og beita öðrum leiðum til að lækka kostnað. Þykir þetta til marks um aukið álag á hagkerfi Rússlands vegna innrásarinnar í Úkraínu og refsiaðgerða sem ríkið hefur verið beitt vegna hennar. Undanfarin ár hefur hagvöxtur Rússlands að mestu byggst á gífurlegri aukningu í hergagnaframleiðslu en það ástand hefur valdið háum vöxtum. Hagvöxtur hefur dregist verulega saman en í nýjustu drögum að fjárlögum í Rússlandi virðist sem fjárútlát til varnarmála muni dragast lítillega saman á næsta ári. Þá hefur verið til umræðu í Rússlandi að hækka virðisaukaskatt til að auka tekjur ríkisins og fjármagna fjárútlát til varnarmála eins og fram kom í kynningu frá fjármálaráðuneyti Rússlands, samkvæmt frétt CNBC. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Í frétt Reuters, sem byggir á viðtölum við heimildarmenn í Rússlandi, segir að blaðamenn fréttaveitunnar hafi fundið minnst sex stór rússnesk fyrirtæki þar sem búið er að stytta vinnuvikuna. Þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækjanna draga úr launakostnaði án þess að auka atvinnuleysi í Rússlandi. Meðal þessara fyrirtækja er Cemros, stærsta sementfyrirtæki Rússlands, en þar hefur vinnuvikan verið stytt um einn dag vegna samdráttar í byggingargeiranum og aukins innflutnings á sementi frá Kína, Indlandi og Belarús. Fyrirtækið er með um þrettán þúsund starfsmenn í átján verksmiðjum víðsvegar um Rússland. Talsmaður fyrirtækisins sagði í svari við fyrirspurn Reuters að aðgerðirnar séu nauðsynleg krísuviðbrögð. Forsvarsmenn fyrirtækisins búist við því að eftirspurn muni dragast saman um sextíu milljónir tonna af sementi á árinu, sem er sambærilegur samdráttur og í upphafi faraldurs Covid. Svipað víða annarsstaðar Hjá öðrum stærðarinnar fyrirtækjum hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða. Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem er með um sjö hundrað þúsund starfsmenn hafa beðið þá um að taka sér þrjá auka og launalausa frídaga í hverjum mánuði. Þá hefur vinnuvikan verið stytt í fjóra daga hjá þremur stórum bílaframleiðendum, Avtovaz, GAZ og Kamaz. Saman hafa þau um níutíu þúsund starfsmenn. Hjá Alrosa, einu stærsta demantafyrirtæki heims, hafa laun starfsmanna sem vinna ekki í námum verið lækkuð um tíu prósent og að hluta til með styttingu vinnuvikunnar. Svipaðar sögur er að segja af flestum sviðum rússneska hagkerfisins, samkvæmt greiningu Reuters. Í frétt Reuters er vísað í greiningu frá áhrifamiklu rússnesku greiningafyrirtæki, þar sem fram kemur að á þessu ári hafi samdráttur í þeim hluta hagkerfisins sem snýr ekki að hergagnaframleiðslu dregist saman um 5,4 prósent. Þrátt fyrir það er atvinnuleysi í Rússlandi í sögulegu lágmarki, eða 2,1 prósent. Segja stöðnun líklega Alþjóðabankinn varaði við því á dögunum að hagkerfi Rússlands stefndi í stöðnun og gera sérfræðingar stofnunarinnar ráð fyrir því að hagvöxtur þar muni líklega ekki fara yfir eitt prósent á næstu árum. Samkvæmt frétt Moscow Times spáir bankinn 0,9 prósenta hagvexti á þessu ári en spáin var 1,4 prósent í júní. Þá er spáð 0,8 prósentum á næsta ári og einu prósenti árið 2027. Meðal annars er vísað til lækkandi olíuverðs, en olíusala er helsta tekjulind rússneska ríkisins, samdráttar í útflutningi og hárra stýrivaxta. Þar að auki muni skortur á starfsfólki líklega koma niður á framleiðslu í Rússlandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Þykir þetta til marks um aukið álag á hagkerfi Rússlands vegna innrásarinnar í Úkraínu og refsiaðgerða sem ríkið hefur verið beitt vegna hennar. Undanfarin ár hefur hagvöxtur Rússlands að mestu byggst á gífurlegri aukningu í hergagnaframleiðslu en það ástand hefur valdið háum vöxtum. Hagvöxtur hefur dregist verulega saman en í nýjustu drögum að fjárlögum í Rússlandi virðist sem fjárútlát til varnarmála muni dragast lítillega saman á næsta ári. Þá hefur verið til umræðu í Rússlandi að hækka virðisaukaskatt til að auka tekjur ríkisins og fjármagna fjárútlát til varnarmála eins og fram kom í kynningu frá fjármálaráðuneyti Rússlands, samkvæmt frétt CNBC. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Í frétt Reuters, sem byggir á viðtölum við heimildarmenn í Rússlandi, segir að blaðamenn fréttaveitunnar hafi fundið minnst sex stór rússnesk fyrirtæki þar sem búið er að stytta vinnuvikuna. Þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækjanna draga úr launakostnaði án þess að auka atvinnuleysi í Rússlandi. Meðal þessara fyrirtækja er Cemros, stærsta sementfyrirtæki Rússlands, en þar hefur vinnuvikan verið stytt um einn dag vegna samdráttar í byggingargeiranum og aukins innflutnings á sementi frá Kína, Indlandi og Belarús. Fyrirtækið er með um þrettán þúsund starfsmenn í átján verksmiðjum víðsvegar um Rússland. Talsmaður fyrirtækisins sagði í svari við fyrirspurn Reuters að aðgerðirnar séu nauðsynleg krísuviðbrögð. Forsvarsmenn fyrirtækisins búist við því að eftirspurn muni dragast saman um sextíu milljónir tonna af sementi á árinu, sem er sambærilegur samdráttur og í upphafi faraldurs Covid. Svipað víða annarsstaðar Hjá öðrum stærðarinnar fyrirtækjum hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða. Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem er með um sjö hundrað þúsund starfsmenn hafa beðið þá um að taka sér þrjá auka og launalausa frídaga í hverjum mánuði. Þá hefur vinnuvikan verið stytt í fjóra daga hjá þremur stórum bílaframleiðendum, Avtovaz, GAZ og Kamaz. Saman hafa þau um níutíu þúsund starfsmenn. Hjá Alrosa, einu stærsta demantafyrirtæki heims, hafa laun starfsmanna sem vinna ekki í námum verið lækkuð um tíu prósent og að hluta til með styttingu vinnuvikunnar. Svipaðar sögur er að segja af flestum sviðum rússneska hagkerfisins, samkvæmt greiningu Reuters. Í frétt Reuters er vísað í greiningu frá áhrifamiklu rússnesku greiningafyrirtæki, þar sem fram kemur að á þessu ári hafi samdráttur í þeim hluta hagkerfisins sem snýr ekki að hergagnaframleiðslu dregist saman um 5,4 prósent. Þrátt fyrir það er atvinnuleysi í Rússlandi í sögulegu lágmarki, eða 2,1 prósent. Segja stöðnun líklega Alþjóðabankinn varaði við því á dögunum að hagkerfi Rússlands stefndi í stöðnun og gera sérfræðingar stofnunarinnar ráð fyrir því að hagvöxtur þar muni líklega ekki fara yfir eitt prósent á næstu árum. Samkvæmt frétt Moscow Times spáir bankinn 0,9 prósenta hagvexti á þessu ári en spáin var 1,4 prósent í júní. Þá er spáð 0,8 prósentum á næsta ári og einu prósenti árið 2027. Meðal annars er vísað til lækkandi olíuverðs, en olíusala er helsta tekjulind rússneska ríkisins, samdráttar í útflutningi og hárra stýrivaxta. Þar að auki muni skortur á starfsfólki líklega koma niður á framleiðslu í Rússlandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira