Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2025 10:17 José Jeri, forseti þingsins, var sæmdur axlarlindi forseta eftir að Dinu Boluarte var sparkað úr embætti. AP/John Reyes Perúska þingið samþykkti að svipta Dinu Boluarte forseta landsins embætti í dag. Ástæðan er meint getuleysi ríkisstjórnar hennar í að taka á glæpaöldu sem gengur yfir landið. Þingforsetinn tekur við embætti forseta tímabundið í hennar stað. Samþykkt var að rétta yfir Boluarte, sem var fyrsta konan til að gegna embætti forseta Perú, fyrir embættisbrot í gær. Þegar hún lét ekki sjá sig til þess að bera af sér sakir greiddi þingheimur atkvæði um að víkja henni úr embætti þegar í stað, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn nær allra flokka greiddu atkvæði með því að sparka Boluarte úr forsetastóli. Skömmu síðar var José Jeri, forseti þingsins, kjörinn starfandi forseti. Hann á að klára kjörtímabil Boluarte sem rennur út í júlí á næsta ári. Forsetakosningar fara fram í apríl. Dina Boluarte á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í síðasta mánuði.AP/Richard Drew Sjötti forsetinn á innan við áratug Pólitískur óstöðugleiki hefur einkennt Perú undanfarin ár. Boluarte var sjötti forsetinn á innan við áratug en kjörtímabil forseta er fimm ár í Suður-Ameríkulandinu. Þingmenn höfðu átta sinnum áður reynt að úthýsa Boluarte. Aðeins þrjú ár eru frá því að Boluarte tók við forsetaembættinu af Pedro Castillo. Hann var fjarlægður úr embætti eftir tveggja ára valdasetu þegar hann reyndi að leysa þingið upp til að koma í veg fyrir að það greiddi atkvæði um brottvikningu hans. Stjórnartíð Boluarte var plöguð af alls kyns hneykslismálum en glæpir hafa einnig verið stórt vandamál. Rúmlega sex þúsund manns höfðu verið drepnir frá janúar fram í miðjan ágúst en morðtíðnin hefur ekki verið hærri í landinu í átta ár. Þá eru fjárkúganir daglegt brauð. Boluarte kenndi fyrri ríkisstjórnum um vandann vegna þess að þær hefðu hleypt erlendum glæpamönnum óhindrað inn í landið. Perú Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Ollanta Humala, fyrrverandi forseti Perú, og Nadine Heredia, eiginkona hans, voru bæði dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. Humala er annar fyrrverandi forseti Perú sem hlýtur þungan fangelsisdóm á aðeins nokkrum mánuðum. 16. apríl 2025 09:02 Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Samþykkt var að rétta yfir Boluarte, sem var fyrsta konan til að gegna embætti forseta Perú, fyrir embættisbrot í gær. Þegar hún lét ekki sjá sig til þess að bera af sér sakir greiddi þingheimur atkvæði um að víkja henni úr embætti þegar í stað, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn nær allra flokka greiddu atkvæði með því að sparka Boluarte úr forsetastóli. Skömmu síðar var José Jeri, forseti þingsins, kjörinn starfandi forseti. Hann á að klára kjörtímabil Boluarte sem rennur út í júlí á næsta ári. Forsetakosningar fara fram í apríl. Dina Boluarte á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í síðasta mánuði.AP/Richard Drew Sjötti forsetinn á innan við áratug Pólitískur óstöðugleiki hefur einkennt Perú undanfarin ár. Boluarte var sjötti forsetinn á innan við áratug en kjörtímabil forseta er fimm ár í Suður-Ameríkulandinu. Þingmenn höfðu átta sinnum áður reynt að úthýsa Boluarte. Aðeins þrjú ár eru frá því að Boluarte tók við forsetaembættinu af Pedro Castillo. Hann var fjarlægður úr embætti eftir tveggja ára valdasetu þegar hann reyndi að leysa þingið upp til að koma í veg fyrir að það greiddi atkvæði um brottvikningu hans. Stjórnartíð Boluarte var plöguð af alls kyns hneykslismálum en glæpir hafa einnig verið stórt vandamál. Rúmlega sex þúsund manns höfðu verið drepnir frá janúar fram í miðjan ágúst en morðtíðnin hefur ekki verið hærri í landinu í átta ár. Þá eru fjárkúganir daglegt brauð. Boluarte kenndi fyrri ríkisstjórnum um vandann vegna þess að þær hefðu hleypt erlendum glæpamönnum óhindrað inn í landið.
Perú Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Ollanta Humala, fyrrverandi forseti Perú, og Nadine Heredia, eiginkona hans, voru bæði dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. Humala er annar fyrrverandi forseti Perú sem hlýtur þungan fangelsisdóm á aðeins nokkrum mánuðum. 16. apríl 2025 09:02 Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Ollanta Humala, fyrrverandi forseti Perú, og Nadine Heredia, eiginkona hans, voru bæði dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. Humala er annar fyrrverandi forseti Perú sem hlýtur þungan fangelsisdóm á aðeins nokkrum mánuðum. 16. apríl 2025 09:02
Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35
Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39