Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. október 2025 23:16 Trump var harðorður í tilkynningu sinni. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í kvöld að hundrað prósent tollar yrðu lagðar á allar vörur frá Kína. Þessi hundrað prósent sagði hann bætast við þá tolla sem innflytjendur borga þegar fyrir kínverskar vörur. Tilkynningin markar enn aðra stigmögnunina í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína. Ráðamenn í Kína greindu frá því í gærmorgun að nýir og umfangsmeiri tálmar yrðu innleiddir á sölu svokallaðra sjaldgæfra málma og allra vara unninna úr þeim. Slíkir tálmar voru einnig settir á útflutning á liþíumrafhlöðum. Sjaldgæfir málmar og vörur unnar úr þeim eru ómissandi fyrir framleiðslu tækni á borð við heilbrigðistæki, rafbíla og smára sem eru undirstaða raftækni nútímans. „Fordæmalaust“ og „siðlaust“ Í færslu sem Trump birti á samfélagsmiðlum í kvöld sagði hann ákvörðun kínverskra stjórnvalda fordæmalausa og til marks um siðrof í viðskiptum þjóða. Hann sagði Kínverja í raun setja viðskiptatálma á allar vörur sem þar eru framleiddar og meira til. „Þetta hefur áhrif á allar þjóðir, án undantekningar, og var augljóslega skref sem þeir hafa haft í pípunum í mörg ár. Það er algjörlega fordæmalaust í alþjóðaviðskiptum og siðlaust,“ sagði Trump í færslu sinni. Viðskiptatálmar Kínverja á sjaldgæfa málma munu allir hafa tekið gildi fyrsta nóvember næstkomandi og því segir Trump að sín hundrað prósenta álagning á tollum á vörur frá Kína taki einnig gildi þá. Bandaríkin muni samhliða því innliða viðskiptatálma á mikilvægan hugbúnað. Markaðsstaða Kínverja sterk Um sjötíu prósent allra sjaldgæfra málma sem sóttir eru í jörðina eru sóttir í Kína og hátt í níutíu prósent vinnslu á sjaldgæfum málmum fer fram þar í landi. Af því er ljóst að markaðsstaða Kínverja þegar kemur að þessum bráðnauðsynlega þætti nútímalifnaðar er ansi sterk. Vert er að geta þess að þessir tálmar Kínverja eru nauðalíkir svipuðum tálmum Bandaríkjanna er varða útflutning á háþróuðum tölvuflögum til Kína. Donald Trump og Xi Jinping forseti Kína áttu fund eftir rúmar tvær vikur þar sem þeir munu báðir sækja fund Efnahagssamvinnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Suður-Kóreu. Ekki er ljóst hvort af honum verði í ljósi aukinnar hörku í samskiptum forsetanna á milli. Bandaríkin Kína Donald Trump Tengdar fréttir Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Forsvarsmenn bílaframleiðenda og annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn vara við því að bílaframleiðsla gæti stöðvast vegna skorts á sérstökum seglum, sem eru nánast eingöngu framleiddir í Kína. Verksmiðjum gæti verið lokað víða um heim á næstu vikum felli Kínverjar ekki niður tálma á útflutningi þessara segla og sjaldgæfra málma sem notaðir eru við framleiðslu þeirra. 4. júní 2025 10:21 Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína hafa, samkvæmt Donald Trump forseta Bandaríkjanna, gert nýtt samkomulag varðandi viðskipti ríkjanna, vegabréfsáritanir og þá sérstaklega sjaldgæfa málma og segla úr þeim. Viðræður milli ríkjanna hafa átt sér stað í Lundúnum undanfarna daga en deilurnar milli ríkjanna snúa að mestu leyti að tollum og svokölluðum sjaldgæfum málmum. 11. júní 2025 13:48 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Mike Waltz, þingmaður Repúblikanaflokksins og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, segir Grænland mikilvægt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bæði Rússar og Kínverjar væru að láta að sér kveða á norðurslóðum og á Grænlandi mætti þar að auki finna mikið af auðlindum. 9. janúar 2025 09:35 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Ráðamenn í Kína greindu frá því í gærmorgun að nýir og umfangsmeiri tálmar yrðu innleiddir á sölu svokallaðra sjaldgæfra málma og allra vara unninna úr þeim. Slíkir tálmar voru einnig settir á útflutning á liþíumrafhlöðum. Sjaldgæfir málmar og vörur unnar úr þeim eru ómissandi fyrir framleiðslu tækni á borð við heilbrigðistæki, rafbíla og smára sem eru undirstaða raftækni nútímans. „Fordæmalaust“ og „siðlaust“ Í færslu sem Trump birti á samfélagsmiðlum í kvöld sagði hann ákvörðun kínverskra stjórnvalda fordæmalausa og til marks um siðrof í viðskiptum þjóða. Hann sagði Kínverja í raun setja viðskiptatálma á allar vörur sem þar eru framleiddar og meira til. „Þetta hefur áhrif á allar þjóðir, án undantekningar, og var augljóslega skref sem þeir hafa haft í pípunum í mörg ár. Það er algjörlega fordæmalaust í alþjóðaviðskiptum og siðlaust,“ sagði Trump í færslu sinni. Viðskiptatálmar Kínverja á sjaldgæfa málma munu allir hafa tekið gildi fyrsta nóvember næstkomandi og því segir Trump að sín hundrað prósenta álagning á tollum á vörur frá Kína taki einnig gildi þá. Bandaríkin muni samhliða því innliða viðskiptatálma á mikilvægan hugbúnað. Markaðsstaða Kínverja sterk Um sjötíu prósent allra sjaldgæfra málma sem sóttir eru í jörðina eru sóttir í Kína og hátt í níutíu prósent vinnslu á sjaldgæfum málmum fer fram þar í landi. Af því er ljóst að markaðsstaða Kínverja þegar kemur að þessum bráðnauðsynlega þætti nútímalifnaðar er ansi sterk. Vert er að geta þess að þessir tálmar Kínverja eru nauðalíkir svipuðum tálmum Bandaríkjanna er varða útflutning á háþróuðum tölvuflögum til Kína. Donald Trump og Xi Jinping forseti Kína áttu fund eftir rúmar tvær vikur þar sem þeir munu báðir sækja fund Efnahagssamvinnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Suður-Kóreu. Ekki er ljóst hvort af honum verði í ljósi aukinnar hörku í samskiptum forsetanna á milli.
Bandaríkin Kína Donald Trump Tengdar fréttir Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Forsvarsmenn bílaframleiðenda og annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn vara við því að bílaframleiðsla gæti stöðvast vegna skorts á sérstökum seglum, sem eru nánast eingöngu framleiddir í Kína. Verksmiðjum gæti verið lokað víða um heim á næstu vikum felli Kínverjar ekki niður tálma á útflutningi þessara segla og sjaldgæfra málma sem notaðir eru við framleiðslu þeirra. 4. júní 2025 10:21 Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína hafa, samkvæmt Donald Trump forseta Bandaríkjanna, gert nýtt samkomulag varðandi viðskipti ríkjanna, vegabréfsáritanir og þá sérstaklega sjaldgæfa málma og segla úr þeim. Viðræður milli ríkjanna hafa átt sér stað í Lundúnum undanfarna daga en deilurnar milli ríkjanna snúa að mestu leyti að tollum og svokölluðum sjaldgæfum málmum. 11. júní 2025 13:48 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Mike Waltz, þingmaður Repúblikanaflokksins og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, segir Grænland mikilvægt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bæði Rússar og Kínverjar væru að láta að sér kveða á norðurslóðum og á Grænlandi mætti þar að auki finna mikið af auðlindum. 9. janúar 2025 09:35 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Forsvarsmenn bílaframleiðenda og annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn vara við því að bílaframleiðsla gæti stöðvast vegna skorts á sérstökum seglum, sem eru nánast eingöngu framleiddir í Kína. Verksmiðjum gæti verið lokað víða um heim á næstu vikum felli Kínverjar ekki niður tálma á útflutningi þessara segla og sjaldgæfra málma sem notaðir eru við framleiðslu þeirra. 4. júní 2025 10:21
Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína hafa, samkvæmt Donald Trump forseta Bandaríkjanna, gert nýtt samkomulag varðandi viðskipti ríkjanna, vegabréfsáritanir og þá sérstaklega sjaldgæfa málma og segla úr þeim. Viðræður milli ríkjanna hafa átt sér stað í Lundúnum undanfarna daga en deilurnar milli ríkjanna snúa að mestu leyti að tollum og svokölluðum sjaldgæfum málmum. 11. júní 2025 13:48
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Mike Waltz, þingmaður Repúblikanaflokksins og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, segir Grænland mikilvægt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bæði Rússar og Kínverjar væru að láta að sér kveða á norðurslóðum og á Grænlandi mætti þar að auki finna mikið af auðlindum. 9. janúar 2025 09:35