Erlent

Funda um friðar­sátt­mála í Egypta­landi á mánu­dag

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Gasaborg og Sharm El-Sheikh eiga lítið sameiginlegt eftir tvö ár af hryllingi.
Gasaborg og Sharm El-Sheikh eiga lítið sameiginlegt eftir tvö ár af hryllingi. AP

Leiðtogar tuttugu ríkja, þeirra á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti, Abdel Fattah el-Sisi Egyptlandsforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, munu koma saman í strandbænum Sharm El-Sheikh við Rauðahafið til að ræða það hvernig megi binda enda á stríðið á Gasaströndinni.

Fram kemur í tilkynningu frá embætti forseta Egyptalands að síðdegis mánudaginn 13. október fari fram „Friðarfundurinn í Sharm El-Sheikh.“ Abdel Fattah El-Sisi forseti og Trump Bandaríkjaforseti muni sitja fyrir fundinum.

„Leiðtogafundurinn miðar að því að binda enda á stríðið á Gasaströndinni, efla viðleitni til að koma á friði og stöðugleika í Mið-Austurlöndum og hrinda af stað nýju skeiði öryggis og stöðugleika,“ segir í tilkynningu forsetans.

Samkvæmt umfjöllun Reuters hefur Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands staðfest að hann sæki fundinn. Þannig votti hann Bandaríkjaforseta, Egyptum, Katörum og Tyrkjum virðingu sína fyrir að hafa komið vopnahléssamningi í gegn. 

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur einnig gefið út að hann muni sækja fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×