Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2025 14:21 Þetta áttu að verða fyrstu skipagöng heims. Heimamenn sáu fyrir sér að þau yrðu mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Kystverket Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. „Göngin verða svo dýr að við teljum ábyrgðarlaust að halda áfram með verkefnið,“ sagði Støre í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK. Hann hafði gefið það til kynna í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði að þetta kynni að verða niðurstaðan eftir að fréttir bárust af því að tilboð í verkið reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Carl Court/Getty Images Stórþingið samþykkti skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Núna er upplýst að ný kostnaðaráætlun hljóði upp á 9,4 milljarða króna, eða sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. „Það blasa við okkur stór verkefni á sviði varnarmála, heilbrigðismála og sveitarfélaga. Við verðum að forgangsraða og nýta hverja krónu eins skilvirkt og mögulegt er. Þess vegna segjum við nei við þessu verkefni, sem við teljum ekki réttlæta svo mikil útgjöld,“ sagði Jonas Gahr Støre. Gert var ráð fyrir að göngin yrðu 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket Skipagöngunum, sem hefðu orðið þau fyrstu í heimi, var ætlað að skapa sjófarendum öruggari leið framhjá veðravítinu Stað. NRK segir að frá árinu 1990 séu göngin búin að fara í gegnum tuttugu athuganir og rýniskannanir. Norska siglingamálastofnunin ásamt nærliggjandi sveitarfélögum er sögð búin að verja í undirbúning um 300 milljónum norskra króna, um 3,6 milljörðum íslenskra, í þætti eins skipulagningu, hönnun og fasteigna- og lóðakaup. Undirbúningur útboðs fór á fullt fyrir fjórum árum eftir að Stórþingið veitti skipagöngunum brautargengi. Hér má ímynda sér með hjálp tölvuteikninga hvernig þau hefðu litið út: Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Samgöngur Tengdar fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Sjá meira
„Göngin verða svo dýr að við teljum ábyrgðarlaust að halda áfram með verkefnið,“ sagði Støre í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK. Hann hafði gefið það til kynna í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði að þetta kynni að verða niðurstaðan eftir að fréttir bárust af því að tilboð í verkið reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Carl Court/Getty Images Stórþingið samþykkti skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Núna er upplýst að ný kostnaðaráætlun hljóði upp á 9,4 milljarða króna, eða sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. „Það blasa við okkur stór verkefni á sviði varnarmála, heilbrigðismála og sveitarfélaga. Við verðum að forgangsraða og nýta hverja krónu eins skilvirkt og mögulegt er. Þess vegna segjum við nei við þessu verkefni, sem við teljum ekki réttlæta svo mikil útgjöld,“ sagði Jonas Gahr Støre. Gert var ráð fyrir að göngin yrðu 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket Skipagöngunum, sem hefðu orðið þau fyrstu í heimi, var ætlað að skapa sjófarendum öruggari leið framhjá veðravítinu Stað. NRK segir að frá árinu 1990 séu göngin búin að fara í gegnum tuttugu athuganir og rýniskannanir. Norska siglingamálastofnunin ásamt nærliggjandi sveitarfélögum er sögð búin að verja í undirbúning um 300 milljónum norskra króna, um 3,6 milljörðum íslenskra, í þætti eins skipulagningu, hönnun og fasteigna- og lóðakaup. Undirbúningur útboðs fór á fullt fyrir fjórum árum eftir að Stórþingið veitti skipagöngunum brautargengi. Hér má ímynda sér með hjálp tölvuteikninga hvernig þau hefðu litið út:
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Samgöngur Tengdar fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Sjá meira
Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46
Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30