Liverpool endurtók afrek Eiðs Smára og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 12:00 Sadio Mané, Eiður Smári Guðjohnsen og Patrick Vieira hafa allir leikið heilt ár með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. Samsett/Getty 3. janúar 2019. Í dag er liðið nákvæmlega eitt ár frá því að Liverpool tapaði síðast leik í ensku úrvalsdeildinni. Það gerist ekki á hverjum degi að lið fer í gegn 365 daga í þessari erfiðu deild án þess að tapa leik því Liverpool er aðeins þriðja liðið sem afrekar slíkt. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er þar kominn í hóp með þeim Arsene Wenger og Jose Mourinho. Liverpool lék í gærkvöldi 37. deildarleikinn í röð án þess að tapa en liðið hefur náð í 58 af 60 stigum í boði á þessu tímabili. Tapið á móti Manchester City var á Ethiad leikvanginum 3. janúar í fyrra en City vann leikinn 2-1 þökk sé mörkum frá Sergio Agüero og Leroy Sané. Roberto Firmino hafði jafnaði metin á 64. mínútu en Sané skoraði sigurmarkið átta mínútum síðar. Liverpool are only the third Premier League team in history to go a year unbeaten. Pick your Premier League 'unbeatables' XIhttps://t.co/rBNOqnB1Xvpic.twitter.com/TmR95srE00— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen var í síðasta liðinu sem afrekaði það að spila heilt ár í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Eiður Smári og félagar í Chelsea léku 40 deildarleiki í röð án þess að tapa frá október 2004 til nóvember 2005. Knattspyrnustjóri liðsins þá var Portúgalinn Jose Mourinho. Chelsea þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United 6. nóvember 2005 en United vann 1-0 á Old Trafford þökk sé sigurmarki Darren Fletcher á 31. mínútu. Chelsea hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 1-0 á móti Manchester City á útivelli 16. október 2004. Nicolas Anelka skoraði þá sigurmark City úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Fyrsta liðið til að spila heilt ár án þess að tapa eru methafarnir í Arsenal. Arsenal liðið frá 2003-04 er eina liðið sem lék heilt tímabil í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. Tímabili 2003-04 spilaði Arsemal 38 leiki, fagnaði sigri í 26 þeirra og gerði 12 jafntefli. Arsenal lék alls 49 deildarleiki í röð án þess að tapa sem er ekki aðeins met í ensku úrvalsdeildinni heldur einnig í efstu deild á Englandi. Gamla metið var frá því þegar Nottinghan Forrest lék 42 leiki í röð án þess að tapa undir stjórn Brian Clough undir lok áttunda áratugsins. Arsenal þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United á Old Trafford 24. október 2004 þökk sé mörkum frá Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney. Arsenal hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 3-2 á móti Leeds United á Highbury 4. maí 2003. Ástralinn Mark Viduka skoraði þá sigurmarkið á 88. mínútu en Arsenal hafði tvisvar jafnað metin í leiknum. Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
3. janúar 2019. Í dag er liðið nákvæmlega eitt ár frá því að Liverpool tapaði síðast leik í ensku úrvalsdeildinni. Það gerist ekki á hverjum degi að lið fer í gegn 365 daga í þessari erfiðu deild án þess að tapa leik því Liverpool er aðeins þriðja liðið sem afrekar slíkt. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er þar kominn í hóp með þeim Arsene Wenger og Jose Mourinho. Liverpool lék í gærkvöldi 37. deildarleikinn í röð án þess að tapa en liðið hefur náð í 58 af 60 stigum í boði á þessu tímabili. Tapið á móti Manchester City var á Ethiad leikvanginum 3. janúar í fyrra en City vann leikinn 2-1 þökk sé mörkum frá Sergio Agüero og Leroy Sané. Roberto Firmino hafði jafnaði metin á 64. mínútu en Sané skoraði sigurmarkið átta mínútum síðar. Liverpool are only the third Premier League team in history to go a year unbeaten. Pick your Premier League 'unbeatables' XIhttps://t.co/rBNOqnB1Xvpic.twitter.com/TmR95srE00— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen var í síðasta liðinu sem afrekaði það að spila heilt ár í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Eiður Smári og félagar í Chelsea léku 40 deildarleiki í röð án þess að tapa frá október 2004 til nóvember 2005. Knattspyrnustjóri liðsins þá var Portúgalinn Jose Mourinho. Chelsea þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United 6. nóvember 2005 en United vann 1-0 á Old Trafford þökk sé sigurmarki Darren Fletcher á 31. mínútu. Chelsea hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 1-0 á móti Manchester City á útivelli 16. október 2004. Nicolas Anelka skoraði þá sigurmark City úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Fyrsta liðið til að spila heilt ár án þess að tapa eru methafarnir í Arsenal. Arsenal liðið frá 2003-04 er eina liðið sem lék heilt tímabil í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. Tímabili 2003-04 spilaði Arsemal 38 leiki, fagnaði sigri í 26 þeirra og gerði 12 jafntefli. Arsenal lék alls 49 deildarleiki í röð án þess að tapa sem er ekki aðeins met í ensku úrvalsdeildinni heldur einnig í efstu deild á Englandi. Gamla metið var frá því þegar Nottinghan Forrest lék 42 leiki í röð án þess að tapa undir stjórn Brian Clough undir lok áttunda áratugsins. Arsenal þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United á Old Trafford 24. október 2004 þökk sé mörkum frá Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney. Arsenal hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 3-2 á móti Leeds United á Highbury 4. maí 2003. Ástralinn Mark Viduka skoraði þá sigurmarkið á 88. mínútu en Arsenal hafði tvisvar jafnað metin í leiknum.
Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira