Enski boltinn

Rashford nálgast Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford spilar ekki fyrir Manchester United á meðan Ruben Amorim ræður þar ríkjum.
Marcus Rashford spilar ekki fyrir Manchester United á meðan Ruben Amorim ræður þar ríkjum. Getty/Ash Donelon

Barcelona er að vinna markvisst að því að fá enska framherjann Marcus Rashford frá Manchester United. Nú lítur út fyrir að það sé að bera árangur.

The Athletic segir að Barcelona hafi gert United tilboð um að fá Rashford á láni næsta tímabil með möguleika á það kaupa hann í framhaldinu.

Samkvæmt David Ornstein hjá Athletic þá er United búið að samþykkja þessa útfærslu en það á þó enn eftir að ganga frá samningnum.

Félögin ræða nú saman um lokaútfærslu en það lítur út fyrir að Rashford spili með Barcelona 2025-26 tímabilið.

Rashford var settur út í kuldann hjá Ruben Amorim þegar hann tók við hjá United. Hann var lánaður til Aston Villa á síðustu leiktíð.

United ætlaði að selja Rashford í sumar en hefur ekki fengið neitt tilboð. Þess vegna er félagið tilbúið að senda hann aftur í burtu á láni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×