Enski boltinn

Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Þetta verður fyrsti leikur Liverpool eftir fráfall Diogo Jota.
Þetta verður fyrsti leikur Liverpool eftir fráfall Diogo Jota. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty

Liverpool spilar sinn fyrsta leik í dag eftir fráfall Diogo Jota er liðið tekur á móti Stefáni Teit og félögum í Preston í vináttuleik.

Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur sagt leikmönnum sínum að vera þeir sjálfir og að hann geri engar kröfur á þá. „Ef við viljum hlæja, hlæjum við. Ef við viljum gráta, grátum við.

Ef þeir vilja æfa, geta þeir æft. Ef þeir vilja það ekki, þurfa þeir það ekki. Vertu þú sjálfur, ekki halda að þú þurfir að vera öðruvísi en tilfinningarnar segja þér að vera,“ sagði Slot.

Dagskráin á leiknum

Það verða nokkrir hlutir gerðir til að heiðra minningu Jota í leiknum á eftir:

Stuðningsmannalag Liverpool You'll Never Walk Alone verður spilað.

Preston mun leggja kransa hjá stuðningsmönnum.

Mínútu þögn verður fyrir leikinn.

Allir leikmenn vallarins verða með svört sorgarbönd um handlegginn.

Útbúinn hefur verið sérstakur bæklingur fyrir leikinn sem heiðrar bæði Jota og bróðir hans Andre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×