Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2025 23:00 Jón Daði í leik með Burton á síðustu leiktíð. James Baylis/Getty Images Jón Daði Böðvarsson lék með enska C-deildarliðinu Burton Albion síðari hluta síðasta tímabils. Er hann stór ástæða þess að liðið féll ekki. Félagið, sem er að hluta til í eigu Íslendinga, er nú undir rannsókn vegna þess ótrúlega fjölda leikmanna sem gengu til liðs við það síðasta sumar. Landsliðsframherjinn fyrrverandi samdi nýverið við Selfoss, uppeldisfélag sitt, eftir meira en áratug í atvinnumennsku. Jón Daði lék síðast með Burton Albion en þar skoraði hann fimm mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu í aðeins 13 leikjum. Innkoma hans í liðið hjálpaði liðinu að klífa upp úr fallsæti og halda sæti sínu í League One eða C-deildinni á Englandi. Breska ríkisútvarpið greinir nú frá því að félagið sé í vandræðum vegna virkni þess á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Fyrr sama sumar tók NFG, Nordic Football Group, yfir félagið. Í eigendahópi félagsins eru alls sex Íslendingar. Þar á meðal eru hjónin Ólafur Páll Snorrason og Hrafnhildur Eymundsdóttir, sem bæði voru í knattspyrnu á sínum tíma. Þá var Bendik Hareide, sonur Åge Hareide – fyrrverandi þjálfara íslenska karlalandsliðsins, um tíma yfirmaður íþróttamála hjá félaginu en hann sagði starfi sínu lausu í janúar á þessu ári. NFG heimtaði að tekið yrði til í leikmannahópi Burton og því voru 23 leikmenn fengnir inn síðasta sumar. Er það met á Bretlandseyjum er kemur að fjölda nýrra leikmanna í einum félagaskiptaglugga. Enska knattspyrnusambandið hefur áhyggjur af hversu margir utanaðkomandi aðilar komu að félagskiptunum. Sem stendur nær rannsókn sambandsins aðeins til gluggans síðasta sumar og hefur því engin áhrif á hvort leikmenn gangi til liðs við það í dag. Jón Daði skrifaði undir hjá Burton þann 16. janúar síðastliðinn þegar liðið sat sem fastast í fallsæti. Það birti til eftir að Selfyssingurinn mætti á svæðið. Samningur hans rann út í sumar og ákvað hann í kjölfarið að halda heim á leið þrátt fyrir að Burton hafi viljað bjóða honum nýjan samning. BBC greindi frá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Landsliðsframherjinn fyrrverandi samdi nýverið við Selfoss, uppeldisfélag sitt, eftir meira en áratug í atvinnumennsku. Jón Daði lék síðast með Burton Albion en þar skoraði hann fimm mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu í aðeins 13 leikjum. Innkoma hans í liðið hjálpaði liðinu að klífa upp úr fallsæti og halda sæti sínu í League One eða C-deildinni á Englandi. Breska ríkisútvarpið greinir nú frá því að félagið sé í vandræðum vegna virkni þess á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Fyrr sama sumar tók NFG, Nordic Football Group, yfir félagið. Í eigendahópi félagsins eru alls sex Íslendingar. Þar á meðal eru hjónin Ólafur Páll Snorrason og Hrafnhildur Eymundsdóttir, sem bæði voru í knattspyrnu á sínum tíma. Þá var Bendik Hareide, sonur Åge Hareide – fyrrverandi þjálfara íslenska karlalandsliðsins, um tíma yfirmaður íþróttamála hjá félaginu en hann sagði starfi sínu lausu í janúar á þessu ári. NFG heimtaði að tekið yrði til í leikmannahópi Burton og því voru 23 leikmenn fengnir inn síðasta sumar. Er það met á Bretlandseyjum er kemur að fjölda nýrra leikmanna í einum félagaskiptaglugga. Enska knattspyrnusambandið hefur áhyggjur af hversu margir utanaðkomandi aðilar komu að félagskiptunum. Sem stendur nær rannsókn sambandsins aðeins til gluggans síðasta sumar og hefur því engin áhrif á hvort leikmenn gangi til liðs við það í dag. Jón Daði skrifaði undir hjá Burton þann 16. janúar síðastliðinn þegar liðið sat sem fastast í fallsæti. Það birti til eftir að Selfyssingurinn mætti á svæðið. Samningur hans rann út í sumar og ákvað hann í kjölfarið að halda heim á leið þrátt fyrir að Burton hafi viljað bjóða honum nýjan samning. BBC greindi frá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira