Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2025 15:38 Smilla Holmberg var algjörlega niðurbrotin eftir vítaklúðrið en hún er aðeins átján ára gömul og á sínu fyrsta stórmóti á ferlinum. Getty/EyesWideOpen Hin átján ára gamla Smilla Holmberg var skúrkurinn þegar sænska kvennalandsliðið datt út á Evrópumótinu í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni. Svíar voru svo nálægt því að komast í undanúrslitin en þær sænsku misstu niður tveggja marka forskot í leiknum sjálfum og þrjú af fimm klúðrum þeirra í vítakeppninni var þegar mark hefði tryggt þeim sæti í undanúrslitum. Holmberg fór á vítapunktinn í sjöundu spyrnu þegar hún varð að skora til að halda sænska liðinu á lífi í vítakeppninni en hún skaut þá yfir. Hún var sú fimmta í liðinu sem klikkaði á víti en það var hennar klikk sem réði þó endanlega úrslitum. @Sportbladet Hún brotnaði algjörlega niður í kjölfarið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Nú hefur Smilla Holmberg tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega. „Það greip mann svo mikill tómleikatilfinning að þetta skildi ekki hafa farið eins og ég og allir sáum fyrir okkur. Mér fannst við geta gert svo miklu meira á þessu móti,“ sagði Smilla Holmberg við P4 Stockholm. „Þetta var sorgleg leið til að detta úr leik og auðvitað eru það gríðarleg vonbrigði að ég skuli hafa klikkað á vítaspyrnunni. Það mun taka langan tíma að melta þetta,“ sagði Smilla. „Auðvitað mun ég samt taka víti aftur. Að þora að taka þá ábyrgð er hluti af því að verða góður fótboltamaður. Þetta er hluti af því að læra og þroskast sem leikmaður og manneskja,“ sagði Smilla. Hún hefur fengið mikinn stuðning eftir þetta erfiða kvöld og fékk meðal annars skilaboð frá sænsku goðsögninni Zlatan Ibrahimovic. „Hann hefur verið fyrirmyndin mín allt mitt líf eða alveg síðan ég var smástelpa. Það er frábært að svo margir, og þar á meðal hann, hafa sent mér skilaboð. Ég er þakklát fyrir það því það skiptir miklu máli,“ sagði Smilla. EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30 Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18 „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Svíar voru svo nálægt því að komast í undanúrslitin en þær sænsku misstu niður tveggja marka forskot í leiknum sjálfum og þrjú af fimm klúðrum þeirra í vítakeppninni var þegar mark hefði tryggt þeim sæti í undanúrslitum. Holmberg fór á vítapunktinn í sjöundu spyrnu þegar hún varð að skora til að halda sænska liðinu á lífi í vítakeppninni en hún skaut þá yfir. Hún var sú fimmta í liðinu sem klikkaði á víti en það var hennar klikk sem réði þó endanlega úrslitum. @Sportbladet Hún brotnaði algjörlega niður í kjölfarið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Nú hefur Smilla Holmberg tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega. „Það greip mann svo mikill tómleikatilfinning að þetta skildi ekki hafa farið eins og ég og allir sáum fyrir okkur. Mér fannst við geta gert svo miklu meira á þessu móti,“ sagði Smilla Holmberg við P4 Stockholm. „Þetta var sorgleg leið til að detta úr leik og auðvitað eru það gríðarleg vonbrigði að ég skuli hafa klikkað á vítaspyrnunni. Það mun taka langan tíma að melta þetta,“ sagði Smilla. „Auðvitað mun ég samt taka víti aftur. Að þora að taka þá ábyrgð er hluti af því að verða góður fótboltamaður. Þetta er hluti af því að læra og þroskast sem leikmaður og manneskja,“ sagði Smilla. Hún hefur fengið mikinn stuðning eftir þetta erfiða kvöld og fékk meðal annars skilaboð frá sænsku goðsögninni Zlatan Ibrahimovic. „Hann hefur verið fyrirmyndin mín allt mitt líf eða alveg síðan ég var smástelpa. Það er frábært að svo margir, og þar á meðal hann, hafa sent mér skilaboð. Ég er þakklát fyrir það því það skiptir miklu máli,“ sagði Smilla.
EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30 Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18 „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30
Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18
„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti