Enski boltinn

Will Ferrell stal at­hyglinni frá daufum leik Man.United í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Will Ferrell sést hér í stúkunni á leik Manchester United og Leeds United í Stokkhólmi í gær.
Will Ferrell sést hér í stúkunni á leik Manchester United og Leeds United í Stokkhólmi í gær. Getty/Linnea Rheborg

Manchester United og Leeds United gerðu markalaust jafntefli í gær í vináttuleik í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bæði liðin eru að undirbúa sig fyrir ensku úrvalsdeildina.

Ekki var boðið upp á mikið í leiknum sjálfum og það var maður á áhorfendapöllunum stal fyrirsögnunum í sænsku fjölmiðlunum.

@Sportbladet

Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell mætti nefnilega á leikinn og var vel fagnað þegar hann kom upp á stóra skjáinn. Aftonbladet segir frá.

Hinn 58 ára gamli Ferrell er heimsfrægur fyrir hlutverk sín í vinsælum myndum eins og „Anchorman“, „Elf“ og „Step Brothers“.

Það var ekki eintóm tilviljun að leikarinn var staddur í Svíþjóð í sumarfríi.

Hann er giftur hinni sænsku Viveca Paulin og þau eiga þrjú börn saman.

Ferrell mætti á leikinn í bol sem á stóð: Ég elska Gnesta. Gnesta er bær nálægt sumarhúsi Ferrell og fjölskyldu hans í Svíþjóð.

Ferrell er líka tengdur öðru félaginu því ári síðan fjárfesti hann áfram öðrum Bandaríkjamönnum í Leeds United. Hann var því mættur til að styðja sitt lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×