Enski boltinn

Manchester United á tvenn af þrennum verstu leik­manna­kaupum ára­tugarins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexis Sanchez upplifði erfiða tíma hjá Manchester United.
Alexis Sanchez upplifði erfiða tíma hjá Manchester United. Getty/Shaun Botterill

Nú þegar nýr áratugur gengur í garð eru menn duglegir að gera upp síðustu tíu ár. Þar á meðal hafa menn komist að því hver séu verstu leikmannakaup ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta frá 2010 til 2019.

Sá listi frá GiveMeSport kemur ekkert alltof vel út fyrir lið Manchester United sem á tvö af þremur verstu leikmannakaupum áratugarins og alls fjögur inn á topp tíu.

Verstu leikmannakaup áratugarins eru í raun leikmannaskipti. Það er þegar Manchester United fékk Alexis Sanchez frá Arsenal. Alexis Sanchez var ein af stórstjörnum ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann spilaði með Arsenal en var algjörlega heillum horfinn í búningi Manchester United.



Barcelona á næstverstu kaupin eða þegar félagið borgaði Liverpool 102 milljónir punda fyrir Philippe Coutinho. Liverpool nýtti þessa peninga til að kaupa öfluga leikmenn eins og þá Allison og Virgil van Dijk.

Manchester United er einnig í þriðja sætið frá því að félagið borgaði Real Madrid 59,7 milljónir punda fyrir Argentínumanninn Ángel Di María. Di María náði sér ekki á strik á Old Trafford og var farinn Paris Saint-Germain til innan árs.

Manchester United á líka mennina í sjötta og níunda sæti. Félagið borgaði portúgalska félaginu Vitoria 7,4 milljónir punda fyrir Bebe árið 2010 og keypti Memphis Depay á 31 milljón punda frá PSV Eindhoven árið 2015.

Það er aðeins eitt annað enskt félag sem kemst á þennan lista en það er lið Chelsea fyrir kaup sína á Danny Drinkwater frá Leicester City árið 2017.

Hin liðin sem komast á þennan óvinsæla lista eru Barcelona (2 sinnum), Atletico Madrid, AC Milan og Paris Saint-Germain.

Tíu verstu leikmannakaupin frá 2010 til 2019:

10) Paco Alcacer | Valencia til Barcelona (2016) | 25,58 milljónir punda

9) Memphis Depay | PSV til Manchester United (2015) | 31 milljón punda

8) Thomas Lemar | Mónakó til Atletico Madrid (2018) | 51 milljón punda

7) Neymar | Barcelona til Paris Saint-Germain (2017) | 189 milljónir punda

6) Bebe | Vitoria til Manchester United (2010) | 7,4 milljónir punda

5) Danny Drinkwater | Leicester City til Chelsea (2017) | 35 milljónir punda

4) Leonardo Bonucci | Juventus til AC Milan (2017) | 35 milljónir punda

3) Angel Di Maria | Real Madrid til Manchester United (2014) | 59,7 milljónir punda

2) Philippe Coutinho | Liverpool til Barcelona (2018) | 102 milljónir punda

1) Alexis Sanchez | Arsenal til Manchester United (2018) | Leikmannaskipti

Það má finna meira um þessu slæmu kaup með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×