Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2020 09:34 Búningarnir sem um ræðir. Mynd/Delta Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni.CNN greinir frá og segir að í stefnunni sé því haldið fram að búningarnir, sem aðallega eru í notkun á meðal flugliða félagsins, ógni heilsu starfsmanna flugfélagsins. Þannig hafi starfsmenn sem þurft að hafa klæðast búningunum í vinnunni frá árinu 2018 glímt við raddbandarvandamál, öndunarerfiðleika, útbrot, skerta sjón, blóðnasir og síþreytu, svo dæmi séu tekin. Flestir af þeim sem koma að stefnunni eru flugfreyjur að sögn lögmanns hópsins sem segir að í viðbót við þessa 500 sem standa að stefnunni hafi aðrir 500 starfsmenn flugfélagsins kvartað yfir búningunum. Þá séu um sex þúsund meðlimir í Facebook-hóp þar sem vandamál tengd búningunum eru rædd.Í stefnunni segir að samkvæmt rannsókn sem stefnendur létu framkvæma á búningunum komi fram að fundist hafi hærri en leyfileg gildi af ýmsum efnum og þungmálmum, þar á meðal kvikasilfri.Stefnan beinist sem fyrr segir að fataframleiðandanum sem framleiðir búningana, en ekki flugfélaginu, sem segist telja að búningarnir séu öruggir. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni.CNN greinir frá og segir að í stefnunni sé því haldið fram að búningarnir, sem aðallega eru í notkun á meðal flugliða félagsins, ógni heilsu starfsmanna flugfélagsins. Þannig hafi starfsmenn sem þurft að hafa klæðast búningunum í vinnunni frá árinu 2018 glímt við raddbandarvandamál, öndunarerfiðleika, útbrot, skerta sjón, blóðnasir og síþreytu, svo dæmi séu tekin. Flestir af þeim sem koma að stefnunni eru flugfreyjur að sögn lögmanns hópsins sem segir að í viðbót við þessa 500 sem standa að stefnunni hafi aðrir 500 starfsmenn flugfélagsins kvartað yfir búningunum. Þá séu um sex þúsund meðlimir í Facebook-hóp þar sem vandamál tengd búningunum eru rædd.Í stefnunni segir að samkvæmt rannsókn sem stefnendur létu framkvæma á búningunum komi fram að fundist hafi hærri en leyfileg gildi af ýmsum efnum og þungmálmum, þar á meðal kvikasilfri.Stefnan beinist sem fyrr segir að fataframleiðandanum sem framleiðir búningana, en ekki flugfélaginu, sem segist telja að búningarnir séu öruggir.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira