Þetta reddast ekki ... án aðgerða! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 8. janúar 2020 12:00 Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Stjórnendur, yfirlæknar og framkvæmdastjóri hafa lýst áhyggjum af ástandinu og málað það svo sterkum litum að fyrir utanaðkomandi er ekki hægt að skilja orð þeirra öðruvísi en mjög sterkt ákall eftir aðgerðum. Krabbameinsfélagið getur ekki annað en tekið heilshugar undir þær áhyggjur sem komið hafa fram. Ég tel víst að mjög mikið þurfi til að stjórnendur stígi fram á þann hátt sem þeir hafa gert. Augljóst er að þeim er nóg boðið. Þegar þeir sem standa í brúnni lýsa yfir kvíða fyrir vetrinum er auðvelt að gera sér í hugarlund líðan eða vanlíðan samstarfsfólks þeirra sem sinnir sjúklingum alla daga. Staðreyndin er sú að heilbrigðisstarfsfólk er að kikna undan viðvarandi álagi. Við það verður ekki búið. Þá er ónefnt það álag og óöryggi sem staðan veldur hjá þeim sjúklingum og aðstandendum sem eru háðir sérhæfðri þjónustu og bráðaþjónustu. Óöryggi og vantraust á það kerfi sem á að vera hægt að reiða sig á er heilsuspillandi út af fyrir sig. Krabbameinssjúklingar þurfa sérhæfða meðferð sem oft gengur mjög nærri þeim og hefur áhrif á alla sem standa þeim næst. Þeim er nauðsynlegt að geta gengið að öruggri þjónustu ef eitthvað kemur upp á. Sjúklingarnir þurfa gott aðgengi að sérhæfðri þjónustu sem í langflestum tilfellum er veitt á Landspítala og mikilvægt er að brugðist sé hratt og vel við. Biðtími á bráðamóttöku er óheyrilega langur og fólk er jafnvel útskrifað án fullnægjandi úrlausna eða viðeigandi úrræða. Í þessari stöðu eykst álag á sjúklinga og aðstandendur enn frekar. Þetta ástand er algerlega óviðunandi. Ástandið á ekki að koma á óvart. Auknum fjölda ferðamanna fyrir nokkrum árum fylgdi viðbótarálag á heilbrigðiskerfið. Sama á við um breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Íslenska þjóðin er ekki veikari en áður en hún er að eldast, sem skapar aukna þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvort tveggja hefur legið fyrir lengi. Staðan í dag er löngu fyrirséð, án þess að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða. Hér þarf raunverulegar, skipulagðar og fjármagnaðar langtímaaðgerðir, skyndilausnir eru sjaldnast góðar. Tímabundnar skyndilausnir geta hins vegar verið nauðsynlegar á meðan verið er að útfæra varanlegri lausnir. Ekki verður annað séð en að staðan sé þannig núna. Fólk verður að geta gengið að öruggri þjónustu í dag og alla daga. Það krefst án efa fjölbreyttra lausna en þær verður að finna, smáar og stórar. Við erum komin langt fram yfir að geta treyst á að ástandið reddist, sem okkur er annars tamt að gera. Nú verða stjórnvöld að standa með fólkinu í landinu, bretta upp ermar og gera það sem gera þarf. Tími alvöru aðgerða er runninn upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Stjórnendur, yfirlæknar og framkvæmdastjóri hafa lýst áhyggjum af ástandinu og málað það svo sterkum litum að fyrir utanaðkomandi er ekki hægt að skilja orð þeirra öðruvísi en mjög sterkt ákall eftir aðgerðum. Krabbameinsfélagið getur ekki annað en tekið heilshugar undir þær áhyggjur sem komið hafa fram. Ég tel víst að mjög mikið þurfi til að stjórnendur stígi fram á þann hátt sem þeir hafa gert. Augljóst er að þeim er nóg boðið. Þegar þeir sem standa í brúnni lýsa yfir kvíða fyrir vetrinum er auðvelt að gera sér í hugarlund líðan eða vanlíðan samstarfsfólks þeirra sem sinnir sjúklingum alla daga. Staðreyndin er sú að heilbrigðisstarfsfólk er að kikna undan viðvarandi álagi. Við það verður ekki búið. Þá er ónefnt það álag og óöryggi sem staðan veldur hjá þeim sjúklingum og aðstandendum sem eru háðir sérhæfðri þjónustu og bráðaþjónustu. Óöryggi og vantraust á það kerfi sem á að vera hægt að reiða sig á er heilsuspillandi út af fyrir sig. Krabbameinssjúklingar þurfa sérhæfða meðferð sem oft gengur mjög nærri þeim og hefur áhrif á alla sem standa þeim næst. Þeim er nauðsynlegt að geta gengið að öruggri þjónustu ef eitthvað kemur upp á. Sjúklingarnir þurfa gott aðgengi að sérhæfðri þjónustu sem í langflestum tilfellum er veitt á Landspítala og mikilvægt er að brugðist sé hratt og vel við. Biðtími á bráðamóttöku er óheyrilega langur og fólk er jafnvel útskrifað án fullnægjandi úrlausna eða viðeigandi úrræða. Í þessari stöðu eykst álag á sjúklinga og aðstandendur enn frekar. Þetta ástand er algerlega óviðunandi. Ástandið á ekki að koma á óvart. Auknum fjölda ferðamanna fyrir nokkrum árum fylgdi viðbótarálag á heilbrigðiskerfið. Sama á við um breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Íslenska þjóðin er ekki veikari en áður en hún er að eldast, sem skapar aukna þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvort tveggja hefur legið fyrir lengi. Staðan í dag er löngu fyrirséð, án þess að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða. Hér þarf raunverulegar, skipulagðar og fjármagnaðar langtímaaðgerðir, skyndilausnir eru sjaldnast góðar. Tímabundnar skyndilausnir geta hins vegar verið nauðsynlegar á meðan verið er að útfæra varanlegri lausnir. Ekki verður annað séð en að staðan sé þannig núna. Fólk verður að geta gengið að öruggri þjónustu í dag og alla daga. Það krefst án efa fjölbreyttra lausna en þær verður að finna, smáar og stórar. Við erum komin langt fram yfir að geta treyst á að ástandið reddist, sem okkur er annars tamt að gera. Nú verða stjórnvöld að standa með fólkinu í landinu, bretta upp ermar og gera það sem gera þarf. Tími alvöru aðgerða er runninn upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun