Ríkisstjórnina skortir þrek og þor Jón Steindór Valdimarsson skrifar 11. ágúst 2020 16:15 Ábyrgð þeirra sem gefa sig að stjórnmálum er mikil, ekki síst þeirra sem halda um stjórnartaumana hverju sinni. Að sama skapi standa þau oft frammi fyrir erfiðum og flóknum úrlausnarefnum. Þá skiptir höfuðmáli að hafa góðan skilning á vandanum en ekki síður að markmið og leiðir við lausn hans séu valdar á grunni skýrrar pólitískrar sýnar. Að mælistikan á gæði og skynsemi lausna sé öllum ljós. Samráð og samvinna er aðalsmerki góðra stjórnvalda. Gagnrýni og fjölbreyttum skoðunum á að mæta af virðingu og svara með rökum. Það er ekki við því að búast að allir séu sömu skoðunar. Skynsöm stjórnvöld eiga að hafa burði, þrek og þor til þess að horfast í augu við það. Farsælast er að horfa á heildarmyndina en láta ekki einstaka hluta eða sértæka hagsmuni byrgja sér sýn. Það er miður að ríkisstjórnin virðist ekki þessum kostum búin. Gagnrýni og skoðanir sem falla ekki að skapi hennar eru sagt vera tækifærismennska. Það kann ekki góðr lukku að stýra og sýnir vanmátt en ekki styrk. Það dugar ekki að skýla sér bak við að verkefnin séu erfið og að sumu leyti fordæmalaus og því megi ekki trufla eða gagnrýna. Þvert á móti er á slíkum tímum mikilvægt að hafa sem flesta með í ráðum og leggja hlustir við öllum góðum ráðum. Hætt er við ef þetta verður leiðarstefið í störfum ríkisstjórnarinnar muni veturinn reynast henni erfiður og það mun bitna á okkur öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð þeirra sem gefa sig að stjórnmálum er mikil, ekki síst þeirra sem halda um stjórnartaumana hverju sinni. Að sama skapi standa þau oft frammi fyrir erfiðum og flóknum úrlausnarefnum. Þá skiptir höfuðmáli að hafa góðan skilning á vandanum en ekki síður að markmið og leiðir við lausn hans séu valdar á grunni skýrrar pólitískrar sýnar. Að mælistikan á gæði og skynsemi lausna sé öllum ljós. Samráð og samvinna er aðalsmerki góðra stjórnvalda. Gagnrýni og fjölbreyttum skoðunum á að mæta af virðingu og svara með rökum. Það er ekki við því að búast að allir séu sömu skoðunar. Skynsöm stjórnvöld eiga að hafa burði, þrek og þor til þess að horfast í augu við það. Farsælast er að horfa á heildarmyndina en láta ekki einstaka hluta eða sértæka hagsmuni byrgja sér sýn. Það er miður að ríkisstjórnin virðist ekki þessum kostum búin. Gagnrýni og skoðanir sem falla ekki að skapi hennar eru sagt vera tækifærismennska. Það kann ekki góðr lukku að stýra og sýnir vanmátt en ekki styrk. Það dugar ekki að skýla sér bak við að verkefnin séu erfið og að sumu leyti fordæmalaus og því megi ekki trufla eða gagnrýna. Þvert á móti er á slíkum tímum mikilvægt að hafa sem flesta með í ráðum og leggja hlustir við öllum góðum ráðum. Hætt er við ef þetta verður leiðarstefið í störfum ríkisstjórnarinnar muni veturinn reynast henni erfiður og það mun bitna á okkur öllum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar