Bayern niðurlægði Chelsea Anton Ingi Leifsson skrifar 8. ágúst 2020 20:50 Robert Lewandowski fagnar í kvöld. vísir/getty Bayern München er örugglega komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 4-1 sigur á Chelsea í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitunum. Samanlagt 7-1. Eftir tíu mínútur fengu heimamenn í Bayern vítaspyrnu. Úr henni skoraði Pólverjinn Robert Lewandowski og stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Ivan Perisic forystuna. Callum Hudson-Odoi virtist vera minnka muninn á 28. mínútu en hann var dæmdur rangstæður. Tammy Abraham náði þó að minnka muninn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Corentin Tolisso kom Bayern í 3-1 á 76. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Lewandowski annað mark sitt og fjórða mark Bæjara. Lokatölur 4-1 og samanlagt 7-1 sigur Bæjara. Skellur fyrir þá ensku. Robert Lewandowski has set a new @FCBayernEN club record for most goals in a single CL campaign 13 (in 7 appearances) #UCL pic.twitter.com/ny9AVmXnq0— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 8, 2020 Bayern München mætir Barcelona í átta liða úrslitunum sem hefjast í Portúgal í næstu viku. Meistaradeild Evrópu
Bayern München er örugglega komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 4-1 sigur á Chelsea í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitunum. Samanlagt 7-1. Eftir tíu mínútur fengu heimamenn í Bayern vítaspyrnu. Úr henni skoraði Pólverjinn Robert Lewandowski og stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Ivan Perisic forystuna. Callum Hudson-Odoi virtist vera minnka muninn á 28. mínútu en hann var dæmdur rangstæður. Tammy Abraham náði þó að minnka muninn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Corentin Tolisso kom Bayern í 3-1 á 76. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Lewandowski annað mark sitt og fjórða mark Bæjara. Lokatölur 4-1 og samanlagt 7-1 sigur Bæjara. Skellur fyrir þá ensku. Robert Lewandowski has set a new @FCBayernEN club record for most goals in a single CL campaign 13 (in 7 appearances) #UCL pic.twitter.com/ny9AVmXnq0— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 8, 2020 Bayern München mætir Barcelona í átta liða úrslitunum sem hefjast í Portúgal í næstu viku.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti