Samningsvilji og stuðningur Stefanía Guðrún Halldórsdóttir skrifar 23. júlí 2020 13:25 Viðskiptasamband Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík hefur staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur margoft verið tekist á við samningaborðið, en ávallt náðst niðurstaða sem báðir aðilar hafa verið sáttir við. Breytingar hafa verið gríðarmiklar á þessum árum, á síðustu tveimur áratugum hafa álmarkaðir t.d. gjörbreyst. Kínverjar hafa aukið hlutdeild sína úr 10% í 60% og samkeppnin á þeim markaði harðnað að sama skapi. Síðustu mánuðir hafa þó reynst erfiðastir allra, enda hafa álmarkaðir hrunið í kjölfar Covid-faraldursins. Þess vegna bauð Landsvirkjun stórnotendum sínum, þar á meðal álverinu í Straumsvík, tímabundinn afslátt af raforkuverði. Við sjáum sameiginlega hagsmuni í að styðja við mikilvæga viðskiptavini okkar á þessum erfiðu tímum. Álverið í Straumsvík er nú í eigu alþjóðlega stórfyrirtækisins Rio Tinto. Í gær tilkynnti fyrirtækið að það hefði kært Landsvirkjun til íslenskra samkeppnisyfirvalda. Þar vísar Rio Tinto til markaðsráðandi stöðu Landsvirkjunar á íslenskum orkumarkaði og segist ekki geta haldið áfram álframleiðslu hér sé verðlagning orkunnar ekki gagnsæ, sanngjörn og alþjóðlega samkeppnishæf. Þjóðin fái arð af auðlindinni Engum blöðum er um það að fletta að Landsvirkjun er markaðsráðandi fyrirtæki, enda er það langstærsta orkufyrirtæki landsins. Hlutverk fyrirtækisins er að nýta auðlindir þjóðarinnar á sem hagkvæmastan hátt. Í því felst að sjálfsögðu að við höfum þá skyldu að skila þjóðinni arði af auðlindum sínum. Við gerum vissulega allt sem í valdi okkar stendur til að koma til móts við mikilvæga viðskiptavini, en við getum ekki látið íslensku þjóðina niðurgreiða framleiðslukostnað alþjóðlegra stórfyrirtækja. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð, sem á að vera varasjóður verði Ísland fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum, er reiknað með að stærsta framlag í sjóðinn komi frá Landsvirkjun. Þaðan á fé að renna t.d. til uppbyggingar hjúkrunarrýma og uppbyggingar nýsköpunar atvinnuveganna. Þjóðin öll á að hagnast á mikilli fjárfestingu sinni í raforkuvinnslu Landsvirkjunar. Raforkuverðið þarf að vera samkeppnisfært til langs tíma, óháð skammtímasveiflum. Þær sveiflur geta verið mjög krappar, eins og nýjustu dæmi sanna. Í slíkum tilvikum er sjálfsagt að sýna samningsvilja og stuðning og það hefur Landsvirkjun gert. Landsvirkjun tekur heils hugar undir kröfu Rio Tinto um aukið gagnsæi í verðlagningu orkunnar. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Landsvirkjun óskaði formlega eftir því við Rio Tinto að leynd yrði létt af raforkusamningi fyrirtækjanna, svo hægt væri að fjalla opinskátt um ýmis atriði hans. Rio Tinto hefur ekki enn fallist á að aflétta þeirri leynd. Vonandi hefur fyrirtækið nú breytt afstöðu sinni til þeirrar óskar, enda vandséð hvernig hægt er að fjalla efnislega um kæru fyrirtækisins, eigi leyndin áfram að ríkja. Nú sem fyrr er Landsvirkjun reiðubúin að mæta viðskiptavinum sínum við samningaborðið, með fullan skilning á þröngri stöðu þeirra við fordæmalausar aðstæður á markaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Stóriðja Landsvirkjun Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Viðskiptasamband Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík hefur staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur margoft verið tekist á við samningaborðið, en ávallt náðst niðurstaða sem báðir aðilar hafa verið sáttir við. Breytingar hafa verið gríðarmiklar á þessum árum, á síðustu tveimur áratugum hafa álmarkaðir t.d. gjörbreyst. Kínverjar hafa aukið hlutdeild sína úr 10% í 60% og samkeppnin á þeim markaði harðnað að sama skapi. Síðustu mánuðir hafa þó reynst erfiðastir allra, enda hafa álmarkaðir hrunið í kjölfar Covid-faraldursins. Þess vegna bauð Landsvirkjun stórnotendum sínum, þar á meðal álverinu í Straumsvík, tímabundinn afslátt af raforkuverði. Við sjáum sameiginlega hagsmuni í að styðja við mikilvæga viðskiptavini okkar á þessum erfiðu tímum. Álverið í Straumsvík er nú í eigu alþjóðlega stórfyrirtækisins Rio Tinto. Í gær tilkynnti fyrirtækið að það hefði kært Landsvirkjun til íslenskra samkeppnisyfirvalda. Þar vísar Rio Tinto til markaðsráðandi stöðu Landsvirkjunar á íslenskum orkumarkaði og segist ekki geta haldið áfram álframleiðslu hér sé verðlagning orkunnar ekki gagnsæ, sanngjörn og alþjóðlega samkeppnishæf. Þjóðin fái arð af auðlindinni Engum blöðum er um það að fletta að Landsvirkjun er markaðsráðandi fyrirtæki, enda er það langstærsta orkufyrirtæki landsins. Hlutverk fyrirtækisins er að nýta auðlindir þjóðarinnar á sem hagkvæmastan hátt. Í því felst að sjálfsögðu að við höfum þá skyldu að skila þjóðinni arði af auðlindum sínum. Við gerum vissulega allt sem í valdi okkar stendur til að koma til móts við mikilvæga viðskiptavini, en við getum ekki látið íslensku þjóðina niðurgreiða framleiðslukostnað alþjóðlegra stórfyrirtækja. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð, sem á að vera varasjóður verði Ísland fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum, er reiknað með að stærsta framlag í sjóðinn komi frá Landsvirkjun. Þaðan á fé að renna t.d. til uppbyggingar hjúkrunarrýma og uppbyggingar nýsköpunar atvinnuveganna. Þjóðin öll á að hagnast á mikilli fjárfestingu sinni í raforkuvinnslu Landsvirkjunar. Raforkuverðið þarf að vera samkeppnisfært til langs tíma, óháð skammtímasveiflum. Þær sveiflur geta verið mjög krappar, eins og nýjustu dæmi sanna. Í slíkum tilvikum er sjálfsagt að sýna samningsvilja og stuðning og það hefur Landsvirkjun gert. Landsvirkjun tekur heils hugar undir kröfu Rio Tinto um aukið gagnsæi í verðlagningu orkunnar. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Landsvirkjun óskaði formlega eftir því við Rio Tinto að leynd yrði létt af raforkusamningi fyrirtækjanna, svo hægt væri að fjalla opinskátt um ýmis atriði hans. Rio Tinto hefur ekki enn fallist á að aflétta þeirri leynd. Vonandi hefur fyrirtækið nú breytt afstöðu sinni til þeirrar óskar, enda vandséð hvernig hægt er að fjalla efnislega um kæru fyrirtækisins, eigi leyndin áfram að ríkja. Nú sem fyrr er Landsvirkjun reiðubúin að mæta viðskiptavinum sínum við samningaborðið, með fullan skilning á þröngri stöðu þeirra við fordæmalausar aðstæður á markaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar