Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2020 13:55 Bandaríkjastjórn hefur varað við því að kínverska tæknifyrirtækið Huawei komist í lykilstöðu í 5G-væðingu fjarskiptakerfa og telja það geta ógnað þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Huawei og kínversk stjórnvöld hafna því. Vísir/EPA Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. Breskum fjarskiptafyrirtækjum verður bannað að kaupa nýjan Huawei-búnað frá áramótum og þá þurfa þau að losa sig við eldri tæki fyrir árið 2027. Ríkisstjórn Boris Johnson tilkynnti þetta en hún hafði legið undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn að hleypa Huawei ekki að markaðinum við 5G-væðingu fjarskiptanets Bretlands. Bandaríkjastjórn sakar Huawei um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og að tækjabúnaður fyrirtækisins ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Fyrirtækið hafnar þeim ásökunum. Í yfirlýsingu vegna ákvörðunar Breta segjast stjórnvöld í Beijing „harðlega andsnúin“ banninu. „Bretland hefur notað rakalausa ógn sem afsökun til að vinna með Bandaríkjunum að því að brjóta viðeigandi skuldbindingar sem Bretland hefur gengist undir,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Fullyrti hún að ákvarðanir Breta ættu eftir að kosta sitt án þess að skýra betur hvað í þeirri hótun fælist. Huiyao Wang, ráðgjafi kínverskra stjórnvalda, sagði breska ríkisútvarpinu BBC að bannið gæti haft áhrif á fjárfestingar Kínverja í Bretlandi. „Þetta á líklega eftir að hafa mjög neikvæðar afleiðingar,“ sagði hann. Kína Bretland Huawei Tengdar fréttir Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. Breskum fjarskiptafyrirtækjum verður bannað að kaupa nýjan Huawei-búnað frá áramótum og þá þurfa þau að losa sig við eldri tæki fyrir árið 2027. Ríkisstjórn Boris Johnson tilkynnti þetta en hún hafði legið undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn að hleypa Huawei ekki að markaðinum við 5G-væðingu fjarskiptanets Bretlands. Bandaríkjastjórn sakar Huawei um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og að tækjabúnaður fyrirtækisins ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Fyrirtækið hafnar þeim ásökunum. Í yfirlýsingu vegna ákvörðunar Breta segjast stjórnvöld í Beijing „harðlega andsnúin“ banninu. „Bretland hefur notað rakalausa ógn sem afsökun til að vinna með Bandaríkjunum að því að brjóta viðeigandi skuldbindingar sem Bretland hefur gengist undir,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Fullyrti hún að ákvarðanir Breta ættu eftir að kosta sitt án þess að skýra betur hvað í þeirri hótun fælist. Huiyao Wang, ráðgjafi kínverskra stjórnvalda, sagði breska ríkisútvarpinu BBC að bannið gæti haft áhrif á fjárfestingar Kínverja í Bretlandi. „Þetta á líklega eftir að hafa mjög neikvæðar afleiðingar,“ sagði hann.
Kína Bretland Huawei Tengdar fréttir Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30
Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13