Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2020 13:55 Bandaríkjastjórn hefur varað við því að kínverska tæknifyrirtækið Huawei komist í lykilstöðu í 5G-væðingu fjarskiptakerfa og telja það geta ógnað þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Huawei og kínversk stjórnvöld hafna því. Vísir/EPA Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. Breskum fjarskiptafyrirtækjum verður bannað að kaupa nýjan Huawei-búnað frá áramótum og þá þurfa þau að losa sig við eldri tæki fyrir árið 2027. Ríkisstjórn Boris Johnson tilkynnti þetta en hún hafði legið undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn að hleypa Huawei ekki að markaðinum við 5G-væðingu fjarskiptanets Bretlands. Bandaríkjastjórn sakar Huawei um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og að tækjabúnaður fyrirtækisins ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Fyrirtækið hafnar þeim ásökunum. Í yfirlýsingu vegna ákvörðunar Breta segjast stjórnvöld í Beijing „harðlega andsnúin“ banninu. „Bretland hefur notað rakalausa ógn sem afsökun til að vinna með Bandaríkjunum að því að brjóta viðeigandi skuldbindingar sem Bretland hefur gengist undir,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Fullyrti hún að ákvarðanir Breta ættu eftir að kosta sitt án þess að skýra betur hvað í þeirri hótun fælist. Huiyao Wang, ráðgjafi kínverskra stjórnvalda, sagði breska ríkisútvarpinu BBC að bannið gæti haft áhrif á fjárfestingar Kínverja í Bretlandi. „Þetta á líklega eftir að hafa mjög neikvæðar afleiðingar,“ sagði hann. Kína Bretland Huawei Tengdar fréttir Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. Breskum fjarskiptafyrirtækjum verður bannað að kaupa nýjan Huawei-búnað frá áramótum og þá þurfa þau að losa sig við eldri tæki fyrir árið 2027. Ríkisstjórn Boris Johnson tilkynnti þetta en hún hafði legið undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn að hleypa Huawei ekki að markaðinum við 5G-væðingu fjarskiptanets Bretlands. Bandaríkjastjórn sakar Huawei um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og að tækjabúnaður fyrirtækisins ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Fyrirtækið hafnar þeim ásökunum. Í yfirlýsingu vegna ákvörðunar Breta segjast stjórnvöld í Beijing „harðlega andsnúin“ banninu. „Bretland hefur notað rakalausa ógn sem afsökun til að vinna með Bandaríkjunum að því að brjóta viðeigandi skuldbindingar sem Bretland hefur gengist undir,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Fullyrti hún að ákvarðanir Breta ættu eftir að kosta sitt án þess að skýra betur hvað í þeirri hótun fælist. Huiyao Wang, ráðgjafi kínverskra stjórnvalda, sagði breska ríkisútvarpinu BBC að bannið gæti haft áhrif á fjárfestingar Kínverja í Bretlandi. „Þetta á líklega eftir að hafa mjög neikvæðar afleiðingar,“ sagði hann.
Kína Bretland Huawei Tengdar fréttir Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30
Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13