Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 13:13 Bandaríkjastjórn er sögð óttast að Kínverjar nái tæknilegum yfirburðum í heiminum ef Huawei kemst í lykilstöðu í 5G-væðingu vestrænna ríkja sem stendur fyrir dyrum. Vísir/EPA Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. Styr hefur staðið um Huawei sem Bandaríkjastjórn sakar um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda þannig að það ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Áströlsk stjórnvöld vöruðu á sínum tíma við möguleikanum á að tæknin gæti verið notuð til njósna fyrir kínverska ríkið. Fulltrúar Huawei þvertaka fyrir það. Oliver Dowden, ráðherra stafrænna mála, tilkynnti breska þinginu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að gera Huawei útlægt frá Bretlandi í dag. Hún hafi verið tekin með þjóðaröryggis- og efnahagslega hugsmuni Bretlands í huga, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Huwaei sem tengjast framleiðslu þess á örflögum. Breska leyniþjónustan telur að afleiðingar þvingananna þýði að ekki sé lengur hægt að ræða sig á Huawei geti haldið uppi framboði á þeim. Aðgerðir Bandaríkjastjórnar varða aðeins nýja 5G-tækni og því telja bresk stjórnvöld ekki ástæðu til þess að banna eldri kynslóðir tækja kínverska fyrirtækisins fyrir 2G, 3G eða 4G-fjarskiptanet. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði ítrekað þrýst á Boris Johnson, forsætisráðherra, að banna Huwaei en Johnson ákvað fyrr á þessu ári að leyfa kínverska fyrirtækinu að selja búnað sinn á Bretlandi með takmörkunum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur á móti varað við því að banna Huawei, eitt stærsta tæknifyrirtæki landsins, gæti haft umfangsmiklar afleiðingar fyrir viðskipti annarra kínverskar fyrirtækja. Bretland Huawei Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. 13. febrúar 2020 15:59 Vodafone ver 200 milljónum evra í að fjarlægja Huawei-búnað Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur í hyggju að fjarlægja íhluti frá kínverska tæknirisanum Huawei úr kjörnum fjarskiptaneta sinna í Evrópu. 5. febrúar 2020 12:15 Heimila takmarkaða aðkomu Huawei að uppsetningu 5G Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þátttöku kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei við uppsetningu á 5G kerfi landsins, þó með ákveðnum takmörkunum. 28. janúar 2020 13:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. Styr hefur staðið um Huawei sem Bandaríkjastjórn sakar um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda þannig að það ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Áströlsk stjórnvöld vöruðu á sínum tíma við möguleikanum á að tæknin gæti verið notuð til njósna fyrir kínverska ríkið. Fulltrúar Huawei þvertaka fyrir það. Oliver Dowden, ráðherra stafrænna mála, tilkynnti breska þinginu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að gera Huawei útlægt frá Bretlandi í dag. Hún hafi verið tekin með þjóðaröryggis- og efnahagslega hugsmuni Bretlands í huga, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Huwaei sem tengjast framleiðslu þess á örflögum. Breska leyniþjónustan telur að afleiðingar þvingananna þýði að ekki sé lengur hægt að ræða sig á Huawei geti haldið uppi framboði á þeim. Aðgerðir Bandaríkjastjórnar varða aðeins nýja 5G-tækni og því telja bresk stjórnvöld ekki ástæðu til þess að banna eldri kynslóðir tækja kínverska fyrirtækisins fyrir 2G, 3G eða 4G-fjarskiptanet. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði ítrekað þrýst á Boris Johnson, forsætisráðherra, að banna Huwaei en Johnson ákvað fyrr á þessu ári að leyfa kínverska fyrirtækinu að selja búnað sinn á Bretlandi með takmörkunum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur á móti varað við því að banna Huawei, eitt stærsta tæknifyrirtæki landsins, gæti haft umfangsmiklar afleiðingar fyrir viðskipti annarra kínverskar fyrirtækja.
Bretland Huawei Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. 13. febrúar 2020 15:59 Vodafone ver 200 milljónum evra í að fjarlægja Huawei-búnað Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur í hyggju að fjarlægja íhluti frá kínverska tæknirisanum Huawei úr kjörnum fjarskiptaneta sinna í Evrópu. 5. febrúar 2020 12:15 Heimila takmarkaða aðkomu Huawei að uppsetningu 5G Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þátttöku kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei við uppsetningu á 5G kerfi landsins, þó með ákveðnum takmörkunum. 28. janúar 2020 13:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. 13. febrúar 2020 15:59
Vodafone ver 200 milljónum evra í að fjarlægja Huawei-búnað Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur í hyggju að fjarlægja íhluti frá kínverska tæknirisanum Huawei úr kjörnum fjarskiptaneta sinna í Evrópu. 5. febrúar 2020 12:15
Heimila takmarkaða aðkomu Huawei að uppsetningu 5G Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þátttöku kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei við uppsetningu á 5G kerfi landsins, þó með ákveðnum takmörkunum. 28. janúar 2020 13:14