Fyrrum borgarfulltrúi lætur sér detta í hug sameiningu Seltjarnesbæjar við skuldafenið Reykjavík Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 07:00 Mér brá heldur betur í brún þegar ég rak augun í Facebook-færslu Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Framsókn- og flugvallarvini, á íbúasíðu Seltirninga. Þar kvaðst Guðfinna vera mjög efins um að Seltjararnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag. Viðhorf þetta þótti mér svo umhugsunarvert að ég gat ekki orða bundist. Guðfinna skrifaði orðrétt í færslu sinni: „Það er ákveðið sjokk að flytja aftur á Nesið og sjá hvað það er mikið 1970 hvað varðar umhirðu og skipulag meðan nágrannasveitarfélögin blómstra, svo ekki sė talað um menningarstarfsemina og fjármálin. Sömu teppin í Félagsheimilinu og voru þegar Heiðar Ástvalds kenndi okkur að dansa fyrir tæpum 50 árum og sömu brotnu flísarnar á Eiðistorgi síðan èg var flokkstjóri í unglingavinnunni fyrir rúmum 30 árum. Ég er mjög efins um það að Nesið eigi að vera sjálfstætt sveitarfélag miðað við metnaðarleysið a.m.k. er ljóst í mínum huga að Sjàlfstæðisflokkurinn ræður ekki við verkefnið.“ Skýtur skökku við Ég man ekki betur en að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hafi gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík harðlega á síðasta kjörtímabili þegar hún sat þar í borgarstjórn, m.a. vegna skipulagsmála, samgöngumála og óstjórnar í fjármálum Reykjavíkurborgar. Það verður að segjast eins og er að þetta innlegg hennar skýtur svolítið skökku við. Það er að minsta kosti heldur betur mikill viðsnúningur hjá Guðfinnu Jóhönnu að láta sér detta í hug að það geti verið góður kostur fyrir Seltjarnarnes að sameinast skuldafeni Reykjavíkurborgar. Stórfurðulegar hugmyndir um sameiningu Í tengslum við þessar stórfurðulegu vangaveltur Guðfinnu Jóhönnu, bendi ég Seltirningum á að kynna sér ársreikning Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram á blaðsíðu 29 að A og B hluti Reykjavíkurborgar skuldi samtals u.þ.b. 340 milljarða króna. Þá hefur veltufé frá rekstri, sem Guðfinna ætti nú að þekkja mætavel frá fyrrum störfum sínum sem borgarfulltrúi, ekki nægt fyrir skuldbindingum Reykjavíkurborgar síðastliðin ár. Ennfremur er vert að benda Seltirningum á að útsvarið í Reykjavík er í hæsta lögleyfða hámarki, og ekki nóg með það þá eru fasteignaskattar þar svimandi háir. Óverjandi samanburður Þá minni ég Guðfinnu á, þar sem hún lætur að því liggja að allt sé svo glæsilegt og til fyrirmyndar í nágrannasveitarfélögunum - m.a. engin gömul teppi í Félagsheimilum – að í Reykjavík hefur viðhaldi skólabygginga verið verulega ábótavatn. Þar glíma menn við margra ára uppsafnað viðhald á byggingum borgarinnar, þar sem mygla og mölflugur hafa fundist og skólabörnum og starfsfólki boðið að starfa í heilsuspillandi aðstæðum. Ekki viljum við Seltirningar bjóða okkar fólki upp á slíkar aðstæður. Hvað þá að bjóða börnum upp á þær. Vörumst málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman Þá á Guðfinnu, sem sat í skipulagsráði Reykjavíkurborgar að vera vel kunnugt um umferðarvandann í Reykjavík, sem kemur niður á okkur Seltirningum og lengir ferðatíma okkar til og frá vinnu á hverjum einasta degi. Orðatiltækið skjótt skipast veður í lofti kemur upp í hugann þegar hugsað er um málflutning Guðfinnu Jóhönnu. Seltirningar verða að varast málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman. Ég segi nei við sameiningarhugmyndum Guðfinnu Jóhönnu. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér brá heldur betur í brún þegar ég rak augun í Facebook-færslu Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Framsókn- og flugvallarvini, á íbúasíðu Seltirninga. Þar kvaðst Guðfinna vera mjög efins um að Seltjararnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag. Viðhorf þetta þótti mér svo umhugsunarvert að ég gat ekki orða bundist. Guðfinna skrifaði orðrétt í færslu sinni: „Það er ákveðið sjokk að flytja aftur á Nesið og sjá hvað það er mikið 1970 hvað varðar umhirðu og skipulag meðan nágrannasveitarfélögin blómstra, svo ekki sė talað um menningarstarfsemina og fjármálin. Sömu teppin í Félagsheimilinu og voru þegar Heiðar Ástvalds kenndi okkur að dansa fyrir tæpum 50 árum og sömu brotnu flísarnar á Eiðistorgi síðan èg var flokkstjóri í unglingavinnunni fyrir rúmum 30 árum. Ég er mjög efins um það að Nesið eigi að vera sjálfstætt sveitarfélag miðað við metnaðarleysið a.m.k. er ljóst í mínum huga að Sjàlfstæðisflokkurinn ræður ekki við verkefnið.“ Skýtur skökku við Ég man ekki betur en að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hafi gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík harðlega á síðasta kjörtímabili þegar hún sat þar í borgarstjórn, m.a. vegna skipulagsmála, samgöngumála og óstjórnar í fjármálum Reykjavíkurborgar. Það verður að segjast eins og er að þetta innlegg hennar skýtur svolítið skökku við. Það er að minsta kosti heldur betur mikill viðsnúningur hjá Guðfinnu Jóhönnu að láta sér detta í hug að það geti verið góður kostur fyrir Seltjarnarnes að sameinast skuldafeni Reykjavíkurborgar. Stórfurðulegar hugmyndir um sameiningu Í tengslum við þessar stórfurðulegu vangaveltur Guðfinnu Jóhönnu, bendi ég Seltirningum á að kynna sér ársreikning Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram á blaðsíðu 29 að A og B hluti Reykjavíkurborgar skuldi samtals u.þ.b. 340 milljarða króna. Þá hefur veltufé frá rekstri, sem Guðfinna ætti nú að þekkja mætavel frá fyrrum störfum sínum sem borgarfulltrúi, ekki nægt fyrir skuldbindingum Reykjavíkurborgar síðastliðin ár. Ennfremur er vert að benda Seltirningum á að útsvarið í Reykjavík er í hæsta lögleyfða hámarki, og ekki nóg með það þá eru fasteignaskattar þar svimandi háir. Óverjandi samanburður Þá minni ég Guðfinnu á, þar sem hún lætur að því liggja að allt sé svo glæsilegt og til fyrirmyndar í nágrannasveitarfélögunum - m.a. engin gömul teppi í Félagsheimilum – að í Reykjavík hefur viðhaldi skólabygginga verið verulega ábótavatn. Þar glíma menn við margra ára uppsafnað viðhald á byggingum borgarinnar, þar sem mygla og mölflugur hafa fundist og skólabörnum og starfsfólki boðið að starfa í heilsuspillandi aðstæðum. Ekki viljum við Seltirningar bjóða okkar fólki upp á slíkar aðstæður. Hvað þá að bjóða börnum upp á þær. Vörumst málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman Þá á Guðfinnu, sem sat í skipulagsráði Reykjavíkurborgar að vera vel kunnugt um umferðarvandann í Reykjavík, sem kemur niður á okkur Seltirningum og lengir ferðatíma okkar til og frá vinnu á hverjum einasta degi. Orðatiltækið skjótt skipast veður í lofti kemur upp í hugann þegar hugsað er um málflutning Guðfinnu Jóhönnu. Seltirningar verða að varast málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman. Ég segi nei við sameiningarhugmyndum Guðfinnu Jóhönnu. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun