Fyrrum borgarfulltrúi lætur sér detta í hug sameiningu Seltjarnesbæjar við skuldafenið Reykjavík Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 07:00 Mér brá heldur betur í brún þegar ég rak augun í Facebook-færslu Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Framsókn- og flugvallarvini, á íbúasíðu Seltirninga. Þar kvaðst Guðfinna vera mjög efins um að Seltjararnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag. Viðhorf þetta þótti mér svo umhugsunarvert að ég gat ekki orða bundist. Guðfinna skrifaði orðrétt í færslu sinni: „Það er ákveðið sjokk að flytja aftur á Nesið og sjá hvað það er mikið 1970 hvað varðar umhirðu og skipulag meðan nágrannasveitarfélögin blómstra, svo ekki sė talað um menningarstarfsemina og fjármálin. Sömu teppin í Félagsheimilinu og voru þegar Heiðar Ástvalds kenndi okkur að dansa fyrir tæpum 50 árum og sömu brotnu flísarnar á Eiðistorgi síðan èg var flokkstjóri í unglingavinnunni fyrir rúmum 30 árum. Ég er mjög efins um það að Nesið eigi að vera sjálfstætt sveitarfélag miðað við metnaðarleysið a.m.k. er ljóst í mínum huga að Sjàlfstæðisflokkurinn ræður ekki við verkefnið.“ Skýtur skökku við Ég man ekki betur en að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hafi gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík harðlega á síðasta kjörtímabili þegar hún sat þar í borgarstjórn, m.a. vegna skipulagsmála, samgöngumála og óstjórnar í fjármálum Reykjavíkurborgar. Það verður að segjast eins og er að þetta innlegg hennar skýtur svolítið skökku við. Það er að minsta kosti heldur betur mikill viðsnúningur hjá Guðfinnu Jóhönnu að láta sér detta í hug að það geti verið góður kostur fyrir Seltjarnarnes að sameinast skuldafeni Reykjavíkurborgar. Stórfurðulegar hugmyndir um sameiningu Í tengslum við þessar stórfurðulegu vangaveltur Guðfinnu Jóhönnu, bendi ég Seltirningum á að kynna sér ársreikning Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram á blaðsíðu 29 að A og B hluti Reykjavíkurborgar skuldi samtals u.þ.b. 340 milljarða króna. Þá hefur veltufé frá rekstri, sem Guðfinna ætti nú að þekkja mætavel frá fyrrum störfum sínum sem borgarfulltrúi, ekki nægt fyrir skuldbindingum Reykjavíkurborgar síðastliðin ár. Ennfremur er vert að benda Seltirningum á að útsvarið í Reykjavík er í hæsta lögleyfða hámarki, og ekki nóg með það þá eru fasteignaskattar þar svimandi háir. Óverjandi samanburður Þá minni ég Guðfinnu á, þar sem hún lætur að því liggja að allt sé svo glæsilegt og til fyrirmyndar í nágrannasveitarfélögunum - m.a. engin gömul teppi í Félagsheimilum – að í Reykjavík hefur viðhaldi skólabygginga verið verulega ábótavatn. Þar glíma menn við margra ára uppsafnað viðhald á byggingum borgarinnar, þar sem mygla og mölflugur hafa fundist og skólabörnum og starfsfólki boðið að starfa í heilsuspillandi aðstæðum. Ekki viljum við Seltirningar bjóða okkar fólki upp á slíkar aðstæður. Hvað þá að bjóða börnum upp á þær. Vörumst málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman Þá á Guðfinnu, sem sat í skipulagsráði Reykjavíkurborgar að vera vel kunnugt um umferðarvandann í Reykjavík, sem kemur niður á okkur Seltirningum og lengir ferðatíma okkar til og frá vinnu á hverjum einasta degi. Orðatiltækið skjótt skipast veður í lofti kemur upp í hugann þegar hugsað er um málflutning Guðfinnu Jóhönnu. Seltirningar verða að varast málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman. Ég segi nei við sameiningarhugmyndum Guðfinnu Jóhönnu. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Mér brá heldur betur í brún þegar ég rak augun í Facebook-færslu Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Framsókn- og flugvallarvini, á íbúasíðu Seltirninga. Þar kvaðst Guðfinna vera mjög efins um að Seltjararnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag. Viðhorf þetta þótti mér svo umhugsunarvert að ég gat ekki orða bundist. Guðfinna skrifaði orðrétt í færslu sinni: „Það er ákveðið sjokk að flytja aftur á Nesið og sjá hvað það er mikið 1970 hvað varðar umhirðu og skipulag meðan nágrannasveitarfélögin blómstra, svo ekki sė talað um menningarstarfsemina og fjármálin. Sömu teppin í Félagsheimilinu og voru þegar Heiðar Ástvalds kenndi okkur að dansa fyrir tæpum 50 árum og sömu brotnu flísarnar á Eiðistorgi síðan èg var flokkstjóri í unglingavinnunni fyrir rúmum 30 árum. Ég er mjög efins um það að Nesið eigi að vera sjálfstætt sveitarfélag miðað við metnaðarleysið a.m.k. er ljóst í mínum huga að Sjàlfstæðisflokkurinn ræður ekki við verkefnið.“ Skýtur skökku við Ég man ekki betur en að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hafi gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík harðlega á síðasta kjörtímabili þegar hún sat þar í borgarstjórn, m.a. vegna skipulagsmála, samgöngumála og óstjórnar í fjármálum Reykjavíkurborgar. Það verður að segjast eins og er að þetta innlegg hennar skýtur svolítið skökku við. Það er að minsta kosti heldur betur mikill viðsnúningur hjá Guðfinnu Jóhönnu að láta sér detta í hug að það geti verið góður kostur fyrir Seltjarnarnes að sameinast skuldafeni Reykjavíkurborgar. Stórfurðulegar hugmyndir um sameiningu Í tengslum við þessar stórfurðulegu vangaveltur Guðfinnu Jóhönnu, bendi ég Seltirningum á að kynna sér ársreikning Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram á blaðsíðu 29 að A og B hluti Reykjavíkurborgar skuldi samtals u.þ.b. 340 milljarða króna. Þá hefur veltufé frá rekstri, sem Guðfinna ætti nú að þekkja mætavel frá fyrrum störfum sínum sem borgarfulltrúi, ekki nægt fyrir skuldbindingum Reykjavíkurborgar síðastliðin ár. Ennfremur er vert að benda Seltirningum á að útsvarið í Reykjavík er í hæsta lögleyfða hámarki, og ekki nóg með það þá eru fasteignaskattar þar svimandi háir. Óverjandi samanburður Þá minni ég Guðfinnu á, þar sem hún lætur að því liggja að allt sé svo glæsilegt og til fyrirmyndar í nágrannasveitarfélögunum - m.a. engin gömul teppi í Félagsheimilum – að í Reykjavík hefur viðhaldi skólabygginga verið verulega ábótavatn. Þar glíma menn við margra ára uppsafnað viðhald á byggingum borgarinnar, þar sem mygla og mölflugur hafa fundist og skólabörnum og starfsfólki boðið að starfa í heilsuspillandi aðstæðum. Ekki viljum við Seltirningar bjóða okkar fólki upp á slíkar aðstæður. Hvað þá að bjóða börnum upp á þær. Vörumst málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman Þá á Guðfinnu, sem sat í skipulagsráði Reykjavíkurborgar að vera vel kunnugt um umferðarvandann í Reykjavík, sem kemur niður á okkur Seltirningum og lengir ferðatíma okkar til og frá vinnu á hverjum einasta degi. Orðatiltækið skjótt skipast veður í lofti kemur upp í hugann þegar hugsað er um málflutning Guðfinnu Jóhönnu. Seltirningar verða að varast málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman. Ég segi nei við sameiningarhugmyndum Guðfinnu Jóhönnu. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar