UN Women 10 ára í dag Stella Samúelsdóttir skrifar 2. júlí 2020 08:01 Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir tíu árum átti sér stað söguleg pólitísk viljayfirlýsing ríkja heims um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Þar með var málefnum er varða jafnrétti og bætta stöðu kvenna og stúlkna skip stærri sess í alþjóðasamfélaginu og hlaut loks viðurkenningu með viðeigandi fjármagni. Ísland var eitt þeirra ríkja sem fór þar fremst í flokki. Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum. Heimsfaraldurinn sem heimurinn tekst á við í dag hefur því miður skerpt fyrir okkur stöðuna þar sem félagsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 á líf kvenna eru ótvíræð. Þrátt fyrir að vera ung og lítil stofnun í samanburði við aðrar alþjóðastofnanir, hefur UN Women áunnist gríðarlegt afrek við að bæta stöðu, réttindi og lífsgæði kvenna og stúlkna. Líkt og þegar allsherjarþing Sþ ályktaði að limlestingar á kynfærum kvenna væru mannréttindabrot og að öll lönd skyldu herða löggjöf sem varða glæpinn árið 2012, bann við limlestingu á kynfærum kvenna var fært í lög í Gambíu árið 2015 en sama ár voru kvennamorð gerð refsiverð í Brasilíu. Bann hefur verið fært í lög við þvinguðum barnahjónaböndum Zimbabwe og Malaví auk þess sem Alþjóðaglæpadómstóllinn dæmdi í fyrsta sinn manneskju á forsendum kynferðisofbeldisbrota þegar fyrrum varaforseti Mið-Afríkulýðveldisins var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi m.a. fyrir að hafa beitt nauðgunum sem stríðsvopni. Svokölluð „nauðgunarlög“ voru afnumin í Líbanon, Túnis og Jórdaníu sem gerðu nauðgurum áður kleift að komast hjá því að verða sóttir til saka með því að giftast þolendum sínum og svo mætti lengi telja. Við hjá UN Women vinnum að því að breyta þessu með því að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum með fræðslu að vopni og að útvega berskjölduðum konum á flótta og í neyð verkfæri í formi sjálfstyrkingar, öryggis, hagnýts náms og atvinnutækifæra með sjálfbærni að leiðarljósi í takt við Heimsmarkmiðin. Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt við bak UN Women. Það hefur utanríkisráðuneytið gert með fjárhagslegum stuðningi við verkefnin, sent starfsfólk á vettvang í samstarfslöndum UN Women, setið í stjórn UN Women og stutt dyggilega við landsnefnd UN Women á Íslandi. Við stöndum í þakkarskuld við utanríkisráðuneytið. Án stuðnings þess værum við ekki í þeirri stöðu að senda fjórða árið í röð hæsta fjárframlag allra landsnefnda UN Women, óháð höfðatölu. En á þessum tíu árum hefur okkur hjá UN Women á Íslandi tekist að sautjánfalda framlag landsnefndarinnar til verkefna UN Women. Þeim árangri ber að fagna. En þörfin hefur aldrei verið meiri en nú í kjölfar Covid-19 þar sem áhrif heimsfaraldursins hefur ómæld áhrif á líf kvenna um allan heim í ljósi aukins ofbeldis gegn konum og stúlkum um allan heim. Við þökkum okkar mánaðarlegu styrktaraðilum sem og frábæru samstarfsfólki í utanríkisráðuneytinu fyrir stuðninginn um leið og við vonumst við eftir áframhaldandi samstarfi. Við horfum björtum augum til framtíðar því við saman erum við sterkari! Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tímamót Stella Samúelsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir tíu árum átti sér stað söguleg pólitísk viljayfirlýsing ríkja heims um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Þar með var málefnum er varða jafnrétti og bætta stöðu kvenna og stúlkna skip stærri sess í alþjóðasamfélaginu og hlaut loks viðurkenningu með viðeigandi fjármagni. Ísland var eitt þeirra ríkja sem fór þar fremst í flokki. Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum. Heimsfaraldurinn sem heimurinn tekst á við í dag hefur því miður skerpt fyrir okkur stöðuna þar sem félagsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 á líf kvenna eru ótvíræð. Þrátt fyrir að vera ung og lítil stofnun í samanburði við aðrar alþjóðastofnanir, hefur UN Women áunnist gríðarlegt afrek við að bæta stöðu, réttindi og lífsgæði kvenna og stúlkna. Líkt og þegar allsherjarþing Sþ ályktaði að limlestingar á kynfærum kvenna væru mannréttindabrot og að öll lönd skyldu herða löggjöf sem varða glæpinn árið 2012, bann við limlestingu á kynfærum kvenna var fært í lög í Gambíu árið 2015 en sama ár voru kvennamorð gerð refsiverð í Brasilíu. Bann hefur verið fært í lög við þvinguðum barnahjónaböndum Zimbabwe og Malaví auk þess sem Alþjóðaglæpadómstóllinn dæmdi í fyrsta sinn manneskju á forsendum kynferðisofbeldisbrota þegar fyrrum varaforseti Mið-Afríkulýðveldisins var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi m.a. fyrir að hafa beitt nauðgunum sem stríðsvopni. Svokölluð „nauðgunarlög“ voru afnumin í Líbanon, Túnis og Jórdaníu sem gerðu nauðgurum áður kleift að komast hjá því að verða sóttir til saka með því að giftast þolendum sínum og svo mætti lengi telja. Við hjá UN Women vinnum að því að breyta þessu með því að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum með fræðslu að vopni og að útvega berskjölduðum konum á flótta og í neyð verkfæri í formi sjálfstyrkingar, öryggis, hagnýts náms og atvinnutækifæra með sjálfbærni að leiðarljósi í takt við Heimsmarkmiðin. Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt við bak UN Women. Það hefur utanríkisráðuneytið gert með fjárhagslegum stuðningi við verkefnin, sent starfsfólk á vettvang í samstarfslöndum UN Women, setið í stjórn UN Women og stutt dyggilega við landsnefnd UN Women á Íslandi. Við stöndum í þakkarskuld við utanríkisráðuneytið. Án stuðnings þess værum við ekki í þeirri stöðu að senda fjórða árið í röð hæsta fjárframlag allra landsnefnda UN Women, óháð höfðatölu. En á þessum tíu árum hefur okkur hjá UN Women á Íslandi tekist að sautjánfalda framlag landsnefndarinnar til verkefna UN Women. Þeim árangri ber að fagna. En þörfin hefur aldrei verið meiri en nú í kjölfar Covid-19 þar sem áhrif heimsfaraldursins hefur ómæld áhrif á líf kvenna um allan heim í ljósi aukins ofbeldis gegn konum og stúlkum um allan heim. Við þökkum okkar mánaðarlegu styrktaraðilum sem og frábæru samstarfsfólki í utanríkisráðuneytinu fyrir stuðninginn um leið og við vonumst við eftir áframhaldandi samstarfi. Við horfum björtum augum til framtíðar því við saman erum við sterkari! Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun