Körfubolti

Kyrie verður ekki með Nets í Disney World

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kyrie í leik með Brooklyn Nets í vetur.
Kyrie í leik með Brooklyn Nets í vetur. Mike Stobe/Getty Images

Það er ljóst að það verður á brattann að sækja fyrir Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer aftur af stað þann 30. júlí.

Sean Marks, framkvæmdastjóri liðsins, hefur staðfest að Kyrie Irving muni ekki ferðast með liðinu til Disney World. Kyrie hefur verið meiddur á öxl og mun halda endurhæfingu sinni áfram í New York.

Hin stórstjarna Nets-liðsins, Kevin Durant, er einnig enn frá vegna meiðsla og þá verða DeAndre Jordan og Spencer Dinwiddie ekki með liðinu. Bæði Jordan og Dinwiddie hafa greinst með Covid-19.

Enn er óvíst með þátttöku fjölda leikmanna í Disney World. Avery Bradley, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki mæta til leiks og þá er óvíst hvort samherji hans hjá Lakers, Dwight Howard, muni taka slaginn með liðinu.

Þá eru sumir leikmenn deildarinnar ekki tilbúnir að taka þátt þar sem þeim finnst tíminn ekki réttur. Mikill meðbyr er með réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum þessa stundina og vilja margir leikmenn deildarinnar frekar nýta krafta sína þar heldur en í Disney World.


Tengdar fréttir

16 leikmenn í NBA greindir með kórónuveiruna

NBA hefur tilkynnt að eftir fyrstu umferð af skimun fyrir Kórónuveirunni innan deildarinnar hafi 16 leikmenn af 302 verið með jákvæð sýni. Það gera 5,3% smit.

Nikola Jokic greindist með kórónuveiruna

NBA-stjarnan Nikola Jokic, sem leikur með Denver Nuggets, hefur verið greindur með kórónuveiruna. Hann fór í skimun í heimalandinu Serbíu og reyndist sýnið jákvætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×