Körfubolti

16 leikmenn í NBA greindir með kórónuveiruna

Ísak Hallmundarson skrifar
Nikola Jokic er einn af þeim leikmönnum sem hafa greinst með veiruna.
Nikola Jokic er einn af þeim leikmönnum sem hafa greinst með veiruna. getty/Jamie Schwaberow

NBA hefur tilkynnt að eftir fyrstu umferð af skimun fyrir Kórónuveirunni innan deildarinnar hafi 16 leikmenn af 302 verið með jákvæð sýni. Það gera 5,3% smit. 

,,Allir leikmenn sem greindust með Kórónuveiruna munu vera í einangrun þar til tilmæli almannavarna gefa grænt ljós á að hætta í einangrun,“ segir í sameiginlegri tilkynningu NBA og leikmannasamtaka deildarinnar.

Leikmenn þeirra 22 liða sem mun mæta aftur til leiks í NBA-deildinni munu hefja æfingar á sínu heimasvæði þann 30. júní og munu svo ferðast til Orlando frá 7.-11. júní. Þegar þeir koma til Orlando þurfa leikmenn að halda sig á ákveðnu svæði þar til þeir hafa tvisvar verið prófaðir fyrir veirunni og fengið neikvæð sýni. Reiknað er með að keppni í NBA hefjist 30. júlí. 


Tengdar fréttir

Nikola Jokic greindist með kórónuveiruna

NBA-stjarnan Nikola Jokic, sem leikur með Denver Nuggets, hefur verið greindur með kórónuveiruna. Hann fór í skimun í heimalandinu Serbíu og reyndist sýnið jákvætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×