Framleiðslu Segway PT hætt Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 07:20 Töffari á Segway PT. Getty Segway hefur ákveðið að hætta framleiðslu samnefndra tveggja hjóla farartækja, Segway PT. Fyrirtækið fullyrti á sínum tíma að Segway PT-hjólin myndu valda byltingu þegar kæmi að því hvernig fólk kæmist á milli staða, en þau nutu aðallega vinsælda meðal lögreglu og ferðaþjónustufyrirtækja í stærri borgum og náðu hjólin aldrei mikilli lýðhylli. Segway hefur nú tilkynnt að framleiðslu Segway PT verði hætt um miðjan næsta mánuð, en tekjur fyrirtækisins af umræddri gerð nam einungis 1,5 prósent af heildartekjum Segway á síðasta ári. Verður 21 starfsmanni sagt upp í tengslum við ákvörðunina. Dean Kamen stofnaði Segway árið 1999, en framtíðarsýn hans um ferðavenjur fólks raungerðist hins vegar aldrei. Upphaflegt verð Segway PT var um fimm þúsund Bandaríkjadalir sem fældi marga almenna neytendur frá. Einnig reyndist erfitt fyrir margan manninn að ferðast um á hjólunum þar sem ökumaður þurfti að halla sér ákveðið mikið áfram til að hjólið færi af stað. Ef þyngdarpunkturinn breyttist mikið gæti ökumaður auðveldlega misst stjórn á fararskjótanum og bárust reglulega fréttir af Segway-slysum. Leiddi það til þess að margar borgir víða um heim bönnuðu notkun Segway-hjóla á götunum. Segway hefur einbeitt sér að framleiðslu léttra hlaupahjóla síðustu ár. Bandaríkin Tímamót Samgöngur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Segway hefur ákveðið að hætta framleiðslu samnefndra tveggja hjóla farartækja, Segway PT. Fyrirtækið fullyrti á sínum tíma að Segway PT-hjólin myndu valda byltingu þegar kæmi að því hvernig fólk kæmist á milli staða, en þau nutu aðallega vinsælda meðal lögreglu og ferðaþjónustufyrirtækja í stærri borgum og náðu hjólin aldrei mikilli lýðhylli. Segway hefur nú tilkynnt að framleiðslu Segway PT verði hætt um miðjan næsta mánuð, en tekjur fyrirtækisins af umræddri gerð nam einungis 1,5 prósent af heildartekjum Segway á síðasta ári. Verður 21 starfsmanni sagt upp í tengslum við ákvörðunina. Dean Kamen stofnaði Segway árið 1999, en framtíðarsýn hans um ferðavenjur fólks raungerðist hins vegar aldrei. Upphaflegt verð Segway PT var um fimm þúsund Bandaríkjadalir sem fældi marga almenna neytendur frá. Einnig reyndist erfitt fyrir margan manninn að ferðast um á hjólunum þar sem ökumaður þurfti að halla sér ákveðið mikið áfram til að hjólið færi af stað. Ef þyngdarpunkturinn breyttist mikið gæti ökumaður auðveldlega misst stjórn á fararskjótanum og bárust reglulega fréttir af Segway-slysum. Leiddi það til þess að margar borgir víða um heim bönnuðu notkun Segway-hjóla á götunum. Segway hefur einbeitt sér að framleiðslu léttra hlaupahjóla síðustu ár.
Bandaríkin Tímamót Samgöngur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira