Við eigum samleið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. júní 2020 11:30 Ég skrapp niður í Ráðhúsið um daginn og skoðaði Borgarlínu-sýninguna sem þar er. Mæli með henni, falleg og skemmtileg og einhver kraftur og hugsjónagleði yfir henni sem hrífur mann. Borgarlínan er samleið. Hún snýst um forgang samleiðarinnar. Hún er augljóslega eitthvert mikilvægasta hagsmunamál okkar sem búum í úthverfum og nágrannabyggðum Reykjavíkur en sækjum inn í borgina vinnu og þjónustu, og verður mikill léttir að vera laus við geðvonskulegar raðir að liðast löturhægt eftir Kringlumýrarbrautinni og Miklubrautinni. Vistvænni samgöngumáti mun hjálpa okkur Íslendingum við að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, og mun ekki af veita því þar erum við eiginlega með allt niðrum okkur. Borgarlínan er eina raunhæfa viðbragðið við því að íbúum mun fjölga um 70.000 manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040 – ekki raunveruleg lausn fyrir það fólk að búa til nýjar og stærri og flóknari umferðarslaufur. Og síðast en ekki síst er Borgarlínan í anda þess sem tíðkast í öllum borgum; naumast til svo aum og vesæl borg í veröldinni að þar séu ekki einhvers konar almenningssamgöngur. Allt er jákvætt við þessa uppbyggingu sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að standa að saman. Á leiðinni út stóð ég mig að því að raula með sjálfum mér frasann úr gamla Spilverkslaginu: „Reykjavík, hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðin stór ...“ Og hugsaði um leið: Borg. Og borg er samfélag þar sem meðal annars er boðið upp á góðar almenningssamgöngur. Síst af öllu vil ég lasta það að vera sérvitur og fara eigin leiðir í lífinu – en stundum þurfum við líka að vinna saman, öllum til hagsbóta en engum til skaða. Við eigum samleið og hún heitir Borgarlína. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég skrapp niður í Ráðhúsið um daginn og skoðaði Borgarlínu-sýninguna sem þar er. Mæli með henni, falleg og skemmtileg og einhver kraftur og hugsjónagleði yfir henni sem hrífur mann. Borgarlínan er samleið. Hún snýst um forgang samleiðarinnar. Hún er augljóslega eitthvert mikilvægasta hagsmunamál okkar sem búum í úthverfum og nágrannabyggðum Reykjavíkur en sækjum inn í borgina vinnu og þjónustu, og verður mikill léttir að vera laus við geðvonskulegar raðir að liðast löturhægt eftir Kringlumýrarbrautinni og Miklubrautinni. Vistvænni samgöngumáti mun hjálpa okkur Íslendingum við að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, og mun ekki af veita því þar erum við eiginlega með allt niðrum okkur. Borgarlínan er eina raunhæfa viðbragðið við því að íbúum mun fjölga um 70.000 manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040 – ekki raunveruleg lausn fyrir það fólk að búa til nýjar og stærri og flóknari umferðarslaufur. Og síðast en ekki síst er Borgarlínan í anda þess sem tíðkast í öllum borgum; naumast til svo aum og vesæl borg í veröldinni að þar séu ekki einhvers konar almenningssamgöngur. Allt er jákvætt við þessa uppbyggingu sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að standa að saman. Á leiðinni út stóð ég mig að því að raula með sjálfum mér frasann úr gamla Spilverkslaginu: „Reykjavík, hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðin stór ...“ Og hugsaði um leið: Borg. Og borg er samfélag þar sem meðal annars er boðið upp á góðar almenningssamgöngur. Síst af öllu vil ég lasta það að vera sérvitur og fara eigin leiðir í lífinu – en stundum þurfum við líka að vinna saman, öllum til hagsbóta en engum til skaða. Við eigum samleið og hún heitir Borgarlína. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar