Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 0-2 | Selfoss sá til þess að FH er enn án stiga Andri Már Eggertsson skrifar 23. júní 2020 21:45 Bergrós Ásgeirsdóttir í baráttunni í leik Selfoss á síðustu leiktíð. vísir/bára FH og Selfoss voru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi Max-deild kvenna. Selfoss vann öruggan 2-0 sigur í Hafnafirði í kvöld og sá til þess að nýliðar FH eru enn án stiga. Þriðja umferð Pepsi Max deildar kvenna hófst í kvöld með þremur leikjum. Í Kaplakrika áttust við FH og Selfoss. Bæði liðin höfðu tapað öllum sínum leikjum til þessar svo ljóst var að það var mikið undir hér í kvöld. Selfoss byrjaði leiknn með krafti og strax á 9 mínútu skoruðu þær fyrsta mark sitt á mótinu. Clara Sigurðardóttir tók hornspyrnu sem Tiffany MC Carty stángaði í netið. Eftir að fyrsta markið kom virtist allur kraftur fara úr FH liðinu og veittu þær litla mótspyrnu í fyrri hálfleik. Selfoss gengu þó ekki á lagið en þær fengu nokkur góð færi til og þá sérlega margar hornspyrnur en 0-1 var staðan í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði mjög líkt og sá fyrri Tiffany MC Carty skoraði eftir laglegan samleik við Dagný Brynjarsdóttur sem þræddi boltann inn fyrir vörn FH og lagði Tiffany MC Carty boltann örruglega í markið. FH mætti í seinni hálfleikinn með meiri kraft en í þeim fyrri og var það aðalaega nýji leikmaður FH Madison Gonzalez sem var að skapa sér færi. Selfoss hélt sínu skipulagi vel og vann leikinn örruglega með tveimur mörkum. Af hverju vann Selfoss? Selfoss eru með talsvert betur mannað lið en FH og sýndu þær styrk sinn og kraft bæði varnar og sóknarlega sem skilaði sér í tveimur mörkum og hreinu laki. Hverjar stóðu upp úr? Tiffany MC Carty var frábær í liði Selfoss hún ógnaði mikið með hraða sínum og krafti og skilaði hún inn tveimur mörkum. Dagný Brynjarsdóttir átti góðan leik bæði sóknarlega og varnarlega og lagði hún upp annað mark Selfoss í dag. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var enginn í leiknum og komust þær varla inn í teig andstæðingana fyrsta klukkutíma leiksins. Frumleikinn var enginn sóknarlega og virtust þær hafa enginn svör við varnar skipulagi Selfoss. Bakverðir FH áttu mjög erfitt með að verjast kannt spili Selfoss sem skilaði fjöldan allan af hornspyrnum Selfoss meginn. Hvað gerist næst? Næstu leikir hjá báðum liðum er 1 júlí. FH fara á Meistaravelli og spila þar við KR. á sama tíma klukkan 19:15 fara Selfyssingar á Samsungvöllinn og etjakapp við Stjörnuna. Alfreð Elías Jóhannsson: Mikið leikjaálag framundan „ Ég er mjög ánægður með að vera loksins búinn að bæði skora og vinna leik. Við nýttum færin þó við fengum smá hjálp. Við fylltum boxið vel og vorum að taka góð hlaup. Við spiluðum ekkert illa í síðustu tveimur leikjum en þetta datt bara ekki fyrir okkur en núna erum við loksins kominn með þrjú stig”. Sagði Alferð Selfoss braut marka ísinn sinn með marki úr hornspyrnu og leyndi sér ekki að það var mikill léttir hjá stelpunum eftir að hafa verið búnar að spila 190 mínútur án þess að skora en Alfreð talaði um að þær höfðu skorað vel á æfingum sem hjálpar alltaf. „Það er gott að fá smá pásu við spilum við Stjörnuna eftir 8 daga og ef við komust áfram í Mjólkurbikarnum eru við að fara spila 6 - 7 leiki allavega í júlí mánuði svo það er langt og strangt mót framundan”. Sagði Alfreð. Sigríður Lára Garðarsdóttir: Við erum með gott lið og þurfum bara hafa trú á verkefninu „Við vorum undir í allri barráttu í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik rifum við okkur heldur betur upp en það dugði því miður skammt og tapaðist leikurinn með tveimur mörkum.” sagði svekkt Sigríður Lára FH hafa nú ekki skorað í þremur leikjum í röð og virðist ekki mörg teikn á lofti um að sóknarleikurinn sé á uppleið. „ Við verðum að vera með meira sjálfstraust á síðasta þriðjung því við erum góðar í fótbolta og getum haldið boltanum og skilað inn mörkum”. Sagði Sigríður Lára um hvað þarf að gerast svo þær skori mörk. FH kom heldur beittari inn í seinni hálfleikinn heldur en í þann fyrri og voru þær að vinna fyrsta og annan boltann sem þær gerðu ekki í fyrri hálfleik, var það jákvæða sem Sigríður Lára dróg úr þessum leik. Pepsi Max-deild kvenna FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Guðni Eiriksson: Erum að skora mikið á æfingum Selfoss vann FH 2-0 í Hafnafirði í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Nýliðar FH eru enn án stiga og hafa ekki skorað mark. 23. júní 2020 22:00
FH og Selfoss voru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi Max-deild kvenna. Selfoss vann öruggan 2-0 sigur í Hafnafirði í kvöld og sá til þess að nýliðar FH eru enn án stiga. Þriðja umferð Pepsi Max deildar kvenna hófst í kvöld með þremur leikjum. Í Kaplakrika áttust við FH og Selfoss. Bæði liðin höfðu tapað öllum sínum leikjum til þessar svo ljóst var að það var mikið undir hér í kvöld. Selfoss byrjaði leiknn með krafti og strax á 9 mínútu skoruðu þær fyrsta mark sitt á mótinu. Clara Sigurðardóttir tók hornspyrnu sem Tiffany MC Carty stángaði í netið. Eftir að fyrsta markið kom virtist allur kraftur fara úr FH liðinu og veittu þær litla mótspyrnu í fyrri hálfleik. Selfoss gengu þó ekki á lagið en þær fengu nokkur góð færi til og þá sérlega margar hornspyrnur en 0-1 var staðan í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði mjög líkt og sá fyrri Tiffany MC Carty skoraði eftir laglegan samleik við Dagný Brynjarsdóttur sem þræddi boltann inn fyrir vörn FH og lagði Tiffany MC Carty boltann örruglega í markið. FH mætti í seinni hálfleikinn með meiri kraft en í þeim fyrri og var það aðalaega nýji leikmaður FH Madison Gonzalez sem var að skapa sér færi. Selfoss hélt sínu skipulagi vel og vann leikinn örruglega með tveimur mörkum. Af hverju vann Selfoss? Selfoss eru með talsvert betur mannað lið en FH og sýndu þær styrk sinn og kraft bæði varnar og sóknarlega sem skilaði sér í tveimur mörkum og hreinu laki. Hverjar stóðu upp úr? Tiffany MC Carty var frábær í liði Selfoss hún ógnaði mikið með hraða sínum og krafti og skilaði hún inn tveimur mörkum. Dagný Brynjarsdóttir átti góðan leik bæði sóknarlega og varnarlega og lagði hún upp annað mark Selfoss í dag. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var enginn í leiknum og komust þær varla inn í teig andstæðingana fyrsta klukkutíma leiksins. Frumleikinn var enginn sóknarlega og virtust þær hafa enginn svör við varnar skipulagi Selfoss. Bakverðir FH áttu mjög erfitt með að verjast kannt spili Selfoss sem skilaði fjöldan allan af hornspyrnum Selfoss meginn. Hvað gerist næst? Næstu leikir hjá báðum liðum er 1 júlí. FH fara á Meistaravelli og spila þar við KR. á sama tíma klukkan 19:15 fara Selfyssingar á Samsungvöllinn og etjakapp við Stjörnuna. Alfreð Elías Jóhannsson: Mikið leikjaálag framundan „ Ég er mjög ánægður með að vera loksins búinn að bæði skora og vinna leik. Við nýttum færin þó við fengum smá hjálp. Við fylltum boxið vel og vorum að taka góð hlaup. Við spiluðum ekkert illa í síðustu tveimur leikjum en þetta datt bara ekki fyrir okkur en núna erum við loksins kominn með þrjú stig”. Sagði Alferð Selfoss braut marka ísinn sinn með marki úr hornspyrnu og leyndi sér ekki að það var mikill léttir hjá stelpunum eftir að hafa verið búnar að spila 190 mínútur án þess að skora en Alfreð talaði um að þær höfðu skorað vel á æfingum sem hjálpar alltaf. „Það er gott að fá smá pásu við spilum við Stjörnuna eftir 8 daga og ef við komust áfram í Mjólkurbikarnum eru við að fara spila 6 - 7 leiki allavega í júlí mánuði svo það er langt og strangt mót framundan”. Sagði Alfreð. Sigríður Lára Garðarsdóttir: Við erum með gott lið og þurfum bara hafa trú á verkefninu „Við vorum undir í allri barráttu í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik rifum við okkur heldur betur upp en það dugði því miður skammt og tapaðist leikurinn með tveimur mörkum.” sagði svekkt Sigríður Lára FH hafa nú ekki skorað í þremur leikjum í röð og virðist ekki mörg teikn á lofti um að sóknarleikurinn sé á uppleið. „ Við verðum að vera með meira sjálfstraust á síðasta þriðjung því við erum góðar í fótbolta og getum haldið boltanum og skilað inn mörkum”. Sagði Sigríður Lára um hvað þarf að gerast svo þær skori mörk. FH kom heldur beittari inn í seinni hálfleikinn heldur en í þann fyrri og voru þær að vinna fyrsta og annan boltann sem þær gerðu ekki í fyrri hálfleik, var það jákvæða sem Sigríður Lára dróg úr þessum leik.
Pepsi Max-deild kvenna FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Guðni Eiriksson: Erum að skora mikið á æfingum Selfoss vann FH 2-0 í Hafnafirði í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Nýliðar FH eru enn án stiga og hafa ekki skorað mark. 23. júní 2020 22:00
Guðni Eiriksson: Erum að skora mikið á æfingum Selfoss vann FH 2-0 í Hafnafirði í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Nýliðar FH eru enn án stiga og hafa ekki skorað mark. 23. júní 2020 22:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti