Þú getur leyft þér það Rannveig Borg skrifar 21. júní 2020 15:00 Sagði ein vinkona mín við mig um daginn. Umræðan er tabú en þú ert í þeirri stöðu að geta leyft þér að skrifa um þetta málefni. Þess vegna skrifa ég þessa grein. Í dag getum við tekist á málefnalega um flest mál. Viðhorf okkar og opinber umræða geta þó breyst á skömmum tíma. Stundum hreinlega yfir nóttu. Metoo# byltingin er gott dæmi, hrottaleg aftaka George Floyd annað þá átti Gréta Thunberg stóran þátt í að koma hnattrænni hlýnun og grænmetisfæði á kortið. Þetta allt má ræða. Þá að bleika fílnum. Af hverju má ekki ræða bleika fílinn eða skaðsemi hans? Fólk gæti haldið að þú ættir við vandamál að stríða, værir í leynifélaginu, eða hreinlega orðin leiðinleg. Fólk sem drekkur ekki er boring manstu hvernig var talað um stúkufólkið eða bindindismenn? Best að mæta í boð en fara vel með að þú drekkir ekki. Þykjast drekka og vera eins og aðrir vera eins og hinir. Koma fyrst, fara síðast og dansa mest. Ein ástæðan er væntanlega sú að hann hefur verið hluti af menningu okkar í hundruði ára. Vegna þess finnst okkur hann jafn sjálfsagður ef ekki sjálfsagðari en einkabíllinn. - Jón er ekki byrjaður að keyra. Jón er ekki byrjaður að drekka. Jón er ekki orðinn fullorðinn. - Vissulega finnst okkur að okkur vegið þegar notkun einkabílsins er gagnrýnd. Við gætum ekki hugsað okkur lífið án hans. Ekki frekar en bleika fílsins. Og alls ekki bleika fílsins. Mig langar að sjá viðhorfsbreytingu. Við verðum meðvituð um að hann er það ávanabindandi að allir geta orðið háðir honum. Ekki einungis þeir sem eru í leynifélaginu. Við erum öll í sama bátnum. Að við gerum okkur grein fyrir að hann er krabbameinsvaldandi – já líka í hófi. Árið 2016 létust um 400 000 einstaklingar úr krabbameini af hans völdum. Krabbameinsáhættan eykst í hlutfalli við neyslu – til dæmis sýna rannsóknir að líkurnar á brjóstakrabbameini hjá konum aukast um ca 10% með hverjum 10 gr - eða einum drykk - á dag. Hann er ennfremur þunglyndisvaldandi (e. Depressant) og kvíðavekjandi. Hann er ekkert betri en önnur eiturlyf þó löglegur sé. Þvert á móti, rannsóknir sýna að þegar neikvæð áhrif á aðra auk beinna áhrifa á einstaklinginn eru mæld þá er hann jafnvel hættulegasta eiturlyfið vegna þess hversu almenn neysla hans er. Við þurfum að hætta að hlífa honum við gagnrýnni umræðu. Hann á ekkert inni hjá okkur. WHO talar um skaðlega notkun hans sem eitt helsta heilsufarsvandamálið í heiminum. Öll þekkjum við dæmi um vini og vandamenn sem hafa háð mjög erfiða báráttu sem fyrir hluta notenda endar illa. Í dag bíða mörg hundruð manns eftir plássi á Vogi. Og það eru einungis þeir sem eru tilbúnir að takast á við vandann. Sennilegt er að það sé einungis toppurinn á ísjakanum. Miklu máli skiptir að vera meðvituð um áhætturnar af hans völdum fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Flest viljum við jú vera fyrirmynd komandi kynslóða. Ljóst er að almenningur er ekki að fara að hætta að neyta vímugjafa. Það væri hin fullkomna útopía að halda öðru fram. Aftur á móti finnst mér óviðeigandi að við upphefjum, banaliserum og forðumst gagnrýna umræðu um einn þeirra. Þann eina sem við þurfum að afsaka af hverju við notum ekki. Bleika fílinn. Heilaga gleðidrykkinn. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og hefur tekið kúrsa í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/312318/WHO-MSD-MSB-18.2-eng.pdf?sequence=1&isAllowed=y 2. https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(10)61462-6/fulltext 3. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4299758/ 4. https://www.cancer-environnement.fr/262-Volume-100E--Tabac,-noix-darec,-alcool,-fumee-de-charbon-et-poisson-sale.ce.aspx?fbclid=IwAR006NHykLKeKoBY2t9yuQ-Jf0yoD9-j_yTxJ6edHfTMXxjJvs5eCYu4WFw 5. https://www.visir.is/g/20201978079d?fbclid=IwAR0V-f3S8bFXIzFVaQG1tj86bWwjlbSgdmTt17qK7H3lJkQ-LoUTwnFxFjE Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sagði ein vinkona mín við mig um daginn. Umræðan er tabú en þú ert í þeirri stöðu að geta leyft þér að skrifa um þetta málefni. Þess vegna skrifa ég þessa grein. Í dag getum við tekist á málefnalega um flest mál. Viðhorf okkar og opinber umræða geta þó breyst á skömmum tíma. Stundum hreinlega yfir nóttu. Metoo# byltingin er gott dæmi, hrottaleg aftaka George Floyd annað þá átti Gréta Thunberg stóran þátt í að koma hnattrænni hlýnun og grænmetisfæði á kortið. Þetta allt má ræða. Þá að bleika fílnum. Af hverju má ekki ræða bleika fílinn eða skaðsemi hans? Fólk gæti haldið að þú ættir við vandamál að stríða, værir í leynifélaginu, eða hreinlega orðin leiðinleg. Fólk sem drekkur ekki er boring manstu hvernig var talað um stúkufólkið eða bindindismenn? Best að mæta í boð en fara vel með að þú drekkir ekki. Þykjast drekka og vera eins og aðrir vera eins og hinir. Koma fyrst, fara síðast og dansa mest. Ein ástæðan er væntanlega sú að hann hefur verið hluti af menningu okkar í hundruði ára. Vegna þess finnst okkur hann jafn sjálfsagður ef ekki sjálfsagðari en einkabíllinn. - Jón er ekki byrjaður að keyra. Jón er ekki byrjaður að drekka. Jón er ekki orðinn fullorðinn. - Vissulega finnst okkur að okkur vegið þegar notkun einkabílsins er gagnrýnd. Við gætum ekki hugsað okkur lífið án hans. Ekki frekar en bleika fílsins. Og alls ekki bleika fílsins. Mig langar að sjá viðhorfsbreytingu. Við verðum meðvituð um að hann er það ávanabindandi að allir geta orðið háðir honum. Ekki einungis þeir sem eru í leynifélaginu. Við erum öll í sama bátnum. Að við gerum okkur grein fyrir að hann er krabbameinsvaldandi – já líka í hófi. Árið 2016 létust um 400 000 einstaklingar úr krabbameini af hans völdum. Krabbameinsáhættan eykst í hlutfalli við neyslu – til dæmis sýna rannsóknir að líkurnar á brjóstakrabbameini hjá konum aukast um ca 10% með hverjum 10 gr - eða einum drykk - á dag. Hann er ennfremur þunglyndisvaldandi (e. Depressant) og kvíðavekjandi. Hann er ekkert betri en önnur eiturlyf þó löglegur sé. Þvert á móti, rannsóknir sýna að þegar neikvæð áhrif á aðra auk beinna áhrifa á einstaklinginn eru mæld þá er hann jafnvel hættulegasta eiturlyfið vegna þess hversu almenn neysla hans er. Við þurfum að hætta að hlífa honum við gagnrýnni umræðu. Hann á ekkert inni hjá okkur. WHO talar um skaðlega notkun hans sem eitt helsta heilsufarsvandamálið í heiminum. Öll þekkjum við dæmi um vini og vandamenn sem hafa háð mjög erfiða báráttu sem fyrir hluta notenda endar illa. Í dag bíða mörg hundruð manns eftir plássi á Vogi. Og það eru einungis þeir sem eru tilbúnir að takast á við vandann. Sennilegt er að það sé einungis toppurinn á ísjakanum. Miklu máli skiptir að vera meðvituð um áhætturnar af hans völdum fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Flest viljum við jú vera fyrirmynd komandi kynslóða. Ljóst er að almenningur er ekki að fara að hætta að neyta vímugjafa. Það væri hin fullkomna útopía að halda öðru fram. Aftur á móti finnst mér óviðeigandi að við upphefjum, banaliserum og forðumst gagnrýna umræðu um einn þeirra. Þann eina sem við þurfum að afsaka af hverju við notum ekki. Bleika fílinn. Heilaga gleðidrykkinn. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og hefur tekið kúrsa í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/312318/WHO-MSD-MSB-18.2-eng.pdf?sequence=1&isAllowed=y 2. https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(10)61462-6/fulltext 3. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4299758/ 4. https://www.cancer-environnement.fr/262-Volume-100E--Tabac,-noix-darec,-alcool,-fumee-de-charbon-et-poisson-sale.ce.aspx?fbclid=IwAR006NHykLKeKoBY2t9yuQ-Jf0yoD9-j_yTxJ6edHfTMXxjJvs5eCYu4WFw 5. https://www.visir.is/g/20201978079d?fbclid=IwAR0V-f3S8bFXIzFVaQG1tj86bWwjlbSgdmTt17qK7H3lJkQ-LoUTwnFxFjE
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun