Umfjöllun og viðtöl: KA - Víkingur R. 0-0 | Liðin leita enn að fyrsta sigrinum Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. júní 2020 17:05 Óttar Magnús Karlsson. Vísir/Bára KA og Víkingur gerðu í dag markalaust jafntefli á Akureyri í fyrsta leik annarar umferðar í Pepsi Max deild karla. Það voru færi á báða bóga en sóknir beggja liða voru ansi bitlausar í dag. Víkingur byrjuðu leikinn betur en fyrstu tíu mínúturnar gekk lítið upp hjá heimamönnum. Óttar Magnús Karlsson var nálægt því að koma Víkingum yfir snemma í leiknum þegar hann náði skoti eftir aukaspyrnu frá Viktori Örlýg Andrasyni. KA menn voru að fá slatta af föstum leikatriðum þegar leið á fyrri hálfleikinn og voru að spila mjög flottan varnarleik sömuleiðis. Þeir voru þó nálægt því að skora. Besta færið þeirra í leiknum kom á 22. mínútu þegar Nökkvi Þeyr Þórisson stóð einn í vítateig Víkinga í hornspyrnu frá Bjarna Aðalsteins og náði að stanga boltann í átt að markinu en Ingvar Jónsson náði að verja vel. Hallgrímur Mar var síðan leika einu sinni nálægt því að koma heimamönnum yfir með aukaspyrnu sem sleikti slánna hjá Víkingum. Gestirnir náðu nokkrum góðum sóknum undir lok fyrri hálfleiksins. Óttar Magnús fékk einu sinni boltann í teignum en skóflaði honum langt yfir markið. Óttar fékk síðan besta færi leiksins á 39. mínútu. Ágúst Eðvald Hlynsson stal slæmri sendingu frá Hallgrím Jónassyni í öftustu línu hjá KA og kom boltanum á Óttar. Óttar var einn á móti Aroni Degi en Aron Dagur gerði frábærlega og varði frá Óttari. Víkingur stýrðu umferðinni alveg í seinni hálfleiknum. KA áttu einhver föst leikatriði en þeir ógnuðu Ingvari í marki Víkings aldrei almennilega. Víkingar voru samt ekki mikið að ógna markinu fyrr en Arnar Gunnlaugsson gerði þrefalda skiptingu á 62. mínútu. Í fyrstu sókn gestanna eftir þreföldu skiptinguna var Kristall Máni Ingason einn af varamönnununum þremur nálægt því að koma þeim yfir þegar hann fékk boltann í teignum en skotið fór í varnarmann. Víkingar voru nokkrum sinnum á lokakorterinu nálægt því að komast í dauðafæri en KA náðu alltaf að verjast vel. Bjarni Páll Linnet Runólfsson átti kannski besta færið á 88. mínútu en Nikolaj Hansen vann boltann af KA og setti af stað skyndisókn. Mikkel Qvist náði þó að fara fyrir skotið frá Bjarna. Af hverju varð jafntefli? Bæði lið voru ansi slök sóknarlega verður að segjast bara. Víkingar voru klárlega betra liðið en það voru engin alvöru dauðafæri og þeir geta bara sjálfum sér um kennt. Hverjir stóðu upp úr? Davíð Örn Atlason var maður leiksins. Hann varðist vel og var aldrei í neinum vandræðum enda var ógnin vissulega aldrei mikil. En sóknarlega var hann líka frábær og var eins og rennilás upp og niður hægri vænginn. Sölvi Geir var líka áberandi flottur í vörninni hjá Víkingum en hann var oft að skalla þessi innköst hans Mikkel Qvist í burtu. Síðan komu varamennirnir þrír Kristall, Logi og Nikolaj með orku inn í Víkingsliðið sem þeir þurftu klárlega á að halda. Það var 1999 árgangurinn sem stóð upp úr í KA liðinu í dag. Aron Dagur varði nokkrum sinnum vel, sérstaklega þegar hann var einn á móti Óttari. Bjarni Aðalsteins var flottur á miðjunni, sérstaklega í þessum kafla í fyrri hálfleik þegar KA voru að ógna aðeins meira og síðan var Brynjar Ingi Bjarnason flottur í vörninni hjá KA. Hvað gekk illa? KA Otto varla skot úr opnum leik í leiknum en þeir eru alls ekki að spila skemmtilegan fótbolta því miður. Það vantar ennþá nokkra menn sem eru meiddir og þeir geta vonandi bætt einhverju við sóknarlega hjá þeim. Það er kannski ósanngjarnt að taka þessa tvo leikmenn út fyrir sviga en maður býst við miklu meira frá Óttari Magnúsi og Ágúst Eðvald. Óttar átti bestu færi leiksins en fór ekki nógu vel með þau. Ágúst var mjög skapandi á köflum en maður var að vonast eftir því að hann myndi springa út á þessu tímabili sem stjarna í þessari deild en þá verður maður einfaldlega að búa til mörk. Hvað gerist næst? Í vikunni er umferð í Mjólkurbikarnum. KA menn fá Leikni frá Reykjavík í heimsókn á miðvikudaginn klukkan 18:00 en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á Ólafsvík verður síðan Víkingaslagur af bestu gerð. Víkingur frá Reykjavík heimsækjir Víking frá Ólafsvík á fimmtudaginn klukkan 19:15.Viðtöl koma hér inn síðar í dag. Óli Stefán: Grunnurinn var til staðar „Ég er þokkalega sáttur. Leikplanið gekk upp hjá okkur. Við vorum þéttir, lokuðum vel á þeirra spil, en ég er hins vegar ósáttur við það hvað við gerðum við boltann oft og tíðum. Við gátum gert mikið betur, fengið betra færi og látið boltann vinna vængjana á milli. Við fórum nánast aldrei í það. Það er svo sem í góðu, grunnurinn var til staðar í dag og það er jákvætt,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sammála um að boltinn hefði lítið fengið að rúlla í leiknum. Arnar: Hálfpirrandi að horfa á þetta „Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Völlurinn var „sticky“ og leikurinn var svolítið „physical“. Það vantaði flæði í leikinn. Mér fannst við klárlega betra liðið, liðið sem reyndi að spila, en KA var með gott plan og tókst að drepa niður allt tempó í leiknum. Það voru miklar tafir og það var hálfpirrandi að horfa á þetta, alla vega fyrir mig og örugglega áhorfendur líka. Hafandi sagt það þá fengum við alveg færi til að gera út af við leikinn, en eitt stig er ekkert slys á þessum velli, miðað við hvernig þetta hefur allt þróast,“ sagði Arnar, en nánar er rætt við þjálfarana í myndskeiðinu hér að neðan. Pepsi Max-deild karla KA Víkingur Reykjavík
KA og Víkingur gerðu í dag markalaust jafntefli á Akureyri í fyrsta leik annarar umferðar í Pepsi Max deild karla. Það voru færi á báða bóga en sóknir beggja liða voru ansi bitlausar í dag. Víkingur byrjuðu leikinn betur en fyrstu tíu mínúturnar gekk lítið upp hjá heimamönnum. Óttar Magnús Karlsson var nálægt því að koma Víkingum yfir snemma í leiknum þegar hann náði skoti eftir aukaspyrnu frá Viktori Örlýg Andrasyni. KA menn voru að fá slatta af föstum leikatriðum þegar leið á fyrri hálfleikinn og voru að spila mjög flottan varnarleik sömuleiðis. Þeir voru þó nálægt því að skora. Besta færið þeirra í leiknum kom á 22. mínútu þegar Nökkvi Þeyr Þórisson stóð einn í vítateig Víkinga í hornspyrnu frá Bjarna Aðalsteins og náði að stanga boltann í átt að markinu en Ingvar Jónsson náði að verja vel. Hallgrímur Mar var síðan leika einu sinni nálægt því að koma heimamönnum yfir með aukaspyrnu sem sleikti slánna hjá Víkingum. Gestirnir náðu nokkrum góðum sóknum undir lok fyrri hálfleiksins. Óttar Magnús fékk einu sinni boltann í teignum en skóflaði honum langt yfir markið. Óttar fékk síðan besta færi leiksins á 39. mínútu. Ágúst Eðvald Hlynsson stal slæmri sendingu frá Hallgrím Jónassyni í öftustu línu hjá KA og kom boltanum á Óttar. Óttar var einn á móti Aroni Degi en Aron Dagur gerði frábærlega og varði frá Óttari. Víkingur stýrðu umferðinni alveg í seinni hálfleiknum. KA áttu einhver föst leikatriði en þeir ógnuðu Ingvari í marki Víkings aldrei almennilega. Víkingar voru samt ekki mikið að ógna markinu fyrr en Arnar Gunnlaugsson gerði þrefalda skiptingu á 62. mínútu. Í fyrstu sókn gestanna eftir þreföldu skiptinguna var Kristall Máni Ingason einn af varamönnununum þremur nálægt því að koma þeim yfir þegar hann fékk boltann í teignum en skotið fór í varnarmann. Víkingar voru nokkrum sinnum á lokakorterinu nálægt því að komast í dauðafæri en KA náðu alltaf að verjast vel. Bjarni Páll Linnet Runólfsson átti kannski besta færið á 88. mínútu en Nikolaj Hansen vann boltann af KA og setti af stað skyndisókn. Mikkel Qvist náði þó að fara fyrir skotið frá Bjarna. Af hverju varð jafntefli? Bæði lið voru ansi slök sóknarlega verður að segjast bara. Víkingar voru klárlega betra liðið en það voru engin alvöru dauðafæri og þeir geta bara sjálfum sér um kennt. Hverjir stóðu upp úr? Davíð Örn Atlason var maður leiksins. Hann varðist vel og var aldrei í neinum vandræðum enda var ógnin vissulega aldrei mikil. En sóknarlega var hann líka frábær og var eins og rennilás upp og niður hægri vænginn. Sölvi Geir var líka áberandi flottur í vörninni hjá Víkingum en hann var oft að skalla þessi innköst hans Mikkel Qvist í burtu. Síðan komu varamennirnir þrír Kristall, Logi og Nikolaj með orku inn í Víkingsliðið sem þeir þurftu klárlega á að halda. Það var 1999 árgangurinn sem stóð upp úr í KA liðinu í dag. Aron Dagur varði nokkrum sinnum vel, sérstaklega þegar hann var einn á móti Óttari. Bjarni Aðalsteins var flottur á miðjunni, sérstaklega í þessum kafla í fyrri hálfleik þegar KA voru að ógna aðeins meira og síðan var Brynjar Ingi Bjarnason flottur í vörninni hjá KA. Hvað gekk illa? KA Otto varla skot úr opnum leik í leiknum en þeir eru alls ekki að spila skemmtilegan fótbolta því miður. Það vantar ennþá nokkra menn sem eru meiddir og þeir geta vonandi bætt einhverju við sóknarlega hjá þeim. Það er kannski ósanngjarnt að taka þessa tvo leikmenn út fyrir sviga en maður býst við miklu meira frá Óttari Magnúsi og Ágúst Eðvald. Óttar átti bestu færi leiksins en fór ekki nógu vel með þau. Ágúst var mjög skapandi á köflum en maður var að vonast eftir því að hann myndi springa út á þessu tímabili sem stjarna í þessari deild en þá verður maður einfaldlega að búa til mörk. Hvað gerist næst? Í vikunni er umferð í Mjólkurbikarnum. KA menn fá Leikni frá Reykjavík í heimsókn á miðvikudaginn klukkan 18:00 en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á Ólafsvík verður síðan Víkingaslagur af bestu gerð. Víkingur frá Reykjavík heimsækjir Víking frá Ólafsvík á fimmtudaginn klukkan 19:15.Viðtöl koma hér inn síðar í dag. Óli Stefán: Grunnurinn var til staðar „Ég er þokkalega sáttur. Leikplanið gekk upp hjá okkur. Við vorum þéttir, lokuðum vel á þeirra spil, en ég er hins vegar ósáttur við það hvað við gerðum við boltann oft og tíðum. Við gátum gert mikið betur, fengið betra færi og látið boltann vinna vængjana á milli. Við fórum nánast aldrei í það. Það er svo sem í góðu, grunnurinn var til staðar í dag og það er jákvætt,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sammála um að boltinn hefði lítið fengið að rúlla í leiknum. Arnar: Hálfpirrandi að horfa á þetta „Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Völlurinn var „sticky“ og leikurinn var svolítið „physical“. Það vantaði flæði í leikinn. Mér fannst við klárlega betra liðið, liðið sem reyndi að spila, en KA var með gott plan og tókst að drepa niður allt tempó í leiknum. Það voru miklar tafir og það var hálfpirrandi að horfa á þetta, alla vega fyrir mig og örugglega áhorfendur líka. Hafandi sagt það þá fengum við alveg færi til að gera út af við leikinn, en eitt stig er ekkert slys á þessum velli, miðað við hvernig þetta hefur allt þróast,“ sagði Arnar, en nánar er rætt við þjálfarana í myndskeiðinu hér að neðan.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti