Bæjarstjórinn með umferðarflautuna Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 16. júní 2020 12:00 Þetta kjörtímabil hefur ekki verið gott fyrir meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, tekjur hafa ekki dugað fyrir útgjöldum og bærinn hefur margfaldað skuldir sínar. Vegna ofurtrú á því að Seltirningar megi ekki borga jafn hátt útsvar og íbúar í Kópavogi og Hafnarfirði þá hefur meirihlutinn gripið til sársaukafullra aðgerða. Leikskólagjöld, matarkostnaður eldri borgara og leiga á félagslegu húsnæði hefur hækkað um tugi prósenta. Skorið var niður í grunnskólanum svo bekkir stækka, í tónlistarskólanum svo biðlisti lengist, 40% af stöðugildum félagsmiðstöðvarinnar voru skorin út, starfsfólki sagt upp og ofan á þetta bætist nú Covid ástandið. Þessar aðgerðir hafa ekki aukið stuðning við Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi sem hefur verið minnkandi í síðustu kosningum en flokkurinn fékk í fyrsta sinn frá stofnun sveitarfélagsins minnihluta atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2018. En þegar öll spjót standa að bæjarstjóranum þá getur verið gott að eiga patent lausnir á lager til að dreifa umræðunni og að þessu sinni var blásið í umferðarflautuna. Bæjarstjórinn fór í blöðin og kvartaði yfir viðtali við formann skipulagsnefndar þar sem kom fram að áætlað væri að setja upp 6 ljósastýrðar gönguþveranir yfir Eiðisgrandann. Umferðarflautan virkaði vel og áður en maður vissi af voru stjörnulögmenn á Seltjarnarnesi farnir að rífast við sjónvarpsmenn úr Reykjavík og að lokum fór umræðan að sjálfsögðu út í það að tala um umræðuna sjálfa og að hún væri allt of harkaleg. Ég viðurkenni að þrátt fyrir að ég sé sammála um að bæta mætti tengingar fyrir gangandi vegfarendur á Eiðisgrandanum þá þótti mér 6 umferðarljós ansi vel í lagt á stuttum kafla. Ég hafði því samband við borgina og kom þá í ljós að hér var á ferð misskilningur á milli blaðamanns og borgarfulltrúans og þessar 6 gönguþveranir séu aðeins þær gangbrautir sem eru nú þegar til staðar og ein þeirra er ljósastýrð og hefur verið síðastliðin 7 ár. Helsta inntak í gagnrýni bæjarstjórans á borgina var skortur á samráði og samtali en eins og þetta mál sýnir, að þá er mikilvægt að samtalið sé opið í báðar áttir og hefði bæjarstjórinn getað hlíft íbúum bæjarins við óþarfa áhyggjum og karpi ef hún hefði farið eftir eigin ráðum og átt samtal við borgina áður en hún rauk í blöðin. En á meðan við ræðum um gönguljós er ekki talað um niðurskurð á þjónustu við bæjarbúa svo kannski náði bæjarstjórinn einfaldlega sínum markmiðum. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þetta kjörtímabil hefur ekki verið gott fyrir meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, tekjur hafa ekki dugað fyrir útgjöldum og bærinn hefur margfaldað skuldir sínar. Vegna ofurtrú á því að Seltirningar megi ekki borga jafn hátt útsvar og íbúar í Kópavogi og Hafnarfirði þá hefur meirihlutinn gripið til sársaukafullra aðgerða. Leikskólagjöld, matarkostnaður eldri borgara og leiga á félagslegu húsnæði hefur hækkað um tugi prósenta. Skorið var niður í grunnskólanum svo bekkir stækka, í tónlistarskólanum svo biðlisti lengist, 40% af stöðugildum félagsmiðstöðvarinnar voru skorin út, starfsfólki sagt upp og ofan á þetta bætist nú Covid ástandið. Þessar aðgerðir hafa ekki aukið stuðning við Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi sem hefur verið minnkandi í síðustu kosningum en flokkurinn fékk í fyrsta sinn frá stofnun sveitarfélagsins minnihluta atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2018. En þegar öll spjót standa að bæjarstjóranum þá getur verið gott að eiga patent lausnir á lager til að dreifa umræðunni og að þessu sinni var blásið í umferðarflautuna. Bæjarstjórinn fór í blöðin og kvartaði yfir viðtali við formann skipulagsnefndar þar sem kom fram að áætlað væri að setja upp 6 ljósastýrðar gönguþveranir yfir Eiðisgrandann. Umferðarflautan virkaði vel og áður en maður vissi af voru stjörnulögmenn á Seltjarnarnesi farnir að rífast við sjónvarpsmenn úr Reykjavík og að lokum fór umræðan að sjálfsögðu út í það að tala um umræðuna sjálfa og að hún væri allt of harkaleg. Ég viðurkenni að þrátt fyrir að ég sé sammála um að bæta mætti tengingar fyrir gangandi vegfarendur á Eiðisgrandanum þá þótti mér 6 umferðarljós ansi vel í lagt á stuttum kafla. Ég hafði því samband við borgina og kom þá í ljós að hér var á ferð misskilningur á milli blaðamanns og borgarfulltrúans og þessar 6 gönguþveranir séu aðeins þær gangbrautir sem eru nú þegar til staðar og ein þeirra er ljósastýrð og hefur verið síðastliðin 7 ár. Helsta inntak í gagnrýni bæjarstjórans á borgina var skortur á samráði og samtali en eins og þetta mál sýnir, að þá er mikilvægt að samtalið sé opið í báðar áttir og hefði bæjarstjórinn getað hlíft íbúum bæjarins við óþarfa áhyggjum og karpi ef hún hefði farið eftir eigin ráðum og átt samtal við borgina áður en hún rauk í blöðin. En á meðan við ræðum um gönguljós er ekki talað um niðurskurð á þjónustu við bæjarbúa svo kannski náði bæjarstjórinn einfaldlega sínum markmiðum. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun