Munurinn á því að vinna í rigningu eða sól Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. júní 2020 10:00 Íslensk rigningasumur ættu að henta sumum vinnuveitendum sérstaklega vel. Vísir/Getty Um langa hríð hafa menn velt því fyrir sér hvort fólk sé almennt latari á sumrin en á veturnar. Áhrifavaldurinn er þá helst talinn veðrið eða sumarblíðan, þ.e. að hiti og sól geti gert okkur latari að sama skapi og við getum einbeitt okkur vel að vinnu þegar veðrið er svo vont að engum í rauninni langar út úr húsi. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar um þetta. Til dæmis var gerð rannsókn árið 2008 þar sem niðurstöður sýndu að á rigningardögum unnu menn að meðaltali hálftímanum meira en á sólríkum dögum. Þessi rannsókn var gerð í Bandaríkjunum. Ekkert ósvipaðar niðurstöður fengust úr rannsókn sem gerð var árið 2012 þar sem markhópur svarenda voru japanskir starfsmenn í fjármálageiranum. Samkvæmt þeim niðurstöðum virtist leiðindaveður skila sér í meiri framleiðni því það tók fólk hreinlega styttri tíma að afgreiða verkefni eins og lánaumsóknir og fleira, í samanburði við sams konar verkefni á sólríkum dögum. Til að sannreyna það hvort þessar niðurstöður væru réttar ákváðu vísindamenn að prófa að gera smá tilraun með nemendur við Harvard háskóla. Tilraunin fól það í sér að hópur nemenda fékk sex ljósmyndir til skoðunar en í kjölfarið áttu þau að leysa einfalt verkefni: Að lista upp þeirra eigin daglegu rútínu. Ljósmyndirnar sýndu fólk annar vegar í góðu veðri við einhverja ánægjulega iðju. Sem dæmi má um myndir má nefna fólk að borða utandyra, að sigla eða stunda einhverja aðra útivist. Hinn hluti hópsins fékk hins vegar myndir frá rigningadögum. Niðurstöður tilraunarinnar sýndu að sá hópur nemenda sem fékk myndir af sólríkum dögum var ekki fljótur til við að klára verkefnið sitt og í stað þess að lýsa daglegri rútínu, voru nemendur uppteknari við að lista upp allt það sem því myndi helst langa að vera að gera frekar en hvað það væri í raun að gera. Hinn hópurinn, þ.e. sá hópur sem fékk myndir af rigningadögum, var hins vegar fljótari til við að klára og með meiri fókus á því til hvers var ætlast til af þeim. Vinnumarkaður Mest lesið Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Um langa hríð hafa menn velt því fyrir sér hvort fólk sé almennt latari á sumrin en á veturnar. Áhrifavaldurinn er þá helst talinn veðrið eða sumarblíðan, þ.e. að hiti og sól geti gert okkur latari að sama skapi og við getum einbeitt okkur vel að vinnu þegar veðrið er svo vont að engum í rauninni langar út úr húsi. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar um þetta. Til dæmis var gerð rannsókn árið 2008 þar sem niðurstöður sýndu að á rigningardögum unnu menn að meðaltali hálftímanum meira en á sólríkum dögum. Þessi rannsókn var gerð í Bandaríkjunum. Ekkert ósvipaðar niðurstöður fengust úr rannsókn sem gerð var árið 2012 þar sem markhópur svarenda voru japanskir starfsmenn í fjármálageiranum. Samkvæmt þeim niðurstöðum virtist leiðindaveður skila sér í meiri framleiðni því það tók fólk hreinlega styttri tíma að afgreiða verkefni eins og lánaumsóknir og fleira, í samanburði við sams konar verkefni á sólríkum dögum. Til að sannreyna það hvort þessar niðurstöður væru réttar ákváðu vísindamenn að prófa að gera smá tilraun með nemendur við Harvard háskóla. Tilraunin fól það í sér að hópur nemenda fékk sex ljósmyndir til skoðunar en í kjölfarið áttu þau að leysa einfalt verkefni: Að lista upp þeirra eigin daglegu rútínu. Ljósmyndirnar sýndu fólk annar vegar í góðu veðri við einhverja ánægjulega iðju. Sem dæmi má um myndir má nefna fólk að borða utandyra, að sigla eða stunda einhverja aðra útivist. Hinn hluti hópsins fékk hins vegar myndir frá rigningadögum. Niðurstöður tilraunarinnar sýndu að sá hópur nemenda sem fékk myndir af sólríkum dögum var ekki fljótur til við að klára verkefnið sitt og í stað þess að lýsa daglegri rútínu, voru nemendur uppteknari við að lista upp allt það sem því myndi helst langa að vera að gera frekar en hvað það væri í raun að gera. Hinn hópurinn, þ.e. sá hópur sem fékk myndir af rigningadögum, var hins vegar fljótari til við að klára og með meiri fókus á því til hvers var ætlast til af þeim.
Vinnumarkaður Mest lesið Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira