Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 10:30 Raheem Sterling hjá Manchester City í samstuði við Virgil Van Dijk hjá Liverpool en það þarf væntanlega að fresta næsta leik liðanna inn á sumarið vegna þátttöku Manchester City í enska bikarnum. Getty/Alex Livesey Stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar vinna nú hörðum höndum að því að setja upp allt leikjaskipulagið fyrir sumardeildina en keppni á að hefjast aftur í ensku úrvalsdeildinni 17. júní næstkomandi. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan 9. mars en öllum leikjum var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Um tíma var óttast um að það yrði að flauta mótið af en fljótlega varð hins vegar ljóst að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og félögin tuttugu ætluðu að finna leiðir til þess að klára mótið. Nú er að koma betri mynd á þessa endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar en í fyrsta sinn í sögu hennar verða leiknir leikir í júní og júlí eða þegar liðin eru vanalega í sumarfríi. Guardian fer yfir planið í frétt hjá sér en helstu útlínur tímabilsins eru komnar á hreint. Some clubs will face run of three matches in seven days when Premier League returns. Story by @DaveHytner https://t.co/3rLKtXWA1K— Guardian sport (@guardian_sport) June 2, 2020 Sex umferðir munu fara fram á löngum helgum, það er frá föstudegi til mánudags, en þrjár umferðir verða spilaðar í miðri viku. Leikirnir í miðri viku fara fram á þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi en samkvæmt frétt Guardian þá verður spilað í miðri viku, 23. til 25. júní, 7. til 9. júlí og 14. til 16. júlí. Enska úrvalsdeildin hefst miðvikudaginn 17. júní en þá verða spilaðir þeir leikir sem liðin áttu inni það er Manchester City - Arsenal og Aston Villa - Sheffield United. Viðmunaðarreglan er að liðin spili ekki á tveggja sólarhringafresti en það má búast við að liðin spili þrisvar sinnum á einni viku. Sem dæmi um það þá gæti lið þurft að spila á mánudegi, fimmtudegi og sunnudegi og þar erum við að tala um þrjá leiki á aðeins sex dögum. Enska úrvalsdeildin á að klárast fyrir Verslunarmannahelgi eða helgina 25. til 26. júlí næstkomandi en bikarúrslitaleikurinn hefur verið settur á um þá helgi. Átta liða úrslit enska bikarsins hafa verið sett á helgina 27. til 28. júní og undanúrslitin eiga að fara fram 18. til 19. júlí. Einu vikurnar þar sem ekki eru leikir á núna eru vikurnar eftir þessa bikarleiki en þangað fara deildarleikirnir sem verða frestað vegna bikarleikjanna. Leikirnir sem þurfa væntanlega að fara vegna bikarleikjanna í átta liða úrslitunum eru Bournemouth-Newcastle, Arsenal-Norwich, Brighton-Manchester United, Everton-Leicester, Manchester City-Liverpool, Sheffield United-Tottenham og West Ham-Chelsea. Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira
Stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar vinna nú hörðum höndum að því að setja upp allt leikjaskipulagið fyrir sumardeildina en keppni á að hefjast aftur í ensku úrvalsdeildinni 17. júní næstkomandi. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan 9. mars en öllum leikjum var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Um tíma var óttast um að það yrði að flauta mótið af en fljótlega varð hins vegar ljóst að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og félögin tuttugu ætluðu að finna leiðir til þess að klára mótið. Nú er að koma betri mynd á þessa endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar en í fyrsta sinn í sögu hennar verða leiknir leikir í júní og júlí eða þegar liðin eru vanalega í sumarfríi. Guardian fer yfir planið í frétt hjá sér en helstu útlínur tímabilsins eru komnar á hreint. Some clubs will face run of three matches in seven days when Premier League returns. Story by @DaveHytner https://t.co/3rLKtXWA1K— Guardian sport (@guardian_sport) June 2, 2020 Sex umferðir munu fara fram á löngum helgum, það er frá föstudegi til mánudags, en þrjár umferðir verða spilaðar í miðri viku. Leikirnir í miðri viku fara fram á þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi en samkvæmt frétt Guardian þá verður spilað í miðri viku, 23. til 25. júní, 7. til 9. júlí og 14. til 16. júlí. Enska úrvalsdeildin hefst miðvikudaginn 17. júní en þá verða spilaðir þeir leikir sem liðin áttu inni það er Manchester City - Arsenal og Aston Villa - Sheffield United. Viðmunaðarreglan er að liðin spili ekki á tveggja sólarhringafresti en það má búast við að liðin spili þrisvar sinnum á einni viku. Sem dæmi um það þá gæti lið þurft að spila á mánudegi, fimmtudegi og sunnudegi og þar erum við að tala um þrjá leiki á aðeins sex dögum. Enska úrvalsdeildin á að klárast fyrir Verslunarmannahelgi eða helgina 25. til 26. júlí næstkomandi en bikarúrslitaleikurinn hefur verið settur á um þá helgi. Átta liða úrslit enska bikarsins hafa verið sett á helgina 27. til 28. júní og undanúrslitin eiga að fara fram 18. til 19. júlí. Einu vikurnar þar sem ekki eru leikir á núna eru vikurnar eftir þessa bikarleiki en þangað fara deildarleikirnir sem verða frestað vegna bikarleikjanna. Leikirnir sem þurfa væntanlega að fara vegna bikarleikjanna í átta liða úrslitunum eru Bournemouth-Newcastle, Arsenal-Norwich, Brighton-Manchester United, Everton-Leicester, Manchester City-Liverpool, Sheffield United-Tottenham og West Ham-Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira