Heilbrigðisþjónusta ríkisrekin og ekki ríkisrekin Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. maí 2020 18:30 Umsvif heilbrigðisþjónustu hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum og áratugum. Tækniframfarir á öllum sviðum heilbrigðismála eru og hafa verið í örri þróun sem gerir möguleika okkar að fást við hina ýmsu sjúkdóma bæði líkamlega og andlega á mun árangursríkari hátt en áður var. Þetta er gleðiefni, þó koma upp sjúkdómar eins og sá sem nú skekur heiminn, Covid-19 sem setur allt mannlegt samfélag á móður jörð á hliðina. Þetta kennir manni að vanmáttur mannsins gegn lífinu er hnattrænn. Hér á Íslandi er árangur við þessa veiru gríðarlega aðdáunarverður og ber að þakka fyrir það. Heilbrigðiskerfið hér á landi hefur verið ríkisrekið í bland við einka- og félagarekstur og gengið bærilega. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa stjórnendur fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru ríkisrekin kvartað yfir sinni stöðu gagnvart hinu opinbera og þá helst heilbrigðisráðuneytinu. Það er eins og ráðherra heilbrigðismála sjái „rautt“ ef viðkomandi heilbrigðisþjónusta er ekki ríkisrekin. Vill heilbrigðisráherra að hjúkrunar- og dvalarheimili, fíknmeðferðir, sjúkraþjálfun og önnur heilbrigðisþjónusta sem ekki er ríkisrekin verði komið fyrir í fangi ríkisins. Væri það ódýrara fyrir skattgreiðendur okkar lands? Í kastljósþætti kom fram hjá Kára Stefánssyni að hans fyrirtæki, Erfðagreining kæmi ekki að frekari skimunum nema af beiðni Þórólf sóttvarnalæknis. Erfðagreining á stóran þátt í því hvað vel hefur gengið í baráttunni við Covid-19 en að sögn Kára ekki fengið svo mikið sem „takk“ frá heilbrigðisráðherra. Samtök félaga í velferðarþjónustu sem halda úti þjónustu hjúkrunar- og dvalarheimila hafa lyft grettistaki í þeim árangri að halda sýkingum frá hjúkrunarheimilunum í covid-19 fárinu og því hefur fylgt mikil kostnaður. Þau haf þurft að gera tvíbýli að einbýli, og orðið þar af leiðandi af þeim af tekjum frá ríkinu vegna minni nýtingu dvalarrýma út af 2 metra reglu út af Covid-19. Ríkið greiðir ekki fyrir þjónustu dvalarýma nema þau séu nýtt, þannig að minni nýting rýma vegna Covid-19 hefur rýrt tekjur hjúkrunarheimila sem því nemur. þar hefur starfsfólk lagt á sig mikla aukavinnu til að mæta því ástandi sem veiran hefur haft í fór með sér. Í tíð núverandi ríkisstjórna hefur orðið raun lækkun á daggjöldum til hjúkrunarheimila þrátt fyrir skýr fyrirheit í stjórnarsáttmálanum um annað. Ítrekað hefur verið leitað eftir leiðréttingu á því en ekki fengist. Hrópandi er sá munur á daggjöldum sem heimilin fá til móts við þann kostnað sem t.d. kostar ríkið (Landspítala) að reka Vífilsstaði og hafa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu ítrekað bent á þann mismun. Hjúkrunarheimili á Íslandi og starfmenn þeirra hafa sýnt það og sannað nú á tímum Covid-19 hverslags úrvalsstarfsemi fer fram á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Staðan á hjúkrunarheimilum hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd er sláandi. Starfsfólki hjúkrunarheimila ber að þakka og er rétt að taka fram að heimilin sáu til þess með framgöngu sinni að álag á sjúkrahúsum og þá sérstaklega Landspítala varð minn en reikna mátti með. Rekstrarform það sem mörg heimilin starfa innan, svokallað sjálfseignarstofnanaform, hefur sannað gildi sitt í gegnum árin og áratugina, ríkið á ekki að standa í slíkum rekstri þó það greiði að sjálfsögðu fyrir þjónustuna. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa sannað tilverurétt sinn með sinni framgöngu og hagsmunabaráttu fyrir hjúkrunarheimili landsins, burtséð frá baklandi og rekstrarformi hvers og eins heimilis. Formfesta ætti samskipti ríkisvaldsins enn frekar við heimilin þannig að samráð og samvinna yrði tryggð með bestum og skýrustum hætti til framtíðar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Umsvif heilbrigðisþjónustu hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum og áratugum. Tækniframfarir á öllum sviðum heilbrigðismála eru og hafa verið í örri þróun sem gerir möguleika okkar að fást við hina ýmsu sjúkdóma bæði líkamlega og andlega á mun árangursríkari hátt en áður var. Þetta er gleðiefni, þó koma upp sjúkdómar eins og sá sem nú skekur heiminn, Covid-19 sem setur allt mannlegt samfélag á móður jörð á hliðina. Þetta kennir manni að vanmáttur mannsins gegn lífinu er hnattrænn. Hér á Íslandi er árangur við þessa veiru gríðarlega aðdáunarverður og ber að þakka fyrir það. Heilbrigðiskerfið hér á landi hefur verið ríkisrekið í bland við einka- og félagarekstur og gengið bærilega. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa stjórnendur fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru ríkisrekin kvartað yfir sinni stöðu gagnvart hinu opinbera og þá helst heilbrigðisráðuneytinu. Það er eins og ráðherra heilbrigðismála sjái „rautt“ ef viðkomandi heilbrigðisþjónusta er ekki ríkisrekin. Vill heilbrigðisráherra að hjúkrunar- og dvalarheimili, fíknmeðferðir, sjúkraþjálfun og önnur heilbrigðisþjónusta sem ekki er ríkisrekin verði komið fyrir í fangi ríkisins. Væri það ódýrara fyrir skattgreiðendur okkar lands? Í kastljósþætti kom fram hjá Kára Stefánssyni að hans fyrirtæki, Erfðagreining kæmi ekki að frekari skimunum nema af beiðni Þórólf sóttvarnalæknis. Erfðagreining á stóran þátt í því hvað vel hefur gengið í baráttunni við Covid-19 en að sögn Kára ekki fengið svo mikið sem „takk“ frá heilbrigðisráðherra. Samtök félaga í velferðarþjónustu sem halda úti þjónustu hjúkrunar- og dvalarheimila hafa lyft grettistaki í þeim árangri að halda sýkingum frá hjúkrunarheimilunum í covid-19 fárinu og því hefur fylgt mikil kostnaður. Þau haf þurft að gera tvíbýli að einbýli, og orðið þar af leiðandi af þeim af tekjum frá ríkinu vegna minni nýtingu dvalarrýma út af 2 metra reglu út af Covid-19. Ríkið greiðir ekki fyrir þjónustu dvalarýma nema þau séu nýtt, þannig að minni nýting rýma vegna Covid-19 hefur rýrt tekjur hjúkrunarheimila sem því nemur. þar hefur starfsfólk lagt á sig mikla aukavinnu til að mæta því ástandi sem veiran hefur haft í fór með sér. Í tíð núverandi ríkisstjórna hefur orðið raun lækkun á daggjöldum til hjúkrunarheimila þrátt fyrir skýr fyrirheit í stjórnarsáttmálanum um annað. Ítrekað hefur verið leitað eftir leiðréttingu á því en ekki fengist. Hrópandi er sá munur á daggjöldum sem heimilin fá til móts við þann kostnað sem t.d. kostar ríkið (Landspítala) að reka Vífilsstaði og hafa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu ítrekað bent á þann mismun. Hjúkrunarheimili á Íslandi og starfmenn þeirra hafa sýnt það og sannað nú á tímum Covid-19 hverslags úrvalsstarfsemi fer fram á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Staðan á hjúkrunarheimilum hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd er sláandi. Starfsfólki hjúkrunarheimila ber að þakka og er rétt að taka fram að heimilin sáu til þess með framgöngu sinni að álag á sjúkrahúsum og þá sérstaklega Landspítala varð minn en reikna mátti með. Rekstrarform það sem mörg heimilin starfa innan, svokallað sjálfseignarstofnanaform, hefur sannað gildi sitt í gegnum árin og áratugina, ríkið á ekki að standa í slíkum rekstri þó það greiði að sjálfsögðu fyrir þjónustuna. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa sannað tilverurétt sinn með sinni framgöngu og hagsmunabaráttu fyrir hjúkrunarheimili landsins, burtséð frá baklandi og rekstrarformi hvers og eins heimilis. Formfesta ætti samskipti ríkisvaldsins enn frekar við heimilin þannig að samráð og samvinna yrði tryggð með bestum og skýrustum hætti til framtíðar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun