Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2024 08:47 Óðfluga styttist í verkfall lækna og lítið að frétta af gangi í kjarasamningsviðræðum, milli samninganefndar ríkisins og Læknafélags Íslands. Líkurnar aukast því með hverjum deginum að rúmlega 1200 læknar á opinberum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum, neyðist til verkfallsaðgerða 25.nóvember næstkomandi, með tilheyrandi óþægindum fyrir samfélagið. En hverjar eru eiginlega meginkröfur lækna í núverandi kjarasamningsviðræðum? Í fyrsta lagi, krefjast læknar þess að fá betri vinnutíma líkt og aðrir opinberir starfsmenn með styttingu vinnuvikunnar. Í öðru lagi, krefjast læknar þess að grunnlaun þeirra verði leiðrétt í samræmi við launaþróun annarra samanburðarstétta, eftir að hafa dregist aftur úr síðustu ár. Í þriðja lagi, krefjast læknar þess að úrbætur verði gerðar á kjörum lækna á gæsluvöktum, en umbun fyrir útköllum og símtöl, alla daga og nætur ársins, er ekki í neinu samræmi við sífellt rof á eðlilegri hvíld. Í dag, endurspegla laun lækna á Íslandi engan veginn þann tíma sem menntun þeirra tekur eða ábyrgð og álag í starfi. Sívaxandi krafa samfélagsins, um heilbrigðisþjónustu án tafar og án mistaka, er farin að taka sinn toll, á sama tíma og aldrei hefur verið skilgreint hvað sé eðlilegur fjöldi sjúklinga í umsjá hvers læknis á opinberum heilbrigðisstofnum. Afleiðingarnar eru að í núverandi starfsumhverfi hafa aldrei jafnmargir læknar upplifað einkenni kulnunar, veikindafjarverur lækna náð sögulegu hámarki og erfiðlega gengur að manna lausar læknastöður á heilbrigðisstofnunum. Kröfur Læknafélags Íslands eru raunhæfar og sanngjarnar, bera vott um nýja tíma og áherslur, þar sem gerð er krafa um eðlilega hvíld fyrir unnin störf, til að tryggja velferð lækna og fjölskyldna þeirra. Allir stjórnmálaflokkar landsins verða dæmdir út frá yfirlýsingum og gjörðum í aðdraganda verkfallsins og komandi þingkosninga, þar sem heilbrigðismál á Íslandi eru aftur í fyrsta sæti yfir helstu áherslumál kjósenda. Stjórnvöld eru hvött til að stíga inní núverandi samningaviðræður og gefa samninganefnd ríksins það umboð sem þarf, til að klára nýjan kjarasamning við Læknafélag Íslands. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Óðfluga styttist í verkfall lækna og lítið að frétta af gangi í kjarasamningsviðræðum, milli samninganefndar ríkisins og Læknafélags Íslands. Líkurnar aukast því með hverjum deginum að rúmlega 1200 læknar á opinberum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum, neyðist til verkfallsaðgerða 25.nóvember næstkomandi, með tilheyrandi óþægindum fyrir samfélagið. En hverjar eru eiginlega meginkröfur lækna í núverandi kjarasamningsviðræðum? Í fyrsta lagi, krefjast læknar þess að fá betri vinnutíma líkt og aðrir opinberir starfsmenn með styttingu vinnuvikunnar. Í öðru lagi, krefjast læknar þess að grunnlaun þeirra verði leiðrétt í samræmi við launaþróun annarra samanburðarstétta, eftir að hafa dregist aftur úr síðustu ár. Í þriðja lagi, krefjast læknar þess að úrbætur verði gerðar á kjörum lækna á gæsluvöktum, en umbun fyrir útköllum og símtöl, alla daga og nætur ársins, er ekki í neinu samræmi við sífellt rof á eðlilegri hvíld. Í dag, endurspegla laun lækna á Íslandi engan veginn þann tíma sem menntun þeirra tekur eða ábyrgð og álag í starfi. Sívaxandi krafa samfélagsins, um heilbrigðisþjónustu án tafar og án mistaka, er farin að taka sinn toll, á sama tíma og aldrei hefur verið skilgreint hvað sé eðlilegur fjöldi sjúklinga í umsjá hvers læknis á opinberum heilbrigðisstofnum. Afleiðingarnar eru að í núverandi starfsumhverfi hafa aldrei jafnmargir læknar upplifað einkenni kulnunar, veikindafjarverur lækna náð sögulegu hámarki og erfiðlega gengur að manna lausar læknastöður á heilbrigðisstofnunum. Kröfur Læknafélags Íslands eru raunhæfar og sanngjarnar, bera vott um nýja tíma og áherslur, þar sem gerð er krafa um eðlilega hvíld fyrir unnin störf, til að tryggja velferð lækna og fjölskyldna þeirra. Allir stjórnmálaflokkar landsins verða dæmdir út frá yfirlýsingum og gjörðum í aðdraganda verkfallsins og komandi þingkosninga, þar sem heilbrigðismál á Íslandi eru aftur í fyrsta sæti yfir helstu áherslumál kjósenda. Stjórnvöld eru hvött til að stíga inní núverandi samningaviðræður og gefa samninganefnd ríksins það umboð sem þarf, til að klára nýjan kjarasamning við Læknafélag Íslands. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun