Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar 11. nóvember 2024 09:01 Ég stunda viðbótardiplómunám við Háskóla Íslands í “Áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna” á sviði menntunar og margbreytileika og einn kúrsinn sem ég sit í er Barnavernd. Þessa dagana er ég ásamt verkefnahópi mínum að fara yfir sögur af börnum sem búa við slíkar aðstæður að það þarf að tilkynna þær til Barnaverndar. Þessar sögur eru byggðar á raunverulegum frásögnum. Hópurinn þarf svo að greina hvert úrlausnarefnið er, vísa í barnaverndarlög og leggja til raunhæf úrræði og viðeigandi lausnir fyrir barnið og fjölskylduna. Okkur gengur vel að greina vandamálið í hverri sögu. Þegar það kemur að því leggja til leiðir til að bæta aðstæður barnanna með einhverjum hætti þá getum við vissulega fundið til úrlausnir og úrræði sem eru til í kerfinu. Það vandast hins vegar valið þegar við vitum að á hverjum vegi sem við leggjum til, standa ljón í formi biðar og biðlista. Ég og félagar mínir í hópnum þurfum því að skrifa þetta verkefni og skila því inn með beiskt bragð í munni. Því þó að kerfið sé kannski uppbyggt á réttan hátt þá gerir það ósköp lítið gagn ef öll þessi börn þurfa að bíða í daga, vikur, mánuði og ár eftir ár eftir því að njóta þeirrar þjónustu sem það á rétt á. Þá er þetta eiginlega farið að snúast upp í andhverfu sína því ítrekað sjáum við dæmi um þann skaða sem börn hljóta af því að þurfa að bíða svona lengi á biðlista. Því miður er staða barna á biðlistum svo slæm að það er ekki einu sinni hægt að skálda þetta. Breytum þessu.Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum 30. nóvember nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Diljá Ámundadóttir Zoëga Barnavernd Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég stunda viðbótardiplómunám við Háskóla Íslands í “Áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna” á sviði menntunar og margbreytileika og einn kúrsinn sem ég sit í er Barnavernd. Þessa dagana er ég ásamt verkefnahópi mínum að fara yfir sögur af börnum sem búa við slíkar aðstæður að það þarf að tilkynna þær til Barnaverndar. Þessar sögur eru byggðar á raunverulegum frásögnum. Hópurinn þarf svo að greina hvert úrlausnarefnið er, vísa í barnaverndarlög og leggja til raunhæf úrræði og viðeigandi lausnir fyrir barnið og fjölskylduna. Okkur gengur vel að greina vandamálið í hverri sögu. Þegar það kemur að því leggja til leiðir til að bæta aðstæður barnanna með einhverjum hætti þá getum við vissulega fundið til úrlausnir og úrræði sem eru til í kerfinu. Það vandast hins vegar valið þegar við vitum að á hverjum vegi sem við leggjum til, standa ljón í formi biðar og biðlista. Ég og félagar mínir í hópnum þurfum því að skrifa þetta verkefni og skila því inn með beiskt bragð í munni. Því þó að kerfið sé kannski uppbyggt á réttan hátt þá gerir það ósköp lítið gagn ef öll þessi börn þurfa að bíða í daga, vikur, mánuði og ár eftir ár eftir því að njóta þeirrar þjónustu sem það á rétt á. Þá er þetta eiginlega farið að snúast upp í andhverfu sína því ítrekað sjáum við dæmi um þann skaða sem börn hljóta af því að þurfa að bíða svona lengi á biðlista. Því miður er staða barna á biðlistum svo slæm að það er ekki einu sinni hægt að skálda þetta. Breytum þessu.Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum 30. nóvember nk.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar