Skoðun

Börnin á bið­listunum - það er ekki hægt að skálda þetta

Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar

Ég stunda viðbótardiplómunám við Háskóla Íslands í “Áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna” á sviði menntunar og margbreytileika og einn kúrsinn sem ég sit í er Barnavernd.

Þessa dagana er ég ásamt verkefnahópi mínum að fara yfir sögur af börnum sem búa við slíkar aðstæður að það þarf að tilkynna þær til Barnaverndar. Þessar sögur eru byggðar á raunverulegum frásögnum. Hópurinn þarf svo að greina hvert úrlausnarefnið er, vísa í barnaverndarlög og leggja til raunhæf úrræði og viðeigandi lausnir fyrir barnið og fjölskylduna.

Okkur gengur vel að greina vandamálið í hverri sögu. Þegar það kemur að því leggja til leiðir til að bæta aðstæður barnanna með einhverjum hætti þá getum við vissulega fundið til úrlausnir og úrræði sem eru til í kerfinu. Það vandast hins vegar valið þegar við vitum að á hverjum vegi sem við leggjum til, standa ljón í formi biðar og biðlista.

Ég og félagar mínir í hópnum þurfum því að skrifa þetta verkefni og skila því inn með beiskt bragð í munni. Því þó að kerfið sé kannski uppbyggt á réttan hátt þá gerir það ósköp lítið gagn ef öll þessi börn þurfa að bíða í daga, vikur, mánuði og ár eftir ár eftir því að njóta þeirrar þjónustu sem það á rétt á. Þá er þetta eiginlega farið að snúast upp í andhverfu sína því ítrekað sjáum við dæmi um þann skaða sem börn hljóta af því að þurfa að bíða svona lengi á biðlista.

Því miður er staða barna á biðlistum svo slæm að það er ekki einu sinni hægt að skálda þetta.

Breytum þessu.

Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum 30. nóvember nk.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×