Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar 11. nóvember 2024 09:16 Við sem höfum bent á þá þróun að öfgahægriflokkar séu að öðlast meira og meira fylgi á Vesturlöndum og höfum varað við þeirri þróun á undanförnum árum bárum von til þess að einhverju leyti á dögunum að Demókratar myndu bera sigur af hólmi í forsetakosningunum vestanhafs. Þetta má kalla staðreynd þrátt fyrir að við berum jafnvel ekki fallegan hug til Joe Biden og flokks hans fyrir að hafa gert Ísraelum kleift að stunda þjóðarmorð undanfarið ár á Gaza, þjóðarmorð sem hefur nú dreift sér á fleiri svæði eins og Vesturbakkann og Líbanon. Við höfum verið sannfærð um það að þrátt fyrir þann gífurlega skaða sem Demókratar hafa valdið með mannfalli tugþúsunda barna og kvenna í linnulausum árásum Ísraela á Gaza að þá myndi vestræn menning fara úr öskunni í eldinn ef svo færi að öfgahægrimaður með áhuga á auknum einræðisvöldum forseta á borð við Donald Trump myndi taka við völdum í Bandaríkjunum. Donald Trump er einstaklingur sem lýsti því m.a. yfir þann 13. október síðastliðinn að hann teldi að beita ætti bandaríska hernum gegn pólitískum andstæðingum sínum í Bandaríkjunum sem hann telur tilheyra vinstrinu í stjórnmálum. Fólk þekkir svo auðvitað sögu hans frá 6. janúar 2021 þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið í Washington sem og þeir gerðu. Þannig að það eru þessar og margar fleiri ástæður fyrir því að hægt er að komast að þeirri niðurstöðu að allt annað en slíkur maður sé skárri kostur til að gegna stærsta embætti vestrænna stjórnmála. Við vitum hins vegar að úrslitin í þessum kosningum fóru ekki á þann hátt sem við frekar vildum og öfgamaðurinn vann. Í kjölfar kosninganna hafa svo farið af stað miklar umræður um það hverju má um kenna að svona fór. Það sem hefur líklega síst verið rætt um er það hvort Demókratar sjálfir og þeirra pólitík sé um að kenna. Láglaunafólk í Bandaríkjunum býr við mikla krísu í fjármálum sínum í dag vegna mikilla verðhækkana fyrirtækja á matvörum svo dæmi sé tekið en launin hafa ekki fylgt þeirri verðlagsþróun þar í landi og eru einstaklega lág. Við þekkjum þetta að einhverju leyti líka hér á Íslandi að íslensk fyrirtæki hafa hækkað verð sín í kjölfar kjarasamninga vorsins 2023 jafnvel langt umfram þær hækkanir sem launahækkanir hafa skilað launafólkinu og eins og Bandaríkjamenn þá búa Íslendingar við nokkuð verulega húsnæðiskrísu og skoðanakannanir á Íslandi sýna að ríkisstjórnarflokkarnir þrír sem hafa haldið utan um stjórn Íslands undanfarin 7 ár hafa lækkað verulega fylgi sitt. Þannig að líkt og í Bandaríkjunum að þá gætir gífurlegrar óánægju meðal Íslendinga með stjórnarfarið í sínu landi. Og það má leiða að því líkum að svipað verði upp á teningnum í Alþingiskosningum eftir um tvær vikur að þessi pistill er skrifaður að fólk muni leita til annarra lausna heldur en þeirra lausna sem þessir þrír flokkar hafa boðið Íslendingum, jafnvel þótt það þýddi að atkvæði sitt fari til öfgaflokka sem hægt væri að skilgreina á svipaðan hátt og stjórnmál Donalds Trump hljóða upp á. Og þegar kemur að því að læra af sögunni til að ná árangri í dag þá megum við skoða sögu Þýskalands (Weimar-lýðveldisins) eftir fyrri heimsstyjöld og í kjölfar kreppunnar 1929. Það sama var uppi á teningnum þá og nú að því leyti að öfgahægrimenn juku fylgi sitt og náðu að lokum völdum vegna þess að almenningur leitaði í örvæntingu að nýjum stjórnmálum sem myndu vonandi leggja áherslu á velferð fólksins í landinu og færa fjárhagsstöðu samfélags síns til betri vegar. Á Íslandi í dag eru Miðflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn dæmi um slíka flokka sem stóla á að fá fylgi á þessum forsendum. Lærdómurinn sem við getum tekið til okkar frá þessum málum er þær breytingar sem við þurfum að innleiða í íslensk stjórnmál sem þurfa að hljóða upp á alvöru breytingar til batnaðar fyrir fólkið í landinu svo að almenningur öðlist trú á stjórnmálastéttinni á ný. Framkvæmd róttækrar uppbyggingar á húsnæði og verðlag og launatekjur sem skila öryggi og velsæld fyrir almenning er það sem mun skila árangri í Alþingiskosningum 2028. Við vitum ekki hvernig kosningarnar fara á þessu ári, okkur má gruna að núverandi ríkisstjórnarflokkunum þremur verði refsað verulega í þetta skiptið en þetta eru atriðin sem skipta fólkið mestu máli og þeir flokkar sem munu setja þessi mál í forgang hjá sér munu hljóta fleiri atkvæði í Alþingiskosningum næsta áratugs. Við sem erum ýmist vinstra megin í stjórnmálum og/eða erum frjálslynd með áhuga á jöfnuði og jafnrétti myndum gjarnan vilja sjá mannúðlegri aðferðir í í ríkisstjórnum næsta áratugar í málefnum flóttafólks og þegar kemur að baráttunni fyrir frelsi kvenna til að stjórna sínum líkömum sjálfar auk ýmissra fleiri mannúðarmálefna en ef við tökum ekki alvöru afstöðu til fyrrnefndra húsnæðis- og kaupmáttarmála almennings þá munu öfgahægriflokkar líklega óhjákvæmilega taka við stjórnartaumunum líkt og í Bandaríkjunum nú og í Þýskalandi 1933 og okkur mun reynast ógerlegt um árabil að ná árangri sem samfélag og við munu takar tímar sem færa okkur í átt til dimmrar fortíðar sem við kærum okkur ekki um. Stjórnmálin eins og þau hafa verið stunduð á Vesturlöndum á þessum áratug og lengur hafa ekki skilað árangri. Við þurfum að endurskoða þessa stjórnmálamenningu og taka afstöðu sem skilar ánægðari almenningi fyrst og fremst. Ekki má gleyma þeirri hugmynd sem vinstri sinnaðir Frakkar framkvæmdu á þessu ári í von um að snúa samfélagi sínu á rétta braut, með sameinuðu framboði nokkurra flokka sem átti raunverulegan möguleika á að halda öfgahægriflokkum örugglega frá völdum. Slík framkvæmd á Íslandi myndi til dæmis útiloka að flokkar á borð við Sósíalistaflokkinn, Vinstri græna og Pírata myndu þurrkast út af þingi eins og útlit er fyrir að gæti gerst, öfgahægriflokkunum til góða. Höfundur er trúnaðarmaður í Sameyki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem höfum bent á þá þróun að öfgahægriflokkar séu að öðlast meira og meira fylgi á Vesturlöndum og höfum varað við þeirri þróun á undanförnum árum bárum von til þess að einhverju leyti á dögunum að Demókratar myndu bera sigur af hólmi í forsetakosningunum vestanhafs. Þetta má kalla staðreynd þrátt fyrir að við berum jafnvel ekki fallegan hug til Joe Biden og flokks hans fyrir að hafa gert Ísraelum kleift að stunda þjóðarmorð undanfarið ár á Gaza, þjóðarmorð sem hefur nú dreift sér á fleiri svæði eins og Vesturbakkann og Líbanon. Við höfum verið sannfærð um það að þrátt fyrir þann gífurlega skaða sem Demókratar hafa valdið með mannfalli tugþúsunda barna og kvenna í linnulausum árásum Ísraela á Gaza að þá myndi vestræn menning fara úr öskunni í eldinn ef svo færi að öfgahægrimaður með áhuga á auknum einræðisvöldum forseta á borð við Donald Trump myndi taka við völdum í Bandaríkjunum. Donald Trump er einstaklingur sem lýsti því m.a. yfir þann 13. október síðastliðinn að hann teldi að beita ætti bandaríska hernum gegn pólitískum andstæðingum sínum í Bandaríkjunum sem hann telur tilheyra vinstrinu í stjórnmálum. Fólk þekkir svo auðvitað sögu hans frá 6. janúar 2021 þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið í Washington sem og þeir gerðu. Þannig að það eru þessar og margar fleiri ástæður fyrir því að hægt er að komast að þeirri niðurstöðu að allt annað en slíkur maður sé skárri kostur til að gegna stærsta embætti vestrænna stjórnmála. Við vitum hins vegar að úrslitin í þessum kosningum fóru ekki á þann hátt sem við frekar vildum og öfgamaðurinn vann. Í kjölfar kosninganna hafa svo farið af stað miklar umræður um það hverju má um kenna að svona fór. Það sem hefur líklega síst verið rætt um er það hvort Demókratar sjálfir og þeirra pólitík sé um að kenna. Láglaunafólk í Bandaríkjunum býr við mikla krísu í fjármálum sínum í dag vegna mikilla verðhækkana fyrirtækja á matvörum svo dæmi sé tekið en launin hafa ekki fylgt þeirri verðlagsþróun þar í landi og eru einstaklega lág. Við þekkjum þetta að einhverju leyti líka hér á Íslandi að íslensk fyrirtæki hafa hækkað verð sín í kjölfar kjarasamninga vorsins 2023 jafnvel langt umfram þær hækkanir sem launahækkanir hafa skilað launafólkinu og eins og Bandaríkjamenn þá búa Íslendingar við nokkuð verulega húsnæðiskrísu og skoðanakannanir á Íslandi sýna að ríkisstjórnarflokkarnir þrír sem hafa haldið utan um stjórn Íslands undanfarin 7 ár hafa lækkað verulega fylgi sitt. Þannig að líkt og í Bandaríkjunum að þá gætir gífurlegrar óánægju meðal Íslendinga með stjórnarfarið í sínu landi. Og það má leiða að því líkum að svipað verði upp á teningnum í Alþingiskosningum eftir um tvær vikur að þessi pistill er skrifaður að fólk muni leita til annarra lausna heldur en þeirra lausna sem þessir þrír flokkar hafa boðið Íslendingum, jafnvel þótt það þýddi að atkvæði sitt fari til öfgaflokka sem hægt væri að skilgreina á svipaðan hátt og stjórnmál Donalds Trump hljóða upp á. Og þegar kemur að því að læra af sögunni til að ná árangri í dag þá megum við skoða sögu Þýskalands (Weimar-lýðveldisins) eftir fyrri heimsstyjöld og í kjölfar kreppunnar 1929. Það sama var uppi á teningnum þá og nú að því leyti að öfgahægrimenn juku fylgi sitt og náðu að lokum völdum vegna þess að almenningur leitaði í örvæntingu að nýjum stjórnmálum sem myndu vonandi leggja áherslu á velferð fólksins í landinu og færa fjárhagsstöðu samfélags síns til betri vegar. Á Íslandi í dag eru Miðflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn dæmi um slíka flokka sem stóla á að fá fylgi á þessum forsendum. Lærdómurinn sem við getum tekið til okkar frá þessum málum er þær breytingar sem við þurfum að innleiða í íslensk stjórnmál sem þurfa að hljóða upp á alvöru breytingar til batnaðar fyrir fólkið í landinu svo að almenningur öðlist trú á stjórnmálastéttinni á ný. Framkvæmd róttækrar uppbyggingar á húsnæði og verðlag og launatekjur sem skila öryggi og velsæld fyrir almenning er það sem mun skila árangri í Alþingiskosningum 2028. Við vitum ekki hvernig kosningarnar fara á þessu ári, okkur má gruna að núverandi ríkisstjórnarflokkunum þremur verði refsað verulega í þetta skiptið en þetta eru atriðin sem skipta fólkið mestu máli og þeir flokkar sem munu setja þessi mál í forgang hjá sér munu hljóta fleiri atkvæði í Alþingiskosningum næsta áratugs. Við sem erum ýmist vinstra megin í stjórnmálum og/eða erum frjálslynd með áhuga á jöfnuði og jafnrétti myndum gjarnan vilja sjá mannúðlegri aðferðir í í ríkisstjórnum næsta áratugar í málefnum flóttafólks og þegar kemur að baráttunni fyrir frelsi kvenna til að stjórna sínum líkömum sjálfar auk ýmissra fleiri mannúðarmálefna en ef við tökum ekki alvöru afstöðu til fyrrnefndra húsnæðis- og kaupmáttarmála almennings þá munu öfgahægriflokkar líklega óhjákvæmilega taka við stjórnartaumunum líkt og í Bandaríkjunum nú og í Þýskalandi 1933 og okkur mun reynast ógerlegt um árabil að ná árangri sem samfélag og við munu takar tímar sem færa okkur í átt til dimmrar fortíðar sem við kærum okkur ekki um. Stjórnmálin eins og þau hafa verið stunduð á Vesturlöndum á þessum áratug og lengur hafa ekki skilað árangri. Við þurfum að endurskoða þessa stjórnmálamenningu og taka afstöðu sem skilar ánægðari almenningi fyrst og fremst. Ekki má gleyma þeirri hugmynd sem vinstri sinnaðir Frakkar framkvæmdu á þessu ári í von um að snúa samfélagi sínu á rétta braut, með sameinuðu framboði nokkurra flokka sem átti raunverulegan möguleika á að halda öfgahægriflokkum örugglega frá völdum. Slík framkvæmd á Íslandi myndi til dæmis útiloka að flokkar á borð við Sósíalistaflokkinn, Vinstri græna og Pírata myndu þurrkast út af þingi eins og útlit er fyrir að gæti gerst, öfgahægriflokkunum til góða. Höfundur er trúnaðarmaður í Sameyki.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun