„Gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. maí 2020 11:00 Anna Steinsen segir mikilvægt að styrkja liðsheildina í kjölfar samkomubanns. Vísir/Vilhelm Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN segir mjög mikilvægt í kjölfar samkomubanns að vinnustaðir gangi markvisst í hópefli. Það eigi einmitt við nú þegar margar áskoranir eru framundan, óvissan er mikil og vinnufélagar víða að hittast á ný, jafnvel aðeins að hluta þar sem uppsagnir hafa einnig verið víða. „Það hefur sjaldnast verið jafn mikilvægt og núna að huga að vinnustöðum og starfsfólki þeirra til að takast á við breyttar aðstæður og þær áskoranir sem hafa skapast. Það er lykilatriði að styrkja hópinn, efla liðsheildina og hvern einstakling fyrir sig innan heildarinnar,“ segir Anna. Í fjölmiðlum berast fréttir um að framundan sé eitt mesta samdráttarskeið í heila öld. Að mati Önnu getur hópefli létt verulega á því álagi sem þessari stöðu fylgir. Með sterkri liðsheild eru okkur allir vegir færir, hvort sem það er í íþróttum, stofnunum eða fyrirtækjum. Þegar einstaklingum líður vel í starfi og vinna út frá sínum styrkleikum þá aukast afköst,“ segir Anna. Hún segir samkomubannið vissulega hafa reynt á og mörgum finnist þeir hafa misst stjórn. Viðhorfið er hins vegar alltaf okkar eigið. „Síðustu vikur hafa reynt á mjög marga og nú er tími til þess að halda í gleðina og þrautseigjuna. Við vitum ekki hvað er framundan og það er ýmislegt sem við getum ekki stjórnað. Það sem við getum þó haft stjórn á er okkar eigið viðhorf, hvernig við förum í gegnum daginn,“ segir Anna. Síðustu vikurnar hafa margir verið að vinna fjarvinnu og setið heilu og hálfu stundirnar fyrir framan skjáinn á Teams eða fundum. En nú höfum við lært að tæknin er engin hindrun því þótt fjarlægðarmörk séu enn í gangi víða, er hægt að standa fyrir rafrænum fyrirlestrum eða gera eitthvað skemmtilegt saman með aðstoð fjarfundarbúnaðar eins og Kahoot á Zoom. Þá segir Anna hópefli ekkert endilega þurfa að felast í stórum viðburðum eða samkomum sem víðast hvar hafa fallið niður að minnsta kosti um sinn. Einfaldar leiðir séu vel færar til að styrkja hópinn. Finnum því gleðina í litlu hlutunum, hrósum samstarfsmanni, gefum af okkur, gleðjum aðra og gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn,“ segir Anna sem hvetur alla vinnustaði til að ganga markvisst í að styrkja liðsheildina og efla hópinn. Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN segir mjög mikilvægt í kjölfar samkomubanns að vinnustaðir gangi markvisst í hópefli. Það eigi einmitt við nú þegar margar áskoranir eru framundan, óvissan er mikil og vinnufélagar víða að hittast á ný, jafnvel aðeins að hluta þar sem uppsagnir hafa einnig verið víða. „Það hefur sjaldnast verið jafn mikilvægt og núna að huga að vinnustöðum og starfsfólki þeirra til að takast á við breyttar aðstæður og þær áskoranir sem hafa skapast. Það er lykilatriði að styrkja hópinn, efla liðsheildina og hvern einstakling fyrir sig innan heildarinnar,“ segir Anna. Í fjölmiðlum berast fréttir um að framundan sé eitt mesta samdráttarskeið í heila öld. Að mati Önnu getur hópefli létt verulega á því álagi sem þessari stöðu fylgir. Með sterkri liðsheild eru okkur allir vegir færir, hvort sem það er í íþróttum, stofnunum eða fyrirtækjum. Þegar einstaklingum líður vel í starfi og vinna út frá sínum styrkleikum þá aukast afköst,“ segir Anna. Hún segir samkomubannið vissulega hafa reynt á og mörgum finnist þeir hafa misst stjórn. Viðhorfið er hins vegar alltaf okkar eigið. „Síðustu vikur hafa reynt á mjög marga og nú er tími til þess að halda í gleðina og þrautseigjuna. Við vitum ekki hvað er framundan og það er ýmislegt sem við getum ekki stjórnað. Það sem við getum þó haft stjórn á er okkar eigið viðhorf, hvernig við förum í gegnum daginn,“ segir Anna. Síðustu vikurnar hafa margir verið að vinna fjarvinnu og setið heilu og hálfu stundirnar fyrir framan skjáinn á Teams eða fundum. En nú höfum við lært að tæknin er engin hindrun því þótt fjarlægðarmörk séu enn í gangi víða, er hægt að standa fyrir rafrænum fyrirlestrum eða gera eitthvað skemmtilegt saman með aðstoð fjarfundarbúnaðar eins og Kahoot á Zoom. Þá segir Anna hópefli ekkert endilega þurfa að felast í stórum viðburðum eða samkomum sem víðast hvar hafa fallið niður að minnsta kosti um sinn. Einfaldar leiðir séu vel færar til að styrkja hópinn. Finnum því gleðina í litlu hlutunum, hrósum samstarfsmanni, gefum af okkur, gleðjum aðra og gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn,“ segir Anna sem hvetur alla vinnustaði til að ganga markvisst í að styrkja liðsheildina og efla hópinn.
Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira