Fæðuöryggi hvílir á heilbrigðu vistkerfi Kjartan Almar Kárason skrifar 24. maí 2020 16:15 Ég er borgarbarn, uppalinn í Vesturbænum við forréttindi. Svo lengi sem ég hef lifað í mínu vellystingarmengi, hefur matur, hvort sem hann er innlendur eða innfluttur aldrei verið af skornum skammti. Nú á tímum covid ástandsins hef ég spurt mig hvort þessar aðstæður séu sjálfsagðar? Undanfarið hefur flutningur matvæla landa á milli verið vandmeðfarinn og efnahagurinn verið óstöðugur. Við vitum ekkert hvaða næstu fordæmalausu tímar gætu borið í skauti sér. Það er því stór ástæða til að ráðast í aðgerðir til að tryggja innlent fæðuöryggi og næringarlega sjálfbærni. Í því samhengi er grundvallarmál að huga að vistkerfinu. Ef rétt er staðið að málum getur aukin innlend matvælaframleiðslu minnkað kolefnisspor íslensks matvörumarkaðar til muna og þannig stutt við markmið okkar að framfylgja aðgerðaráætlun Parísarsáttmálans. Jákvæð merki hafa komið fram í nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar, meðal annars að á komandi árum verði grænmetisræktun á Íslandi stórefld með myndarlegri fjárveitingu til grænmetisiðnaðar. Aukin grænmetisrækt og neysla stuðlar einnig að vistvænni matvælaiðnaði, í samanburði við kjötframleiðslu sem hefur sýnt sig hafa mun verri áhrif á vistkerfið. Hluti af loftslagsaðgerðum stjórnvalda er nýlegur samstarfssamningur sem miðar að því að auka kolefnisbindingu sauðfjárbænda, efla skógarrækt og landgræðslu. Þetta hjálpar mikið til við kolefnisjöfnun. Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði (búfé og áburður) telur um 20 prósent af losun Íslands og aukið skóglendi hjálpar til muna við kolefnisbindingu. Það gleður mig sem borgaralegan nýgræðing í heimi íslensks landbúnaðar að sjá þessar ráðstafanir og vonast ég til að sjá Ísland vaxa og dafna á komandi árum. Við skulum þó ekki láta þar við sitja. Ef við höldum áfram þessa braut getum við bætt vistkerfið, tryggt fæðuöryggi Íslands, þar með orðið sjálfbær og síðast en ekki síst sjálfstæð. Höfundur skrifar fyrir hönd loftslagshópsins, grasrót Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ég er borgarbarn, uppalinn í Vesturbænum við forréttindi. Svo lengi sem ég hef lifað í mínu vellystingarmengi, hefur matur, hvort sem hann er innlendur eða innfluttur aldrei verið af skornum skammti. Nú á tímum covid ástandsins hef ég spurt mig hvort þessar aðstæður séu sjálfsagðar? Undanfarið hefur flutningur matvæla landa á milli verið vandmeðfarinn og efnahagurinn verið óstöðugur. Við vitum ekkert hvaða næstu fordæmalausu tímar gætu borið í skauti sér. Það er því stór ástæða til að ráðast í aðgerðir til að tryggja innlent fæðuöryggi og næringarlega sjálfbærni. Í því samhengi er grundvallarmál að huga að vistkerfinu. Ef rétt er staðið að málum getur aukin innlend matvælaframleiðslu minnkað kolefnisspor íslensks matvörumarkaðar til muna og þannig stutt við markmið okkar að framfylgja aðgerðaráætlun Parísarsáttmálans. Jákvæð merki hafa komið fram í nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar, meðal annars að á komandi árum verði grænmetisræktun á Íslandi stórefld með myndarlegri fjárveitingu til grænmetisiðnaðar. Aukin grænmetisrækt og neysla stuðlar einnig að vistvænni matvælaiðnaði, í samanburði við kjötframleiðslu sem hefur sýnt sig hafa mun verri áhrif á vistkerfið. Hluti af loftslagsaðgerðum stjórnvalda er nýlegur samstarfssamningur sem miðar að því að auka kolefnisbindingu sauðfjárbænda, efla skógarrækt og landgræðslu. Þetta hjálpar mikið til við kolefnisjöfnun. Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði (búfé og áburður) telur um 20 prósent af losun Íslands og aukið skóglendi hjálpar til muna við kolefnisbindingu. Það gleður mig sem borgaralegan nýgræðing í heimi íslensks landbúnaðar að sjá þessar ráðstafanir og vonast ég til að sjá Ísland vaxa og dafna á komandi árum. Við skulum þó ekki láta þar við sitja. Ef við höldum áfram þessa braut getum við bætt vistkerfið, tryggt fæðuöryggi Íslands, þar með orðið sjálfbær og síðast en ekki síst sjálfstæð. Höfundur skrifar fyrir hönd loftslagshópsins, grasrót Landverndar.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar