Hringleikahúsið í ráðhúsinu Vigdís Hauksdóttir skrifar 16. apríl 2020 14:30 Ég sé mig knúna til að skrifa þessa grein og birta opinberlega þar sem mér hefur ítrekað verið neitað að bóka um þetta alvarlega mál í borgarráði. Þannig er lýðræðið fótum troðið af formanni borgarráðs sem kennir sig við flokk sem stendur fyrir frelsi og frjálslyndi. Það er sláandi hvað formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er illa að sér í lögum og lagatúlkun. Í tölvupósti sem barst kjörnum fulltrúum og varamönnum þeirra að kvöldi 15. apríl sl. kemur fram að hún telji samþykktir um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar ganga framar sveitarstjórnarlögum, og vísar þar í 47. gr. samþykktanna um skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar gagnvart borgarráði. Greinin hljóðar svo: „Skylt er starfsmönnum borgarinnar að sitja fundi borgarráðs þegar til umræðu eru málefni sem snerta störf þeirra og þess er óskað af borgarstjóra eða borgarráði.“ IV. kafli. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, er að finna ákvæði um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna. Í 22. gr. er sérstaklega fjallað um mætingarskyldu kjörinna fulltrúa og hljóðar hún svo: „Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.“ Undirmaður kjörins fulltrúa hefur forgang Formaður borgarráðs er hér með upplýst um að landslög ganga framar samþykktum Reykjavíkurborgar. Það er hrein og skýr lagaskylda að kjörinn fulltrúi sinni sínum störfum vegna skyldumætinga á fundi sem boðað er til. Því er það með hreinum ólíkindum að formaður borgarráðs hafi lagt það til að ég sem borgarfulltrúi víki af fundum þegar embættismaður á vegum borgarinnar, sem hefur staðgengil, og er þar að auki skrifstofustjóri borgarstjóra, mæti á fund borgarráðs til að fylgja málum eftir. Borgarstjóra er í lófa lagið að fylgja sínum málum sjálfur eftir, nú eða staðgengill hans sem samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er umræddur formaður borgarráðs á meðan ekki hefur verið ráðið í starf borgarritara. Bæði borgarstjóri sem er æðsti yfirmaður borgarinnar og formaður borgarráðs eru að bregðast stjórnendaábyrgð sinni. Margra mánaða áreiti Það sjá allir að sú framkoma sem mér er sýnd sem kjörinn fulltrúi stenst ekki lög. Fortíðina þekkja flestir. Þann 19. júní 2019, 24. september 2019 og 2. desember 2019 voru send bréf í ábyrgðarpósti á heimili mitt að kvöldi til þess efnis að skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara sakaði mig um gróft einelti. Svo gróft að hún hafi hlotið heilsutjón af. Þetta er gróft áreiti á mig sem kjörinn fulltrúi og þungar sakir sem ég sit ekki undir. Af þeim sökum er ljóst að þessi aðili á ekki erindi á fundi þar sem ég hef skyldumætingu. Ásakanirnar eru það alvarlegar og þungar að forðun við mig hljóta að fylgja. Staðreyndin er samt sú að þessi aðili sækir það af fullum þunga með stuðningi borgarstjóra og formanns borgarráðs að sitja fundi þar sem ég er, ekki til að forðast mig, heldur til að halda áreitinu á hendur mér áfram. Ekki er hægt að sitja undir svona framkomu. Enda hef ég sent erindi um áreiti á vinnustað til Vinnueftirlitsins. Ruðst inn í ríkisstofnun og persónuvernd brotin Í sama tölvupósti og formaður borgarráðs sendi í gær til borgarráðs og varamanna þeirra kemur í ljós að hún hefur brotið á mér persónuverdarlög með því að fyrirskipa Mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkur að kanna það hjá Vinnueftirlitinu hvort stofnunin muni taka einhver frekari skref vegna kvörtunar sem barst frá mér þann 4. mars sl. Síðan segir í póstinum að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi þá felist eftirlit Vinnueftirlitsins í því að skoða hvort forvarnir og viðbragðsáætlun við einelti, áreitni og ofbeldi sé til staðar á vinnustöðum og að Vinnueftirlitið hafi gögn um slíkt frá Reykjavíkurborg. Formaður borgarráðs tekur sér síðan ályktunarvald og segir í póstinum að hún geri ráð fyrir „að þar verði ekki aðhafst frekar.“ Hvernig er hægt að álykta með þessum hætti þegar ég hef ekki fengið tilkynningu frá Vinnueftirlitinu um að rannsókn á hegðun sem leitt getur til eineltis, áreitni eða annars ofbeldis er lokið í máli mínu? Hér er formaður borgarrráðs gróflega að íhutast um mín mál hjá opinberri stofnun. Slíkt er skýrt brot á lögum, gróf afskipti af mínu persónulega lífi og persónunjósnir. Góða fólkið Það hljóta allir að sjá að þetta mál allt er byggt á pólitískum grunni. Það er farið að bera í bakkafullan lækinn hvernig kjörnir fulltrúar meirihlutans nýta sér embættismenn í pólitískum tilgangi til að koma höggi á kjörna fulltrúa í minnihlutanum. Það er kaldhæðnislegt að formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, tilheyri flokki sem berst fyrir réttlátu samfélagi og frelsi á öllum sviðum með frjálslyndi að leiðarljósi. Síðan segir á heimasíðu Viðireisnar: „Óvönduð orðræða getur valdið skaða og þjáningu og í sumum tilfellum varðar hún við lög. Hugsum áður en við tölum eða sendum skilaboð frá okkur.“ Stefna og markmið Viðreisnar skilar sér ekki í störfum formanns borgarráðs fyrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ég sé mig knúna til að skrifa þessa grein og birta opinberlega þar sem mér hefur ítrekað verið neitað að bóka um þetta alvarlega mál í borgarráði. Þannig er lýðræðið fótum troðið af formanni borgarráðs sem kennir sig við flokk sem stendur fyrir frelsi og frjálslyndi. Það er sláandi hvað formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er illa að sér í lögum og lagatúlkun. Í tölvupósti sem barst kjörnum fulltrúum og varamönnum þeirra að kvöldi 15. apríl sl. kemur fram að hún telji samþykktir um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar ganga framar sveitarstjórnarlögum, og vísar þar í 47. gr. samþykktanna um skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar gagnvart borgarráði. Greinin hljóðar svo: „Skylt er starfsmönnum borgarinnar að sitja fundi borgarráðs þegar til umræðu eru málefni sem snerta störf þeirra og þess er óskað af borgarstjóra eða borgarráði.“ IV. kafli. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, er að finna ákvæði um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna. Í 22. gr. er sérstaklega fjallað um mætingarskyldu kjörinna fulltrúa og hljóðar hún svo: „Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.“ Undirmaður kjörins fulltrúa hefur forgang Formaður borgarráðs er hér með upplýst um að landslög ganga framar samþykktum Reykjavíkurborgar. Það er hrein og skýr lagaskylda að kjörinn fulltrúi sinni sínum störfum vegna skyldumætinga á fundi sem boðað er til. Því er það með hreinum ólíkindum að formaður borgarráðs hafi lagt það til að ég sem borgarfulltrúi víki af fundum þegar embættismaður á vegum borgarinnar, sem hefur staðgengil, og er þar að auki skrifstofustjóri borgarstjóra, mæti á fund borgarráðs til að fylgja málum eftir. Borgarstjóra er í lófa lagið að fylgja sínum málum sjálfur eftir, nú eða staðgengill hans sem samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er umræddur formaður borgarráðs á meðan ekki hefur verið ráðið í starf borgarritara. Bæði borgarstjóri sem er æðsti yfirmaður borgarinnar og formaður borgarráðs eru að bregðast stjórnendaábyrgð sinni. Margra mánaða áreiti Það sjá allir að sú framkoma sem mér er sýnd sem kjörinn fulltrúi stenst ekki lög. Fortíðina þekkja flestir. Þann 19. júní 2019, 24. september 2019 og 2. desember 2019 voru send bréf í ábyrgðarpósti á heimili mitt að kvöldi til þess efnis að skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara sakaði mig um gróft einelti. Svo gróft að hún hafi hlotið heilsutjón af. Þetta er gróft áreiti á mig sem kjörinn fulltrúi og þungar sakir sem ég sit ekki undir. Af þeim sökum er ljóst að þessi aðili á ekki erindi á fundi þar sem ég hef skyldumætingu. Ásakanirnar eru það alvarlegar og þungar að forðun við mig hljóta að fylgja. Staðreyndin er samt sú að þessi aðili sækir það af fullum þunga með stuðningi borgarstjóra og formanns borgarráðs að sitja fundi þar sem ég er, ekki til að forðast mig, heldur til að halda áreitinu á hendur mér áfram. Ekki er hægt að sitja undir svona framkomu. Enda hef ég sent erindi um áreiti á vinnustað til Vinnueftirlitsins. Ruðst inn í ríkisstofnun og persónuvernd brotin Í sama tölvupósti og formaður borgarráðs sendi í gær til borgarráðs og varamanna þeirra kemur í ljós að hún hefur brotið á mér persónuverdarlög með því að fyrirskipa Mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkur að kanna það hjá Vinnueftirlitinu hvort stofnunin muni taka einhver frekari skref vegna kvörtunar sem barst frá mér þann 4. mars sl. Síðan segir í póstinum að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi þá felist eftirlit Vinnueftirlitsins í því að skoða hvort forvarnir og viðbragðsáætlun við einelti, áreitni og ofbeldi sé til staðar á vinnustöðum og að Vinnueftirlitið hafi gögn um slíkt frá Reykjavíkurborg. Formaður borgarráðs tekur sér síðan ályktunarvald og segir í póstinum að hún geri ráð fyrir „að þar verði ekki aðhafst frekar.“ Hvernig er hægt að álykta með þessum hætti þegar ég hef ekki fengið tilkynningu frá Vinnueftirlitinu um að rannsókn á hegðun sem leitt getur til eineltis, áreitni eða annars ofbeldis er lokið í máli mínu? Hér er formaður borgarrráðs gróflega að íhutast um mín mál hjá opinberri stofnun. Slíkt er skýrt brot á lögum, gróf afskipti af mínu persónulega lífi og persónunjósnir. Góða fólkið Það hljóta allir að sjá að þetta mál allt er byggt á pólitískum grunni. Það er farið að bera í bakkafullan lækinn hvernig kjörnir fulltrúar meirihlutans nýta sér embættismenn í pólitískum tilgangi til að koma höggi á kjörna fulltrúa í minnihlutanum. Það er kaldhæðnislegt að formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, tilheyri flokki sem berst fyrir réttlátu samfélagi og frelsi á öllum sviðum með frjálslyndi að leiðarljósi. Síðan segir á heimasíðu Viðireisnar: „Óvönduð orðræða getur valdið skaða og þjáningu og í sumum tilfellum varðar hún við lög. Hugsum áður en við tölum eða sendum skilaboð frá okkur.“ Stefna og markmið Viðreisnar skilar sér ekki í störfum formanns borgarráðs fyrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun