Tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. apríl 2020 09:00 Á hverri kaffistofu er einhver sem virðist alltaf svo viss í sinni sök. Leiðið hugann að ykkar vinnustað, er þetta kannski sá sem sömuleiðis er háværastur? Það er alltaf einn. Fyrir tíma kaffistofunnar voru það götuhorn og torg og nú þegar vinnustaðir eru margir lokaðar eru það ummælakerfin. Aldrei hefur framboðið skort og eftirspurnin virðist sömuleiðis óþrjótandi. Rangar upplýsingar þrífast best þar sem frumheimildina vantar og fullvissa þess háværasta á kaffistofunni er látin duga. Hvað heimilisfjármálin varðar getur misskilningur sem af þessu hlýst valdið meiru en óþægindum og skömm, hann getur kostað fólk heilmiklar fjárhæðir. Dæmi um slíkt eru þau ósannindi sem undanfarið hafa gengið manna á milli að úttekt séreignarsparnaðar skerði ellilífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar. Það er lítið mál að kanna hvað er satt og rétt í þeim efnum en því miður hefur fjöldi fólks greitt himinháa skatta og orðið fyrir miklum skerðingum vegna þess að það trúði þessum orðrómi. Hið rétta er að úttekt séreignar hefur engin áhrif á ellilífeyri TR og hann skerðist heldur ekki um krónu á móti krónu þó því sé sífellt haldið fram. Sömu sögu má segja af þeim fjölda lífeyrisþega sem felur reiðufé undir koddum og í bankahólfum, haldandi að Tryggingastofnun skerði greiðslur vegna eigna, þegar tekjutengingar ná einungis yfir hluta ávöxtunar. Aftur er misskilningurinn dýrkeyptur og lítið mál að komast að hinu rétta. En traustið á fullvissu næsta manns virðist oft það mikið að við gefum okkur ekki tíma fyrir 5 mínútur á Google eða eitt símtal. En hvernig tengist þetta verðtryggðum lánum? Hækkar lánið ekki bara aftur? Húsnæðislán hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið og meðal annars hafa greiðslufrestir, vaxtabreytingar og inngrip í verðtryggingu verið á milli tannanna á fólki, þó svo verðbólgan sé raunar enn undir markmiðum Seðlabankans og engar vísbendingar um annað en að hún verði áfram hófleg. Auk þessa hefur nokkuð verið rætt um möguleika á að borga inn á lán, ýmist með skattfrjálsri ráðstöfun séreignar eða með beinum innborgunum. Í slíkri umræðu bergmálar í ummælakerfum og við kaffivélina „Það tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán vegna þess að þau hækka bara aftur í verðbólgunni og peningurinn tapast“. Fólki hefur jafnvel verið ráðlagt að greiða séreignina sína ekki inn á húsnæðislánið þar sem hún tapist bara. Það sem greitt er niður mun að sjálfsögðu aldrei bera verðtryggingu eða vexti. Við getum verið þess fullviss sá hluti lánsins er horfinn og getur ekki hækkað. Ef lánið hækkar að nýju vegna verðbólgu er það vegna þess að eftirstöðvar lánsins eru að hækka, ekki það sem greitt var niður. Það gefur því auga leið að ef ekki hefði verið greitt inn á lánið hefði það hækkað enn meira og því er ávinningur uppgreiðslunnar ótvíræður. Dæmi: Ég greiði 2 milljón inn á 20 milljóna króna lán. Eftir standa 18 milljónir. 5% verðbólguskot hækkar lánið upp í 18,9 milljónir. Hefði ég ekki greitt inn á lánið stæði það í 21 milljón í dag. Borgar sig kannski að taka óverðtryggt lán í staðinn? En hvað með að losa sig að fullu við verðtryggða lánið og taka óverðtryggt í staðinn? Nú hafa vextir í landinu lækkað það mikið að fyrir marga eru óverðtryggð húsnæðislán nú í fyrsta sinn raunhæfur kostur og endurfjármögnun er auk þess talsvert ódýrari en hún var á árum áður. Grípið nú tækifærið, á meðan kaffistofan er lokuð, takið upp tólið og heyrið í íbúðalánaráðgjafa um þá möguleika sem í boði eru. Hver veit nema þar sé raunverulega kjarabót að finna. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á hverri kaffistofu er einhver sem virðist alltaf svo viss í sinni sök. Leiðið hugann að ykkar vinnustað, er þetta kannski sá sem sömuleiðis er háværastur? Það er alltaf einn. Fyrir tíma kaffistofunnar voru það götuhorn og torg og nú þegar vinnustaðir eru margir lokaðar eru það ummælakerfin. Aldrei hefur framboðið skort og eftirspurnin virðist sömuleiðis óþrjótandi. Rangar upplýsingar þrífast best þar sem frumheimildina vantar og fullvissa þess háværasta á kaffistofunni er látin duga. Hvað heimilisfjármálin varðar getur misskilningur sem af þessu hlýst valdið meiru en óþægindum og skömm, hann getur kostað fólk heilmiklar fjárhæðir. Dæmi um slíkt eru þau ósannindi sem undanfarið hafa gengið manna á milli að úttekt séreignarsparnaðar skerði ellilífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar. Það er lítið mál að kanna hvað er satt og rétt í þeim efnum en því miður hefur fjöldi fólks greitt himinháa skatta og orðið fyrir miklum skerðingum vegna þess að það trúði þessum orðrómi. Hið rétta er að úttekt séreignar hefur engin áhrif á ellilífeyri TR og hann skerðist heldur ekki um krónu á móti krónu þó því sé sífellt haldið fram. Sömu sögu má segja af þeim fjölda lífeyrisþega sem felur reiðufé undir koddum og í bankahólfum, haldandi að Tryggingastofnun skerði greiðslur vegna eigna, þegar tekjutengingar ná einungis yfir hluta ávöxtunar. Aftur er misskilningurinn dýrkeyptur og lítið mál að komast að hinu rétta. En traustið á fullvissu næsta manns virðist oft það mikið að við gefum okkur ekki tíma fyrir 5 mínútur á Google eða eitt símtal. En hvernig tengist þetta verðtryggðum lánum? Hækkar lánið ekki bara aftur? Húsnæðislán hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið og meðal annars hafa greiðslufrestir, vaxtabreytingar og inngrip í verðtryggingu verið á milli tannanna á fólki, þó svo verðbólgan sé raunar enn undir markmiðum Seðlabankans og engar vísbendingar um annað en að hún verði áfram hófleg. Auk þessa hefur nokkuð verið rætt um möguleika á að borga inn á lán, ýmist með skattfrjálsri ráðstöfun séreignar eða með beinum innborgunum. Í slíkri umræðu bergmálar í ummælakerfum og við kaffivélina „Það tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán vegna þess að þau hækka bara aftur í verðbólgunni og peningurinn tapast“. Fólki hefur jafnvel verið ráðlagt að greiða séreignina sína ekki inn á húsnæðislánið þar sem hún tapist bara. Það sem greitt er niður mun að sjálfsögðu aldrei bera verðtryggingu eða vexti. Við getum verið þess fullviss sá hluti lánsins er horfinn og getur ekki hækkað. Ef lánið hækkar að nýju vegna verðbólgu er það vegna þess að eftirstöðvar lánsins eru að hækka, ekki það sem greitt var niður. Það gefur því auga leið að ef ekki hefði verið greitt inn á lánið hefði það hækkað enn meira og því er ávinningur uppgreiðslunnar ótvíræður. Dæmi: Ég greiði 2 milljón inn á 20 milljóna króna lán. Eftir standa 18 milljónir. 5% verðbólguskot hækkar lánið upp í 18,9 milljónir. Hefði ég ekki greitt inn á lánið stæði það í 21 milljón í dag. Borgar sig kannski að taka óverðtryggt lán í staðinn? En hvað með að losa sig að fullu við verðtryggða lánið og taka óverðtryggt í staðinn? Nú hafa vextir í landinu lækkað það mikið að fyrir marga eru óverðtryggð húsnæðislán nú í fyrsta sinn raunhæfur kostur og endurfjármögnun er auk þess talsvert ódýrari en hún var á árum áður. Grípið nú tækifærið, á meðan kaffistofan er lokuð, takið upp tólið og heyrið í íbúðalánaráðgjafa um þá möguleika sem í boði eru. Hver veit nema þar sé raunverulega kjarabót að finna. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun