Róbótar vinna erfiðisverkin Carlos Mendoza skrifar 8. maí 2020 12:00 Öruggara starfsumhverfi og bætt framleiðslustýring með róbótum Á mánudagsmorgni í ónefndu álveri klæðir kona sig upp í fullan hlífðarskrúða og gengur inn á vinnusvæði álversins. Hún opnar rennu þar sem 700-800 gráðu heitt ál flæðir fram hjá. Með ausu veiðir hún bráðið ál upp úr rennunni. Hún steypir álið í mót og býr til sýni þannig að hægt sé að meta gæði framleiðslunnar. Ferlinu er þó langt frá lokið. Sýnið er flutt inn á rannsóknastofu þar sem það er meðhöndlað og mælt. Langur tími getur liðið þar til rannsóknarstofan skilar niðurstöðum sem segja til um hvort efnasamsetning álsins sé innan settra marka – eða hvort stór hluti vinnslulotunnar sé unnin fyrir gýg. Efnagreiningarróboti DTE Til allrar hamingju er ný leið til að mæla efnainnihald álsins nú orðin fær. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár aðstoðað sprotafyrirtækið DTE við að þróa búnað til að meta efnainnihald bráðins málms í rauntíma. Nýja aðferðin er fljótlegri, öruggari og skilar nákvæmni til jafns við sýnin sem mæld eru á tilraunastofu. Lítum aðeins á sama ferli með tækni DTE. Starfsmenn DTE forrita færanlegan efnagreiningarróbota. Á mánudagsmorgni situr kona í skrifstofustól í þægilegum fatnaði í stjórnstöð álframleiðslunnar. Hún heldur á rjúkandi kaffibolla og fylgist með á skjá þegar armur iðnaðarróbóta nálgast bráðið álið með mikilli nákvæmni. Laser-púls fellur á álið og á örskotsstundu greinir tækið ljósið sem endurkastast af yfirborðinu. Áður en mínúta er liðin birtast niðurstöður á skjánum og konan hefur aðgang að öllum upplýsingum um efnainnihald álframleiðslunnar sem er í fullum gangi. Með þessari tækni er loks hægt að hafa nákvæma stjórn á gæðum framleiðslunnar í rauntíma. Konan átti ekki á hættu að brenna sig á bráðnu álinu og greiningar má endurtaka sjálfvirkt eins oft og þurfa þykir, jafnvel mörg hundruð sinnum á hverjum degi. Þannig er hægt að stjórna og ná gæðum í framleiðslunni sem eru langt umfram það sem áður hefur þekkst í áliðnaði. Látum róbótana vinna erfiðisverkin Þetta tækniafrek náðist meðal annars með því að nýta þekkingu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á róbótatækni, efnisfræði málma, laser-tækni og litrófsgreiningum. Verið er að taka í notkun fyrsta efnagreiningarróbotann af þessari gerð í álveri á Íslandi, auk þess sem prófanir standa yfir með færanlega gerð af róbótanum sem koma mun á markað á næstu mánuðum. Markmiðið með innleiðingu sjálfvirkra efnagreiningarróbota er að minnka slysahættu og bæta framleiðslustýringu álvera til muna. Þróunarverkefnið hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Öruggara starfsumhverfi og bætt framleiðslustýring með róbótum Á mánudagsmorgni í ónefndu álveri klæðir kona sig upp í fullan hlífðarskrúða og gengur inn á vinnusvæði álversins. Hún opnar rennu þar sem 700-800 gráðu heitt ál flæðir fram hjá. Með ausu veiðir hún bráðið ál upp úr rennunni. Hún steypir álið í mót og býr til sýni þannig að hægt sé að meta gæði framleiðslunnar. Ferlinu er þó langt frá lokið. Sýnið er flutt inn á rannsóknastofu þar sem það er meðhöndlað og mælt. Langur tími getur liðið þar til rannsóknarstofan skilar niðurstöðum sem segja til um hvort efnasamsetning álsins sé innan settra marka – eða hvort stór hluti vinnslulotunnar sé unnin fyrir gýg. Efnagreiningarróboti DTE Til allrar hamingju er ný leið til að mæla efnainnihald álsins nú orðin fær. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár aðstoðað sprotafyrirtækið DTE við að þróa búnað til að meta efnainnihald bráðins málms í rauntíma. Nýja aðferðin er fljótlegri, öruggari og skilar nákvæmni til jafns við sýnin sem mæld eru á tilraunastofu. Lítum aðeins á sama ferli með tækni DTE. Starfsmenn DTE forrita færanlegan efnagreiningarróbota. Á mánudagsmorgni situr kona í skrifstofustól í þægilegum fatnaði í stjórnstöð álframleiðslunnar. Hún heldur á rjúkandi kaffibolla og fylgist með á skjá þegar armur iðnaðarróbóta nálgast bráðið álið með mikilli nákvæmni. Laser-púls fellur á álið og á örskotsstundu greinir tækið ljósið sem endurkastast af yfirborðinu. Áður en mínúta er liðin birtast niðurstöður á skjánum og konan hefur aðgang að öllum upplýsingum um efnainnihald álframleiðslunnar sem er í fullum gangi. Með þessari tækni er loks hægt að hafa nákvæma stjórn á gæðum framleiðslunnar í rauntíma. Konan átti ekki á hættu að brenna sig á bráðnu álinu og greiningar má endurtaka sjálfvirkt eins oft og þurfa þykir, jafnvel mörg hundruð sinnum á hverjum degi. Þannig er hægt að stjórna og ná gæðum í framleiðslunni sem eru langt umfram það sem áður hefur þekkst í áliðnaði. Látum róbótana vinna erfiðisverkin Þetta tækniafrek náðist meðal annars með því að nýta þekkingu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á róbótatækni, efnisfræði málma, laser-tækni og litrófsgreiningum. Verið er að taka í notkun fyrsta efnagreiningarróbotann af þessari gerð í álveri á Íslandi, auk þess sem prófanir standa yfir með færanlega gerð af róbótanum sem koma mun á markað á næstu mánuðum. Markmiðið með innleiðingu sjálfvirkra efnagreiningarróbota er að minnka slysahættu og bæta framleiðslustýringu álvera til muna. Þróunarverkefnið hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun