Bað Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna: Ég hafði trú á að ég gæti þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 11:00 Arnar Gunnlaugsson fagnar marki sínu beint úr aukaspyrnu ásamt liðsfélaga sínum Callum Davidson. Getty/Steve Mitchell Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska aukaspyrnumarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska aukaspyrnumarkið skoraði Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir Leicester City laugardaginn 11. nóvember árið 2000. Boltinn syngur í netinu eftir skotið frá Arnari Gunnlaugssyni beint úr aukaspyrnu.Getty/Mark Thompson Markið skoraði Arnar í leik á móti Newcastle United á Filbert Street leikvanginum í Leicester. Leicester hætti að spila á Filbert Street árið 2002 og völlurinn var rifinn árið eftir. Leicester City hefur síðan spilað á King Power leikvanginum. Arnar skoraði markið á 63. mínútu og kom Leicester í 1-0 en hann hafði aðeins komið inn á sem varamaður sjö mínútum áður. Arnar fór í aðgerð á nára um haustið og var enn að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Robbie Savage fiskaði aukaspyrnuna með miklu tilþrifum og Arnar skoraði síðan með glæsilegu vinstri fótar skoti upp í bláhornið, óverjandi fyrir Shay Given í marki Newcastle United. Það má sjá mark Arnars hér fyrir neðan. Mark Arnars dugði samt ekki til að tryggja Leicester City sigurinn í leiknum því Gary Speed náði að jafna metin tólf mínútum síðar. „Ég æfði aukalega á föstudag með Tim Flowers markverði og þá skaut ég þremur skotum efst í markhornið. Síðan þegar við fengum aukaspyrnuna á laugardag bað ég Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna og sem betur fer fór boltinn í netið,“ sagði Arnar Gunnlaugsson við Morgunblaðið eftir leikinn. Neil Lennon fór frá Leicester til Celtic og hefur seinna gert frábæra hluti sem knattspyrnustjóri liðsins. Arnar Gunnlaugsson lætur vaða úr aukaspyrnunni í leiknum á móti Newcastle.Getty/ Steve Mitchell „Við þurftum á einhverju sérstöku að halda og ég hafði trú á að ég gæti þetta. Ég held að mörkin sem ég hef skorað að undanförnu hjálpi mér að komast í íslenska landsliðið að nýju þar sem enska úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heiminum,“ sagði Arnar ennfremur. „Þetta var frábært skot. Það má alltaf treysta á að Arnar geri eitthvað óvænt til að breyta leikjum,“ sagði Peter Taylor, knattspyrnustjóri Leicester, eftir leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli. Arnar Gunnlaugsson Leicester 1999-00 pic.twitter.com/NGtHzII7jU— Stickerpedia (@Stickerpedia1) July 30, 2019 Þetta var annað mark Arnars á tímabilinu en hann hafði skoraði í sigurleik á móti Derby County tveimur vikum áður. Arnar skoraði síðan einnig í næsta leik á eftir sem var á móti Charlton en sá leikur var þó ekki fyrr en 16. desember því Arnar missti af næstu leikjum Leicester eftir Newcastle leikinn. Því miður voru þetta einu þrjú mörkin sem Arnar skoraði í ensku úrvalsdeildinni. Hann var lánaður til Stoke á tímabilinu á eftir, fór svo til Dundee United og var síðan kominn heim til KR á Íslandi sumarið 2003. 'Izzet' would have been cheaper to print at the shop...Gunnlaugsson #13 Leicester City 2000/01 Shirt - £54.95 (M)https://t.co/al39wx1YUV pic.twitter.com/4zCoKQ6OER— C11 Football Shirts (@Classic11Shirts) November 25, 2016 Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska aukaspyrnumarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska aukaspyrnumarkið skoraði Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir Leicester City laugardaginn 11. nóvember árið 2000. Boltinn syngur í netinu eftir skotið frá Arnari Gunnlaugssyni beint úr aukaspyrnu.Getty/Mark Thompson Markið skoraði Arnar í leik á móti Newcastle United á Filbert Street leikvanginum í Leicester. Leicester hætti að spila á Filbert Street árið 2002 og völlurinn var rifinn árið eftir. Leicester City hefur síðan spilað á King Power leikvanginum. Arnar skoraði markið á 63. mínútu og kom Leicester í 1-0 en hann hafði aðeins komið inn á sem varamaður sjö mínútum áður. Arnar fór í aðgerð á nára um haustið og var enn að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Robbie Savage fiskaði aukaspyrnuna með miklu tilþrifum og Arnar skoraði síðan með glæsilegu vinstri fótar skoti upp í bláhornið, óverjandi fyrir Shay Given í marki Newcastle United. Það má sjá mark Arnars hér fyrir neðan. Mark Arnars dugði samt ekki til að tryggja Leicester City sigurinn í leiknum því Gary Speed náði að jafna metin tólf mínútum síðar. „Ég æfði aukalega á föstudag með Tim Flowers markverði og þá skaut ég þremur skotum efst í markhornið. Síðan þegar við fengum aukaspyrnuna á laugardag bað ég Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna og sem betur fer fór boltinn í netið,“ sagði Arnar Gunnlaugsson við Morgunblaðið eftir leikinn. Neil Lennon fór frá Leicester til Celtic og hefur seinna gert frábæra hluti sem knattspyrnustjóri liðsins. Arnar Gunnlaugsson lætur vaða úr aukaspyrnunni í leiknum á móti Newcastle.Getty/ Steve Mitchell „Við þurftum á einhverju sérstöku að halda og ég hafði trú á að ég gæti þetta. Ég held að mörkin sem ég hef skorað að undanförnu hjálpi mér að komast í íslenska landsliðið að nýju þar sem enska úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heiminum,“ sagði Arnar ennfremur. „Þetta var frábært skot. Það má alltaf treysta á að Arnar geri eitthvað óvænt til að breyta leikjum,“ sagði Peter Taylor, knattspyrnustjóri Leicester, eftir leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli. Arnar Gunnlaugsson Leicester 1999-00 pic.twitter.com/NGtHzII7jU— Stickerpedia (@Stickerpedia1) July 30, 2019 Þetta var annað mark Arnars á tímabilinu en hann hafði skoraði í sigurleik á móti Derby County tveimur vikum áður. Arnar skoraði síðan einnig í næsta leik á eftir sem var á móti Charlton en sá leikur var þó ekki fyrr en 16. desember því Arnar missti af næstu leikjum Leicester eftir Newcastle leikinn. Því miður voru þetta einu þrjú mörkin sem Arnar skoraði í ensku úrvalsdeildinni. Hann var lánaður til Stoke á tímabilinu á eftir, fór svo til Dundee United og var síðan kominn heim til KR á Íslandi sumarið 2003. 'Izzet' would have been cheaper to print at the shop...Gunnlaugsson #13 Leicester City 2000/01 Shirt - £54.95 (M)https://t.co/al39wx1YUV pic.twitter.com/4zCoKQ6OER— C11 Football Shirts (@Classic11Shirts) November 25, 2016
Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00
Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00
Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00