Bað Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna: Ég hafði trú á að ég gæti þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 11:00 Arnar Gunnlaugsson fagnar marki sínu beint úr aukaspyrnu ásamt liðsfélaga sínum Callum Davidson. Getty/Steve Mitchell Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska aukaspyrnumarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska aukaspyrnumarkið skoraði Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir Leicester City laugardaginn 11. nóvember árið 2000. Boltinn syngur í netinu eftir skotið frá Arnari Gunnlaugssyni beint úr aukaspyrnu.Getty/Mark Thompson Markið skoraði Arnar í leik á móti Newcastle United á Filbert Street leikvanginum í Leicester. Leicester hætti að spila á Filbert Street árið 2002 og völlurinn var rifinn árið eftir. Leicester City hefur síðan spilað á King Power leikvanginum. Arnar skoraði markið á 63. mínútu og kom Leicester í 1-0 en hann hafði aðeins komið inn á sem varamaður sjö mínútum áður. Arnar fór í aðgerð á nára um haustið og var enn að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Robbie Savage fiskaði aukaspyrnuna með miklu tilþrifum og Arnar skoraði síðan með glæsilegu vinstri fótar skoti upp í bláhornið, óverjandi fyrir Shay Given í marki Newcastle United. Það má sjá mark Arnars hér fyrir neðan. Mark Arnars dugði samt ekki til að tryggja Leicester City sigurinn í leiknum því Gary Speed náði að jafna metin tólf mínútum síðar. „Ég æfði aukalega á föstudag með Tim Flowers markverði og þá skaut ég þremur skotum efst í markhornið. Síðan þegar við fengum aukaspyrnuna á laugardag bað ég Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna og sem betur fer fór boltinn í netið,“ sagði Arnar Gunnlaugsson við Morgunblaðið eftir leikinn. Neil Lennon fór frá Leicester til Celtic og hefur seinna gert frábæra hluti sem knattspyrnustjóri liðsins. Arnar Gunnlaugsson lætur vaða úr aukaspyrnunni í leiknum á móti Newcastle.Getty/ Steve Mitchell „Við þurftum á einhverju sérstöku að halda og ég hafði trú á að ég gæti þetta. Ég held að mörkin sem ég hef skorað að undanförnu hjálpi mér að komast í íslenska landsliðið að nýju þar sem enska úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heiminum,“ sagði Arnar ennfremur. „Þetta var frábært skot. Það má alltaf treysta á að Arnar geri eitthvað óvænt til að breyta leikjum,“ sagði Peter Taylor, knattspyrnustjóri Leicester, eftir leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli. Arnar Gunnlaugsson Leicester 1999-00 pic.twitter.com/NGtHzII7jU— Stickerpedia (@Stickerpedia1) July 30, 2019 Þetta var annað mark Arnars á tímabilinu en hann hafði skoraði í sigurleik á móti Derby County tveimur vikum áður. Arnar skoraði síðan einnig í næsta leik á eftir sem var á móti Charlton en sá leikur var þó ekki fyrr en 16. desember því Arnar missti af næstu leikjum Leicester eftir Newcastle leikinn. Því miður voru þetta einu þrjú mörkin sem Arnar skoraði í ensku úrvalsdeildinni. Hann var lánaður til Stoke á tímabilinu á eftir, fór svo til Dundee United og var síðan kominn heim til KR á Íslandi sumarið 2003. 'Izzet' would have been cheaper to print at the shop...Gunnlaugsson #13 Leicester City 2000/01 Shirt - £54.95 (M)https://t.co/al39wx1YUV pic.twitter.com/4zCoKQ6OER— C11 Football Shirts (@Classic11Shirts) November 25, 2016 Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska aukaspyrnumarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska aukaspyrnumarkið skoraði Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir Leicester City laugardaginn 11. nóvember árið 2000. Boltinn syngur í netinu eftir skotið frá Arnari Gunnlaugssyni beint úr aukaspyrnu.Getty/Mark Thompson Markið skoraði Arnar í leik á móti Newcastle United á Filbert Street leikvanginum í Leicester. Leicester hætti að spila á Filbert Street árið 2002 og völlurinn var rifinn árið eftir. Leicester City hefur síðan spilað á King Power leikvanginum. Arnar skoraði markið á 63. mínútu og kom Leicester í 1-0 en hann hafði aðeins komið inn á sem varamaður sjö mínútum áður. Arnar fór í aðgerð á nára um haustið og var enn að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Robbie Savage fiskaði aukaspyrnuna með miklu tilþrifum og Arnar skoraði síðan með glæsilegu vinstri fótar skoti upp í bláhornið, óverjandi fyrir Shay Given í marki Newcastle United. Það má sjá mark Arnars hér fyrir neðan. Mark Arnars dugði samt ekki til að tryggja Leicester City sigurinn í leiknum því Gary Speed náði að jafna metin tólf mínútum síðar. „Ég æfði aukalega á föstudag með Tim Flowers markverði og þá skaut ég þremur skotum efst í markhornið. Síðan þegar við fengum aukaspyrnuna á laugardag bað ég Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna og sem betur fer fór boltinn í netið,“ sagði Arnar Gunnlaugsson við Morgunblaðið eftir leikinn. Neil Lennon fór frá Leicester til Celtic og hefur seinna gert frábæra hluti sem knattspyrnustjóri liðsins. Arnar Gunnlaugsson lætur vaða úr aukaspyrnunni í leiknum á móti Newcastle.Getty/ Steve Mitchell „Við þurftum á einhverju sérstöku að halda og ég hafði trú á að ég gæti þetta. Ég held að mörkin sem ég hef skorað að undanförnu hjálpi mér að komast í íslenska landsliðið að nýju þar sem enska úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heiminum,“ sagði Arnar ennfremur. „Þetta var frábært skot. Það má alltaf treysta á að Arnar geri eitthvað óvænt til að breyta leikjum,“ sagði Peter Taylor, knattspyrnustjóri Leicester, eftir leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli. Arnar Gunnlaugsson Leicester 1999-00 pic.twitter.com/NGtHzII7jU— Stickerpedia (@Stickerpedia1) July 30, 2019 Þetta var annað mark Arnars á tímabilinu en hann hafði skoraði í sigurleik á móti Derby County tveimur vikum áður. Arnar skoraði síðan einnig í næsta leik á eftir sem var á móti Charlton en sá leikur var þó ekki fyrr en 16. desember því Arnar missti af næstu leikjum Leicester eftir Newcastle leikinn. Því miður voru þetta einu þrjú mörkin sem Arnar skoraði í ensku úrvalsdeildinni. Hann var lánaður til Stoke á tímabilinu á eftir, fór svo til Dundee United og var síðan kominn heim til KR á Íslandi sumarið 2003. 'Izzet' would have been cheaper to print at the shop...Gunnlaugsson #13 Leicester City 2000/01 Shirt - £54.95 (M)https://t.co/al39wx1YUV pic.twitter.com/4zCoKQ6OER— C11 Football Shirts (@Classic11Shirts) November 25, 2016
Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00
Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00
Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00