Leikmaður Arsenal græðir mest á Instagram af öllum í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 16:00 Dani Ceballos hjá Arsenal kann að nýta sér samfélagmiðla eins og Instagram. Getty/Stuart MacFarlane Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa haft mikinn auka frítíma í þessum kórónuveiru faraldri og sumir hafa einbeitt meira á það að stækka nafn sitt á samfélagsmiðlum eins og Instagram. Vefsíðan OnlineCasinos.co.uk ákvað að kanna það betur hvaða leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu að fá mestar tekjur í gegnum heimsóknir og styrktarsamninga á Instagram. Samkvæmt fyrrnefndri samantekt þá hafa leikmenn Manchester United fengið samanlagt yfir 543 þúsund pund í tekjur af Instagram á þessu tímabili þar af 65 þúsund pund eftir að deildin lagðist í dvala vegna kórónuveirunnar. 543 þúsund pund eru tæpar hundrað milljónir í íslenskum krónum. 2 - ?? Andreas Pereira (£94,214 this season)4 - ?? Kurt Zouma (£75,604 this season)8 - ?? Georginio Wijnaldum (£55,831 this season)5 - ?? Liverpool (£313,401 this season)7 - ?? Tottenham (£124,907 this season)12 - ?? Wolves (£67,379 this season)https://t.co/WFgkMPXPlc— SPORTbible (@sportbible) May 7, 2020 Næstu lið á eftir Manchester United eru síðan Chelsea (540 þúsund pund), Arsenal (373 þúsund) og Manchester City (369 þúsund). Leikmenn Liverpool (313 þúsund) ná bara fimmta sætinu, rétt á undan nágrönnum sínum í Everton (295 þúsund). Þegar kemur að leikmönnum verða öruggleg margir hissa á því hver sér stærsta stjarna ensku úrvalsdeildarinnar á Instagram en það er Arsenal maðurinn Daniel Ceballos sem er á láni hjá félaginu frá Real Madrid. Daniel Ceballos hefur fengið meira en 101 þúsund pund í tekjur af Instagram á þessu tímabili eða um átján og hálfa milljón íslenskra króna. Næstu menn koma líka mörgum á óvart en það eru Andreas Pereira hjá Manchester United og Ilkay Gundogan hjá Manchester City. Chelsea mennirnir Kurt Zouma og Kepa Arrizabalaga eru síðan í næstu sætunum. Það er einnig athyglisvert að þeir Brandon Williams hjá Manchester United og André Gomes hjá Everton eru báðir á undan efsta leikmanni Liverpool sem er Georginio Wijnaldum. Það má lesa meira um þetta og sjá töflurnar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa haft mikinn auka frítíma í þessum kórónuveiru faraldri og sumir hafa einbeitt meira á það að stækka nafn sitt á samfélagsmiðlum eins og Instagram. Vefsíðan OnlineCasinos.co.uk ákvað að kanna það betur hvaða leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu að fá mestar tekjur í gegnum heimsóknir og styrktarsamninga á Instagram. Samkvæmt fyrrnefndri samantekt þá hafa leikmenn Manchester United fengið samanlagt yfir 543 þúsund pund í tekjur af Instagram á þessu tímabili þar af 65 þúsund pund eftir að deildin lagðist í dvala vegna kórónuveirunnar. 543 þúsund pund eru tæpar hundrað milljónir í íslenskum krónum. 2 - ?? Andreas Pereira (£94,214 this season)4 - ?? Kurt Zouma (£75,604 this season)8 - ?? Georginio Wijnaldum (£55,831 this season)5 - ?? Liverpool (£313,401 this season)7 - ?? Tottenham (£124,907 this season)12 - ?? Wolves (£67,379 this season)https://t.co/WFgkMPXPlc— SPORTbible (@sportbible) May 7, 2020 Næstu lið á eftir Manchester United eru síðan Chelsea (540 þúsund pund), Arsenal (373 þúsund) og Manchester City (369 þúsund). Leikmenn Liverpool (313 þúsund) ná bara fimmta sætinu, rétt á undan nágrönnum sínum í Everton (295 þúsund). Þegar kemur að leikmönnum verða öruggleg margir hissa á því hver sér stærsta stjarna ensku úrvalsdeildarinnar á Instagram en það er Arsenal maðurinn Daniel Ceballos sem er á láni hjá félaginu frá Real Madrid. Daniel Ceballos hefur fengið meira en 101 þúsund pund í tekjur af Instagram á þessu tímabili eða um átján og hálfa milljón íslenskra króna. Næstu menn koma líka mörgum á óvart en það eru Andreas Pereira hjá Manchester United og Ilkay Gundogan hjá Manchester City. Chelsea mennirnir Kurt Zouma og Kepa Arrizabalaga eru síðan í næstu sætunum. Það er einnig athyglisvert að þeir Brandon Williams hjá Manchester United og André Gomes hjá Everton eru báðir á undan efsta leikmanni Liverpool sem er Georginio Wijnaldum. Það má lesa meira um þetta og sjá töflurnar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira