Ný regla hjá Man. Utd gerði Cristiano Ronaldo alveg brjálaðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 11:30 Cristiano Ronaldo lék með Manchester United frá 2003 til 2009 og skoraði 118 mörk í 292 leikjum með félaginu. EPA/LINDSEY PARNABY Darren Fletcher sagði frá nýrri reglu sem var sett á æfingum Manchester United til að hjálpa Cristiano Ronaldo að þróa sinn leik þótt að á þeim tíma hafi hún gert hann alveg brjálaðan. Það er ólíklegt að þjálfarar í dag myndu þora að setja slíka reglu í dag með alla þessa verðmætu fætur inn á vellinum en þeir þorðu því fyrir sextán árum þegar Cristiano Ronaldo var að stíga sín fyrstu skref hjá félaginu. Cristiano Ronaldo hékk mikið á boltanum á þessum tíma og átti líka auðvelt með að fiska aukaspyrnur á æfingum með Manchester United liðinu enda bæði teknískur og fljótur. Walter Smith, aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson á þessum tíma, vissi að hann þyrfti að hreyfa boltann og hreyfa sig meira. Fletcher segir að Walter Smith hafi tekið þá ákvörðun að hætta að dæma aukaspyrnur á æfingum liðsins og leyfa mönnum að sparka menn niður sem héngu of mikið á boltanum. Cristiano Ronaldo var visslega einn af þeim. Man Utd had Cristiano Ronaldo 'raging' after introducing controversial rule in training https://t.co/QqXYVW2igk pic.twitter.com/TbdDdKfgKE— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 „Það voru mörg tilfelli þar sem hann hékk of mikið á boltanum og ákvörðunartakan var ekki góð. Þetta var erfiður tími fyrir hann. Hann réð samt við þetta og hann er stór persónuleiki,“ sagði Darren Fletcher við Daily Mirror. „Það var magnað að sjá hvernig hann varð miklu betri á aðeins nokkrum árum hjá Manchester United og hvernig fagmennska hans jókst hvað varðar æfingar og líkamsrækt. Hann breyttist í algjört skrímsli hvað varðar fagmennsku við æfingar. Það er enginn vafi að andrúmsloftið hjá Manchester United hjálpaði honum,“ sagði Darren Fletcher „Walter tók þá ákvörðun að hætta að dæma á æfingum. Ég veit að þetta var regla sem var sett til höfuðs Ronaldo. Leikmenn komu fljúgandi í átt að honum og Ronnie fékk vel að finna fyrir því,“ sagði Darren Fletcher og bætti við: „Ronaldo varð alveg brjálaður í þessar tvær vikur. Hann spurði: Hver er þessi skoski gæi. Hvað er þetta?,“ rifjaði Darren Fletcher upp. Cristiano Ronaldo varð þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester United.EPA/STEVE WOODS „Vanalega voru leikmennirnir hjá United duglegir að tækla þig hvað þá ef þeir vissu að það yrði ekkert dæmt. Ef ég segi samt eins og er þá var magnað að sjá það hvernig Ronnie fór að láta boltann ganga betur og hlaupa meira því hann vissi að hann fengi ekki aukaspyrnu. Það var því engin ástæða fyrir hann að hanga á boltanum,“ sagði Darren Fletcher „Þessi regla gerði Ronaldo alveg brjálaðan í nokkrar vikur en svo var hann fljótur að sætta sig við þetta og um leið og hann fór að gera hlutina í einni og tveimur snertingum þá fór hann að skora fleiri mörk,“ sagði Darren Fletcher sem hrósar Walter Smith og það sem hann gerði hjá Manchester United þennan stutta tíma sem hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson undir lok 2003-04 tímabilsins. Hann réði sig síðan sem landsliðsþjálfara Skota seinna á árinu. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Darren Fletcher sagði frá nýrri reglu sem var sett á æfingum Manchester United til að hjálpa Cristiano Ronaldo að þróa sinn leik þótt að á þeim tíma hafi hún gert hann alveg brjálaðan. Það er ólíklegt að þjálfarar í dag myndu þora að setja slíka reglu í dag með alla þessa verðmætu fætur inn á vellinum en þeir þorðu því fyrir sextán árum þegar Cristiano Ronaldo var að stíga sín fyrstu skref hjá félaginu. Cristiano Ronaldo hékk mikið á boltanum á þessum tíma og átti líka auðvelt með að fiska aukaspyrnur á æfingum með Manchester United liðinu enda bæði teknískur og fljótur. Walter Smith, aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson á þessum tíma, vissi að hann þyrfti að hreyfa boltann og hreyfa sig meira. Fletcher segir að Walter Smith hafi tekið þá ákvörðun að hætta að dæma aukaspyrnur á æfingum liðsins og leyfa mönnum að sparka menn niður sem héngu of mikið á boltanum. Cristiano Ronaldo var visslega einn af þeim. Man Utd had Cristiano Ronaldo 'raging' after introducing controversial rule in training https://t.co/QqXYVW2igk pic.twitter.com/TbdDdKfgKE— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 „Það voru mörg tilfelli þar sem hann hékk of mikið á boltanum og ákvörðunartakan var ekki góð. Þetta var erfiður tími fyrir hann. Hann réð samt við þetta og hann er stór persónuleiki,“ sagði Darren Fletcher við Daily Mirror. „Það var magnað að sjá hvernig hann varð miklu betri á aðeins nokkrum árum hjá Manchester United og hvernig fagmennska hans jókst hvað varðar æfingar og líkamsrækt. Hann breyttist í algjört skrímsli hvað varðar fagmennsku við æfingar. Það er enginn vafi að andrúmsloftið hjá Manchester United hjálpaði honum,“ sagði Darren Fletcher „Walter tók þá ákvörðun að hætta að dæma á æfingum. Ég veit að þetta var regla sem var sett til höfuðs Ronaldo. Leikmenn komu fljúgandi í átt að honum og Ronnie fékk vel að finna fyrir því,“ sagði Darren Fletcher og bætti við: „Ronaldo varð alveg brjálaður í þessar tvær vikur. Hann spurði: Hver er þessi skoski gæi. Hvað er þetta?,“ rifjaði Darren Fletcher upp. Cristiano Ronaldo varð þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester United.EPA/STEVE WOODS „Vanalega voru leikmennirnir hjá United duglegir að tækla þig hvað þá ef þeir vissu að það yrði ekkert dæmt. Ef ég segi samt eins og er þá var magnað að sjá það hvernig Ronnie fór að láta boltann ganga betur og hlaupa meira því hann vissi að hann fengi ekki aukaspyrnu. Það var því engin ástæða fyrir hann að hanga á boltanum,“ sagði Darren Fletcher „Þessi regla gerði Ronaldo alveg brjálaðan í nokkrar vikur en svo var hann fljótur að sætta sig við þetta og um leið og hann fór að gera hlutina í einni og tveimur snertingum þá fór hann að skora fleiri mörk,“ sagði Darren Fletcher sem hrósar Walter Smith og það sem hann gerði hjá Manchester United þennan stutta tíma sem hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson undir lok 2003-04 tímabilsins. Hann réði sig síðan sem landsliðsþjálfara Skota seinna á árinu.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira